Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hvaða vísindi?

Afskaplega er kjánalegt að nota heitið Vísindakirkjan á þetta költ. Scientology tengist vísindum náttúrulega ekki á nokkurn máta. Það væri þarfaverk ef Morgunblaðið myndi fjalla ítarlega um þennan söfnuð áður en hann gerir tilraun til að koma sér fyrir hér á landi.

Ítarefni


mbl.is Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur batnandi fer

Það er ánægjulegt að fylgjast með þessari þróun. Ljóst má vera að óeðlilega margir íslendingar eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Það fyrirkomulag sem hér ríkir, þar sem börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móður og fólk þarf að hafa fyrir því að breyta skráningunni, er Þjóðkirkjunni mjög í hag. Fyrir utan svo allt fólkið sem hefur verið skráð í Þjóðkirkjuna þvert á eigin vilja

Vantrú aðstoðaði um þrjúhundruð manns við að leiðrétta trúfélagaskráningu sína í fyrra. Stefnan er sett á að gera betur í ár. Það hlýtur að vera allra hagur (fyrir utan Þjóðkirkjan) að trúfélagaskráning gefi rétt mynd af trúarskoðunum þjóðarinnar. Meirihlutagoðsögnin er nefnilega ansi lífseig hér á landi

Vantrú


mbl.is Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkar hlutfallslega jafnt og þétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagavinaleið

Nú hafa sveitarfélögin og félagið Vantrú komist að samkomulagi að starfsmaður Vantrúar verði hluti af starfi Kirkjunnar. Þannig mun starfsmaður Vantrúar fá fría skrifstofuaðstöðu í öllum safnaðarheimilum Kirkjunnar. Einnig mun starfsmaðurinn fá aðstöðu alla sunnudaga í kirkjum eftir þörfum. Sérstök áhersla verður á að starfsmaður Vantrúar taki börn tali í sunnudagaskóla og taki þátt í almennu barnastarfi Kirkjunnar. Einnig mun starfsmaðurinn vera viðstaddur fermingafræðslu og aðstoða sóknarprestinn með námsefni.

Lesa meira...


Enn eitt dæmið um skaðsemi trúarhugmynda

Er þetta ekki enn eitt dæmið um skaðsemi trúarhugmynda? Trúarhópar mótmæla því að hópi fólks sé ekki mismunað! Trúarsannfæring þeirra er sú að það verði að mismuna fólki. Tilraunir til að koma í veg fyrir mismunun eru árás á trú þeirra. Þetta er náttúrulega ekkert annað en klikkun.

Hmm. Dettur einhverjum í hug Þjóðkirkjan og giftingar samkynhneigðra?


mbl.is Trúarhópar mótmæla í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband