Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Góð umfjöllun hjá Kastljósi

Guðjón Sigurðsson, formaður MND-samtakanna, og umsjónarmenn Kastljóss eiga hrós skilið fyrir afhjúpun sína á skottulækningum og sölumönnum kjaftæðis. Það er hryggilegt og ljótt þegar örvænting eða trúgirni veiks eða bágstadds fólks er haft að féþúfu.

Það er kannski ekki aðalatriði hvort þessi Júlíus Júlíusson er sjálfur trúgjarnt fórnarlamb ósvífinna svindlara, eða hvort hann er ósvífinn svindlari sjálfur. En hann er greinilega annað hvort af þessu tvennu.

Nú er með réttu margt að athuga við lyfjaiðnaðinn og lyfjanotkun. En þær athuganir þurfa að fara fram á forsendum vísinda og upplýsingar, ekki kukls, fáfræði eða blekkinga.


mbl.is Kastljós „þvældi veiku fólki um bæinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband