Leita í fréttum mbl.is

Sérréttindi ríkiskirkjunnar óverjanleg

Þegar stjórnarskrá og lög voru samin um sérréttindi ríkiskirkjunnar var það gert á þeirri forsendu að innan hennar væru nær allir landsmenn. Þessu hefur öllu verið snúið við. Nú er innan við 80% þjóðarinnar í ríkiskirkjunni, flestir væntanlega af gömlum vana enda vitum við að þessar tölur eru ekki í samræmi við trúarviðhorf þjóðarinnar, a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar aðhyllist ekki trú.  Þó eru sérréttindi ríkiskirkjunnar óbreytt og hún sogar til sín milljarða úr ríkissjóði á hverju ári. Fækkun í kirkjunni kallar á breytingu á stöðu hennar. Aðskilja þarf ríki og kirkju núna.

Á sama tíma eru ríflega 10% þjóðarinnar sem falla utan þeirra trúfélaga sem ríkið viðurkennir. Þarna er pottur brotinn. Þetta fólk getur hvergi sótt þá þjónustu sem trúfélög veita með styrk úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessi ríflega 10% borga sína skatta en geta ekki sótt þjónustu á við þau sem trúfélögin bjóða varðandi jarðarfarir, hjóna- og manndómsvígslur. Þetta er í raun aðalhlutverk trúfélaga og það er með öllu ólíðandi að stór hluti landsmanna séu talin þriðja flokks borgarar með þessum hætti.

Vantrú fagnar þessari þróun og hvetur alla til að huga að trúfélagsskráningu.

Vantrú.is


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband