Leita í fréttum mbl.is

Af páfum og perrum

Kaþólska kirkjan var eitt sinn einhver voldugasta stofnun veraldar. Þeir feðgar Pippin III og Karlamagnús beittu henni fyrir sér á 8. öld og gerðu að frankversku stjórnsýslutæki, notuðu trúarlegt vald hennar til að réttlæta útþenslustefnu sína og kennivald til að styrkja innlenda stjórnsýslu. Að Karlamagnúsi látnum frestaðist draumurinn um sameinaða Evrópu í nær 1000 ár en kirkjan nýtti sér stöðu sína og gerðist æ frekari til fjár og valda.

Á 11. öld náðu páfarnir því sem þeir höfðu sóst eftir, að gera kaþólsku kirkjuna að sjálfstæðri stofnun óháð veraldlegu valdi, stofnun sem fylgdi eigin lögum og reglum en seildist sífellt lengra og lengra í að sölsa undir sig veraldlegar eigur.

Páfinn varð ríkastur og voldugastur Evrópubúa svo um munaði og eins og svo oft þá leiðir vald og auður til algjörrar spillingar.

Lesið greinina Af páfum og perrum á Vantrú.is

 

Að sjálfsögðu er upprisan helgisögn.

 

Vantrú.is


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband