Leita í fréttum mbl.is

Hvað er málið?

Í fyrsta lagi, af hverju er þetta frétt?  Þjófnaður á Biblíu og sálmabók getur varla talist stórglæpur í dag - jafnvel ekki einu sinni smáglæpur.  Hér eru svo nokkrir bloggarar afskaplega hneykslaðir yfir því að stolið sé úr kirkju, eins og það sé eitthvað verra en að stela t.d. úr skóla eða matvöruverslun!   Kirkja er bara fyrirtæki.  Þarna vinnur hálaunafólk við að boða hindurvitni á kostnað skattgreiðenda.

Í öðru lagi, þá eru eignir kirkjunnar gríðarlega miklar - hvernig eignaðist kirkjan allan þennan auð?  Voru þessir blessuðu menn ekki bara í fullum rétti, eiga þeir ekki þessar bækur í raun?  Hvernig stendur á því að Þjóðkirkjan eignaðist allar þessar jarðir?  Var þetta ekki eign Kaþólsku kirkjunnar.  Spurningin er: Hver á kirkjujarðirnar?

Í þriðja lagi.  Þurfti virkilega tvo lögreglumenn á fullu kaupi til að afhenda tvær bækur?  Svo kemur fram í fréttinni að lögreglumennirnir sátu bænastund í vinnunni - á launum hjá skattgreiðendum!  Er ekki verið að gera grín að okkur?  Þeir hljóta að hafa stimplað sig út.   Þetta verður væntanlega dregið af launum þeirra. 

Vantrú.is

(ef þessi skrif fara óskaplega í taugarnar á ykkur bendum við á spjallborðið á Vantrú, þar getið þið skammað okkur að vild)


mbl.is Stálu biblíu og sálmabók úr kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband