Leita í fréttum mbl.is

Á að virða trúarskoðanir?

Þetta er áhugavert, þessi trúfélög hafa tekið sig saman um að stuðla að umburðarlyndi sín á milli.  Staðreyndin er samt sú að flest eiga þau ekkert sameiginleg hvað varðar hindurvitni sín, annað en að boða einhver hindurvitni.

Í fréttinni er talað um fólk af ólíkum lífsviðhorfum.  Samt vantar fulltrúa fjórðungs þjóðarinnar ef miðað er við rannsókn sem Þjóðkirkjan gerði á trúarviðhorfum Íslendinga. 

 Rúmur fjórðungur þjóðarinnar guðlaus

Annars hafa trúfélög yfirleitt undarlega hugmynd um umburðarlyndi. Þeirra viðhorf virðist vera að ekki mega gagnrýna trúarhugmyndir. Það er að sjálfsögðu firra. Við sýnum fólki virðingu með því að gagnrýna skoðanir þeirra.

Á að virða skoðanir annarra?

Ef listinn er skoðaður má svo sjá að þarna eru afskaplega lítil félög fyrir utan Þjóðkirkjuna og Fríkirkjuna. Hvað er t.d. FFWU - Heimsfriðarsamband fjölskyldna?

Stóra spurningin er hvort Þjóðkirkjan ætlar nú að virða sköpunartrú Sjöunda dags aðventista. Megum við eiga von á að Þjóðkirkjan fari að berjast gegn Þróunarkenningunni með aðventistunum?

Þess má geta að Vantrú var ekki boðið að taka þátt í þessu starfi.


mbl.is Þrettán trúfélög stofna Samráðsvettvang trúfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband