Leita í fréttum mbl.is

Siðlausir prestar

Oft er sagt að trú sé forsenda góðs siðferðis. Ótal mörg dæmi eru þó um að trúin sé brigðul í þeim efnum, eins og svo mörgu öðru. Gott dæmi um það má sjá hjá þessum kaþólsku prestum í Bandaríkjunum sem rændu stórfé frá sjóði í eigu sóknarbarna sinna. Það bætir ekki úr skák að þeir eyddu fénu í fjárhættuspil!

Það er nokkuð augljóst að trú er engin trygging fyrir góðu siðferði nema síður sé og trúað fólk er ekkert betra fólk en trúlaust fólk.


mbl.is Þjófóttir klerkar í klípu; einn situr í varðhaldi á meðan annar er á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð, sönn og einlæg, kristin trú er svo svo sannarlega trygging fyrir góðu siðferði -- það sjá menn, ef þeir lesa guðspjöllin í stað þess að vanrækja það (eins og flestir gera nú á dögum). Óeinlæg, yfirborðskennd og hvað þá hræsnisfull sýndar-trú er hins vegar ekki til neins gagns fyrir siðlega hegðun. Það er heldur engin trygging fyrir góðu siðferði að vera eitt sinn orðinn kristinn og trúaður -- það þarf að rækta þá trú, halda henni við og vera með hennar hjálp í lifandi sambandi við Guð sinn í bæninni. Kaþólskir prestar (rúmlega 400.000 talsins í heiminum öllum) eru sem betur fer upp til hópa trúaðir, en undantekningarnar koma vissulega óorði á trúna. Prestar eru því að drýgja tvöfaldan glæp með því að bregðast í starfinu eins og þessir menn gerðu. En reynum ekki að klína þeim glæp á kristna trú. Menn geta alls staðar misnotað aðstöðu sína, en hér var það ekki gert vegna mikillar trúar, heldur lítillar. Góða helgi, og notið hana til að læra af orði Guðs.

Jón Valur Jensson á www.kirkju.net (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 18:29

2 identicon

Það eru ekki bara prestar sem eru siðlausir. S.l föstudagskvöld, í gærkvöldi þegar þetta er skrifað, fór ég út að borða á þeim góða veitingastað Argentinu við Barónsstíg. Yfirhöfnin mín var dýrmætt silki- og ullarkasmírsjal, svart að lit, lengd 2 metrar, breidd 72 cm, merkt með merki framleiðanda í Kasmír og sérstöku númeri fyrir eintakið. Sjalinu var stolið af
óþekktri konu sem starfsfólk veitingahússins gat ekki haft uppá. Að þeirra sögn mun hún hafa verið í hópi sem kom þar inn til þess að bíða eftir borði án þess að panta fyrirfram.
Ég bið alla velviljaða sem þekkja til að koma því til leiðar að þessu sjali verði skilað til Argentínu.
Fyrir mig er þetta sjal verðmætara en minkapels er öðrum.

Kolbrún (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 18:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband