21.10.2009 | 10:06
Þröngsýni og dýrkun
Um daginn átti ég áhugavert spjall við kunningja sem vildi spyrjast fyrir um vantrúarmenn og skoðanir þeirra. Umræðuefnið var í fyrstu fullyrðingar sumra um meinta skaðsemi bólusetninga.
Auðvitað gat ég ekkert fullyrt um skoðanir allra vantrúarmanna en taldi líklegt að meginþorri þeirra teldi þessar hugmyndir um skaðsemi bólusetninga hæpnar, svo ekki sé meira sagt. Kunninginn taldi líklegt að vantrúarmenn vísuðu í rannsóknir sem sýndu fram á að skaðsemin væri smávægileg miðað við þann hag sem af bólusetningu hlýst.
Lestu greinina Þröngsýni og dýrkun á Vantrú.is
19.10.2009 | 20:38
Það sem er gott
Ég sjálfur hef tekið þátt í þessu átaki og fór á gamals aldri í appelsínugulan bol merktan Vantrúnni góðu, vopnaður eyðublöðum frá Þjóðskrá og gaf mig á tal við fólk og kynnti fyrir því átakið.
Það er skemmst frá því að segja að ég þurfti eiginlega ekki að ýta þessu að fólki með fagurgala. Fólk bara kom til mín. Sumir voru forvitnir að vita hvað væri í gangi meðan aðrir vissu alveg hvað ég var að gera.
Lesið greinina Það sem er gott á Vantrú.is
7.9.2009 | 17:58
Nefndin getur ekkert...biskup gerir ekkert
http://www.vantru.is/2008/11/18/09.00/
....nefndin er gjörsamlega valdalaus þegar kemur að siðferðisbrotum þeim sem hún fær til meðferðar. Hún getur aðeins gripið til þess að óska að maður sé færður til í starfi, vísað frá störfum eða hljóti áminningu ef hann hefur brotið reglur kirkjunnar sjálfrar eða fyrirmæli biskups, brjóti hann landslög og mannréttindasáttmála telur nefndin það mál dómstóla.
Siðferðisbrot en ekki agabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 14:02
Ráðum frekar tvær löggur
Væri ekki nær að ráða tvær löggur frekar en (enn) einn prest? Eins og Vantrú benti á í gær eru löggur ekki bara gagnlegri en prestar heldur líka töluvert hagkvæmari.
Átta sóttu um prestsembætti í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 16:46
Efast á kránni í kvöld
Það er rík hefð fyrir því í útlöndum að trúleysingjar og efahyggjufólk hittist einu sinni í mánuði og spjalli saman. Þetta er kallað "Skeptics in the pub" þarna úti og hefur dreift sig frá Bretlandi til Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada.
Það er engin ástæða fyrir því að þetta gæti ekki virkað á Íslandi og verður fyrsta kvöldið á eftir, þriðjudaginn, 25. ágúst á efri hæð Highlander, Lækjargötu 10. Gamanið byrjar klukkan 20:00
Allt efahyggjufólk er velkomið.
25.8.2009 | 10:19
Jesús og skoðanaleysið
Það er ákaflega gömul hefð hjá prestum að reyna að finna út hvaða álit Jesús hafði á hinum ýmsustu málum. Yfirleitt eru rökin frekar langsótt en líklega hafa fáir náð sömu hæðum og Þórhallur Heimisson í nýlegum pistli um samkynhneigð.Rök Þórhalls eru í stuttu máli þau að Jesús hafi án efa þekkt til samkynhneigðar en minnist þó ekki á hana í Nýja testamentinu. Ályktunin sem hann dregur er svona:
Þannig að það hvort menn væru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir hefur ekki legið þungt á honum. Honum var slétt sama.
Lestu greinina Jesús og skoðanaleysið á Vantrú.is
24.8.2009 | 10:18
Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn
Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarið farið mikinn í umræðum á bloggsíðu sinni. Þar er ótalmargt sem vert er að benda á og við munum gera það á næstunni. Við ætlum hins vegar að byrja á ummælum hans í okkar garð.
Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.
Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.
Lestu greinina Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn á Vantrú.is
27.7.2009 | 14:07
Það gerist (ekki) í kvöld
Margir telja sig sjá inn í framtíðina og tala gjarna um að þeim sé sýnt eitthvað (væntanlega að handan). Hvað svo sem veldur þessum ranghugmyndum fólks er það oftar en ekki óhrætt við að skýra heiminum frá þessum þönkum, aðeins til þess að verða uppvíst að því að hafa haft rangt fyrir sér þegar ekkert gengur eftir.
Lestu greinina Það gerist (ekki) í kvöld á Vantrú.is
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 17:07
Siðlausir sölumenn
Kristniboð er siðlaust. Vestrænir sölufulltrúar kristinna safnaða berjast um sálir í ríkjum þriðja heimsins.
Til þess er ekki einungis notast við vopn trúarinnar heldur afurðir vísinda. Sölumennirnir koma færandi hendi, byggja brunna og afhenda lyf. Ávexti tækni og vísinda.
En böggull fylgir skammrifi. Það fylgir nefnilega ekki sögunni að um afrakstur vísinda sé að ræða heldur er tæknin notuð til að selja saklausu fólki tiltekin hinurvitni.
Kannski má færa rök fyrir því að þessi nýju hindurvitni séu skárri en þau sem fyrir voru en væri ekki best að mennta þetta fólk betur? Til hvers að ljúga að fólki um illa anda og góða? Af hverju að skipta út einni galdratrú fyrir aðra í stað þess að fræða fólk um raunveruleikann? Getur verið að í starfi kristniboða séu fólgnir fordómar gegn því fólki sem verið er að hjálpa? Að kristniboðarnir treysti fólkinu ekki til að sleppa galdratrú?
Kristniboð er siðlaust og kristniboðar eru siðlausir sölumenn. Krisniboð er ekki hjálparstarf. Þeir sem eru mótfallnir kristniboð er á engan hátt á móti hjálparstarfi.
Fáeinar greinar um kristniboð á Vantrú.
Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook
19.6.2009 | 14:37
Lærðu að fljúga, lærðu að ljúga
Væntanlega er forsvarsmönnum TM sama hvort peningarnir koma til þeirra frá David Lynch eða nýjum íslenskum meðlimum költsins. Það er meira en lítið sorglegt ef svona margir ætla að falla fyrir vitleysunni.
Á Vantrú hafa eftirfarnar greinar verið skrifaðar um fyrirbærið:
David Lynch styrkir íhugunarnám Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr