Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hugsuðirnir og fiðrildin

Þriðji pistill Þórdísar Helgadóttur heimspekings er kominn á Vantrú.is

Það var guðfræðingurinn, heimspekingurinn og ævinlega hysteríski Daninn Søren Kierkegaard sem átti kollgátuna þegar hann sagði að það væri einmitt skilgreiningaratriði um guðstrú að hún væri hreint ekki rökrétt og raunar fáránleikinn sjálfur; blint stökk frá bjargbrún skynseminnar yfir hyldýpi óvissunnar, án nokkurar minnstu tryggingar fyrir því að lenda á föstu landi hinum megin. Ég sé ekki betur en þetta hafi verið laukrétt hjá honum Søren. Uppgjöf skynseminnar er einmitt lykilatriði í því sem menn kalla tilbeiðslu á drottinn. Það eina sem okkur Kierkegaard greinir á um er hvort það geti nokkurn tíma verið tilefni til að taka undir sig stökkið.

 

Lesa greinina Hugsuðirnir og fiðrildin á Vantrú.is


Guðdómurinn og fólkið sem trúir á hann

Annar pistill Þórdísar Helgadóttur heimspekings er kominn á Vantrú.is
Athugum það líka að úr því að heimurinn er aðeins á einn veg, þá er til eitt satt svar við hverri spurningu um heiminn og ótal rangar tilgátur. Þær aðferðir sem við kunnum felast í því að þrengja hringinn í kringum rétta svarið, með því að útiloka rangar tilgátur, en ef við grísum út í bláinn eru líkurnar þeim mun meiri að hitta á ósannindi.

Lesa greinina Guðdómurinn og fólkið sem trúir á hann á Vantrú.is

Þriðji pistill Þórdísar birtist á Vantrú.is á mánudag.


Þórdís Helgadóttir fjallar um trúleysi - fyrsti pistill

Heimspekingurinn Þórdís Helgadóttir flutti nýverið þrjá pistla um trúleysi í þættinum Víðsjá á Rás 1.  Þar segir hún meðal annars.

Ef það er nokkur huggun ætla ég að hlífa ykkur við minni skoðun á því hvernig beri að svara leikskólabarni sem spyr hvar langamma sé núna eða á því hversu smart það hafi verið hjá Svarthöfða að bjóða sjálfum sér á prestastefnu. Mig langar að freista þess að fiska örlítið dýpra og eyða nokkrum orðum á réttlætinguna fyrir trúarviðhorfum almennt - og nokkur tengd atriði. 

Hægt er að lesa og hlusta á pistil Þórdísar á Vantrú.  Á morgun birtist næsti pistill hennar og sá þriðji kemur á vefinn á mánudag.

 


Þjóðernislegur kirkjusósíalismi

Það er einkennileg staða á Íslandi þar sem ríkiskirkjupólitík er hin eina lagalega rétta þjóðararfleifð. Biskupinn kallar kirkjupólitíkina “Siðinn” í landinu sem landsmenn eigi allt sitt líf undir. Eftir varnarræður ákveðinna kristilegra íhaldsafla í fjölmiðlum, predikunarstólum og á þingi virðist slagorð þessara manna hljóma: "Einn siður, ein kirkja, eitt land". Þessi stefna hljómar óþægilega í eyrum og réttnefni hennar er þjóðernislegur kirkjusósíalismi.
Lesa greinina Þjóðernislegur kirkjusósíalismi á Vantrú.is

Ástir samkynhneigðra hjóna-leysa

Hommar og lesbíur hafa um nokkurt skeið getað skráð sig í sambúð hjá Þjóðskrá, en þá heitir hún reyndar staðfest samvist.

Nú hefur Alþingi heimilað trúfélögum að taka við umsóknum um staðfesta samvist – sem þau svo skila til Þjóðskrár.

Staðfest samvist samkynhneigðra hefur ekkert breyst, hún er nákvæmlega það sama og sambúð gagnkynhneigðra – ekki hjónaband.

Lesa  Ástir samkynhneigðra hjóna-leysa á Vantrú.is


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bizzaróveröld sköpunarsinnans

Á bloggi sínu birtir sköpunarsinninn Mofi myndbrot úr Dilbert teiknimyndaþáttunum þar sem gert er grín að umræðunni um þróunarkenninguna og sér í þessu stuðning við sinn málstað. Við sjáum okkur tilneydd að verja Scott Adams, höfund Dilberts, sem er á margan hátt skoðanabróðir okkar í Vantrú.

Á sinn týpíska öfugsnúna hátt nær Mofi að túlka brandarann þannig að það sé verið að gera grín að þróunarkenningunni. Þetta er reyndar ekkert skrýtið því hann sér heiminn með sínum sköpunarsinna gleraugum. Sem betur fer er mjög auðvelt að vita hver meiningin á bak við brandarann er þar sem Scott Adams hefur ítrekað bloggað um sköpunarsinna og þróunarkenninguna á þann hátt að augljóst er hvorum megin borðsins hann er.

Evolution is a scientific fact. Science sets the standard for what qualifies as a fact, and the theory of evolution satisfies that standard with plenty of room to spare.*
Þetta er afgreitt. Heimsmynd sköpunarsinnans er nógu öfugsnúinn til að hann sjái stuðning við ranghumyndum sínum í hverju horni.
 
Við mælum síðan með bloggi Scott Adams sem er að finna hér.

mbl.is Dilbert kveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband