Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Afhverju gefiđ ţiđ Guđi ekki séns?

Ţegar sköpunarsinnar “rökrćđa” um uppruna heimsins og lífs ţá vilja ţeir oft meina ađ ţađ sé argasta ţröngsýni af hendi andstćđinga ţeirra ađ útiloka fyrirfram allt sem kallast gćti yfirnáttúra. Ţeim ţykir ţađ flestum vera stór galli nútíma vísinda ađ ţau séu aldrei tilbúin til ađ taka yfirnáttúrulegri ívilnun sem gildri tilgátu.

Viđ fyrstu sýn kann ţetta ađ hljóma vođalega skynsamlegt, ţví ekki viljum viđ vera ţröngsýn og útiloka fyrirfram einhverja möguleika.

En af hverju höldum viđ ţá til streitu ţessu prinsipi okkar um ađ útiloka ávallt yfirnáttúru fyrirfram? Afhverju gefum viđ “Guđi” ekki séns?

 Lesiđ framhald pistilsins á Vantrú.is


Séra Baldur Kristjánsson og fordómarnir

Fyrir nokkru skrifađi Baldur Kristjánsson prestur eftirfarandi klausu á bloggiđ sitt:

Ţađ er í tísku ađ tala niđur til starfa presta í bloggheimum. Ţađ gera iđulega ungir kálfar međ mikiđ fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu.

Hér sjáum viđ ágćtlega leiđ sem hentar ţeim sem ekki vilja stunda heiđarlegar rökrćđur. Andstćđingurinn er tekinn fyrir og búinn til skrípamynd af honum. Augljóslega veit séra Baldur ákaflega lítiđ um gagnrýnendur sína. Trúleysinginn sem gagnrýnir prestinn er ungur og reynslulaus. Ţetta heita fordómar.

Lesiđ pistilinn um Séra Baldur Kristjánsson og fordómana á Vantrú.is


Af hverju ađ takmarka sig viđ smáskammtalćkningar?

En nú liggur beint viđ ađ spyrja hómópata: Hvers vegna ađ einskorđa sig viđ lćknisfrćđi 18. aldar? Af hverju ekki ađ taka líka upp matarćđi 18. aldar (skyr, harđfisk og smjör)? Hvers vegna sér mađur ekki fleiri hómópata á hestum? Nú eđa í skóm úr steinbítsrođi?
 Lesiđ greinina á Vantrú.is

Darwin um trú

Merkasti líffrćđingur sögunnar vćri tvöhundruđ ára í dag ef hann hefđi lifađ fáránlega lengi. Charles Darwin skrifađi á sínum tíma sjálfsćvisögu sem var fyrst og fremst ćtluđ fjölskyldu hans. Hún var gefin út ađ honum látnum en ţví miđur voru ákveđnir kaflar klipptir út. Hér á eftir er ţýđing á ţeim kafla sem varđ fyrir mestri ritskođun en hann fjallar um trúarviđhorf Darwins. Kaflinn er vissulega langur en er fyrirhafnarinnar virđi. Fyrstu fjórar málsgreinarnar mynda líka ágćta heild ef lesendur vilja stytta útgáfu. Í kaflanum sjáum viđ vel ađ Darwin var ekki trúađur. Hann taldi sjálfan sig agnostískan ađ ţví leyti ađ hann gat ekki útilokađ mögulegan frumhreyfil, fyrstu orsök, sem hefđi skapađ heiminn og lögmál hans en síđan ekki haft nein afskipti af honum. Ef hann hefđi lifađ til ađ sjá vísindin afhjúpa fleiri leyndardóma alheimsins hefđi hann vćntanlega veriđ nokkrum skrefum nćr ađ kalla sig einfaldlega guđleysingja. Viđ sjáum líka hvernig kenningar Darwins höfđu áhrif á siđferđisvitund hans sjálfs.
 

mbl.is Vísindi sem hafa stađist tímans tönn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

[BREYTT] 10 milljónir gefins?

Samkvćmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar eru fjórir gjaldflokkar gatnagerđargjalda fyrir mismunandi gerđir húsnćđis.

ALMENNT GATNAGERĐARGJALD

einbýlishús, međ eđa án tvíbýlisađstöđu: 22.933kr./ferm.
rađhús, parhús, tvíbýlishús og keđjuhús: 17.276kr./ferm.
fjölbýlishús: 8.256kr./ferm.
annađ húsnćđi: 14.371kr./ferm.

Búddahofiđ telst varla til íbúđarhúsnćđis svo eftir stendur sá fjórđi. Ţetta er frekar einfalt reikningsdćmi:

4.235 ferm. x 14.731 kr./ferm. = 60.861.185 kr.

BREYTING: Skv. frétt í Fréttablađinu 13. febrúar verđur heildarstćrđ bygginga ekki um 4.000 fm heldur um 600 fm. sem minnkar niđurgreiđsluna niđur í tćpar 10 milljónir.

Dálagleg upphćđ á samdráttartímum. Greinilegt ađ áfram verđur muliđ undir trúfélög ţótt veriđ sé ađ skera niđur í almannaţjónustu. Niđurfelling gatnagerđargjalda er einungis ein af ótal birtingarmyndum fjárhagsađstođar viđ trúfélög (og ekki hvađ síst ríkiskirkjuna sem nýtur „sérstakrar“ verndar).

Fyrir skömmu birtist pistillinn Ţađ eru erfiđir tímar á Vantrú međ tillögum ađ breyttri forgangsröđun hjá hinu opinbera. Ţađ er sanngjörn krafa ađ dregiđ verđi úr niđurgreiđslum til starfsemi trúfélaga á sama hátt og á öđrum sviđum.


mbl.is Búddahof í Hádegismóa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kafađ í barnalauginni: Nornahamarinn og Ţórhallur Heimisson

Fyrir jól kom út bókin María Magdalena: Vegastjarna eđa vćndiskona eftir séra Ţórhall Heimisson. Í kynningu á bókinni kemur fram ađ í henni sé "[...] kafađ í forn handrit sem mörg hver hafa ekki komiđ út á íslensku eins og guđspjall Maríu, Filipusarguđsjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri." Ég ákvađ ađ kynna mér bókina ađeins og sjá hve djúpa frćđimennsku Ţórhallur hefđi ástundađ og tók ţá Nornahamarinn sem dćmi.
Lesiđ greinina Kafađ í barnalauginni: Nornahamarinn og Ţórhallur Heimisson á Vantrú.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband