Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Saga jólaguðspjallsins er fráleit

Það er rétt sem biskup segir, saga jólaguðspjallsins er fráleit og stenst enga rýni. Enda er jólaguðspjallið skáldskapur en ekki sagnfræði.

Fyrir nákvæmlega einu ári birtist á Vantrú opið bréf til biskups um þetta efni.

Meira um jólin á vantru.is.


mbl.is Biskup Íslands: Jesúbarnið vantar hæli í heiminum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er kristið siðgæði?

Mikið væri nú gaman ef boðendur kristins siðgæðis kæmu hingað og útskýrðu fyrir okkur í hverju það felst. Er kristið siðgæði eitthvað frábrugðið almennu siðgæði, eins og því sem trúlausir, hindúar, múslimar, ásatrúarmenn og búddistar ástunda, svo einhverjir aðrir hópar en kristnir séu nefndir?

Lesa meira...


Tunglið næstum nýtt

„Hvort það er tunglstaðan eða eitthvað annað skal ég ekki segja“.

Svona skýringar ná skammt enda hefur staða tunglsins ekkert með það að gera hvort allt sé brjálað á vaktinni hjá lögreglunni.

Í dag eru um 10 dagar liðnir frá síðasta fulla tungli.

Lesa má meira um áhrif tungls á vefnum Vantrú.is.


mbl.is Fangageymslur fullar í Reykjavík í morgun; miðbæjargestir viðskotaillir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óupplýstir Danir - eru Íslendingar skárri

Ætli trú á hindurvitni sé ekki ósköp svipuð hjá Íslendingum?

Það er merkilegt hve harðorður Henrik Dahl er, ekki hafa Íslenskir fræðimenn þorað að hafa jafn hörð (og sjálfsögð) orð um hindurvitnatrú landans. Hér á landi virðist vera þegjandi samþykki um að ekki megi gagnrýna hindurvitni.

 

félagsfræðingurinn Henrik Dahl segir niðurstöðurnar staðfesta það að margir Danir séu einfaldlega óupplýstir, og eigi erfitt með að sætta sig við að við séum ein í geysimiklum alheimi, sem hafi engan sérstakan tilgang
Þessi orð eiga líka við um Íslendinga. Í Fasteignablaði Morgunblaðsins í dag er t.d. viðtal við Feng Shui sérfræðing sem ráðleggur fólki með uppröðun húsgagna. Já, nóg er til af kjaftæðinu.

 

Það er vert að minna á draugabanaþjónustu Vantrúar af þessu tilefni.

Ítarefni:


mbl.is Helmingur Dana trúir á drauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að virða trúarskoðanir?

Þetta er áhugavert, þessi trúfélög hafa tekið sig saman um að stuðla að umburðarlyndi sín á milli.  Staðreyndin er samt sú að flest eiga þau ekkert sameiginleg hvað varðar hindurvitni sín, annað en að boða einhver hindurvitni.

Í fréttinni er talað um fólk af ólíkum lífsviðhorfum.  Samt vantar fulltrúa fjórðungs þjóðarinnar ef miðað er við rannsókn sem Þjóðkirkjan gerði á trúarviðhorfum Íslendinga. 

 Rúmur fjórðungur þjóðarinnar guðlaus

Annars hafa trúfélög yfirleitt undarlega hugmynd um umburðarlyndi. Þeirra viðhorf virðist vera að ekki mega gagnrýna trúarhugmyndir. Það er að sjálfsögðu firra. Við sýnum fólki virðingu með því að gagnrýna skoðanir þeirra.

Á að virða skoðanir annarra?

Ef listinn er skoðaður má svo sjá að þarna eru afskaplega lítil félög fyrir utan Þjóðkirkjuna og Fríkirkjuna. Hvað er t.d. FFWU - Heimsfriðarsamband fjölskyldna?

Stóra spurningin er hvort Þjóðkirkjan ætlar nú að virða sköpunartrú Sjöunda dags aðventista. Megum við eiga von á að Þjóðkirkjan fari að berjast gegn Þróunarkenningunni með aðventistunum?

Þess má geta að Vantrú var ekki boðið að taka þátt í þessu starfi.


mbl.is Þrettán trúfélög stofna Samráðsvettvang trúfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband