Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Fölsun Guđna og Alţingis

Einhvern tímann hefur veriđ sagt ađ orđ skuli standa. Í tilfelli formanns Framsóknarflokksins ţá á ţetta greinilega ekki viđ. Í umrćđunum á Alţingi í vetur lét Guđni Ágústsson ćrumeiđandi ummćli falla um ţá sem ađhyllast ađrar trúarskođanir en kristni en hefur nú látiđ ţurrka ţau út af vef Alţingis.
Lesa greinina um Fölsun Guđna og Alţingis á Vantrú.is

„Hvers vegna er eitthvađ til fremur en ekkert?“ Gunnar Jóhannesson og heimsfrćđirökin

Í kjölfar prýđilegra pistla heimspekingsins Ţórdísar Helgadóttur, sem hún las í Ríkisútvarpinu og birtust međ góđfúslegu leyfi hennar hér á Vantrú (1,2,3), spannst mikil umrćđa og međal ţeirra sem tóku ţátt í henni var Gunnar Jóhannesson. Hann flutti stuttan pistil í útvarpinu1 ţar sem hann reifađi rök sín fyrir tilvist Guđs. Gunnar ţessi, sem mér skilst reyndar ađ sé prestur, virđist vera dálítill áhugamađur um heimspeki enda voru rök hans af einhverju sem mćtti kalla heimspekilegum toga. Nú er ég líka, eins og Gunnar, dálítill áhugamađur um heimspeki og vil ţess vegna fá ađ ađ leggja nokkur orđ í belg og segja mína skođun á pistli Gunnars.
Lesa pistilinn „Hvers vegna er eitthvađ til fremur en ekkert?“ Gunnar Jóhannesson og heimsfrćđirökin

Vantrúin fimm ára

Fyrir fimm árum voru nokkrir trúleysingjar búnir ađ vera ađ tjá sig hér og ţar á netinu. Á spjallborđum og bloggum sérstaklega. Birgir Baldursson fékk ţá stórgóđu hugmynd ađ stofna vefrit ţar sem sjónarmiđ trúleysingja vćru í fyrirrúmi.
Lestu afmćlispistil Vantrúar á Vantrú.is

Bođun trúar í skólum

Undanfarin misseri hefur átt sér stađ veruleg viđhorfsbreyting í garđ samkrulls skóla og kirkju. Nú sjá flestir ađ trúbođ á ekkert erindi inn í leik- og grunnskóla en menn greinir á um hvađ er trúbođ og hvađ ekki.
Lesa greinina um bođun trúar í skólum á Vantrú.is.

Laun innan hindurvitnageirans

Fjölmiđlar hafa veriđ duglegir ađ fjalla um tekjur einstaklinga ađ undanförnu. Ţeir hafa meira ađ segja tekiđ saman lista yfir laun bloggara til viđbótar viđ hefđbundnar stéttir. Einn hópur hefur samt gleymst: miđlar og ađrir hindurvitnabođendur. Skattateymi Vantrúar fór ađ dćmi blađanna í síđustu viku og skođađi opinberar álögur nítján einstaklinga sem ţekktir eru fyrir bođun hindurvitna. Einhverjir á listanum sinna annarri vinnu ásamt kuklinu. Tekjurnar eru reiknađar út frá uppgefnum útsvarstölum í álagningarskrám í ágústbyrjun 2008. Kćrufrestur stendur enn yfir og ţví gćtu tölurnar átt eftir ađ breytast.
 
Lesiđ um laun innan hindurvitnageirans á Vantrú.is.

Geir Jón undir fullu tungli

Yfirlögregluţjónninn á Höfuđborgarsvćđinu segir frá ţví í Fréttablađinu í dag ađ lögreglan spari stórfé á ţví ađ Menningarnótt sé ekki haldin undir fullu tungli.
Lesa greinina Geir Jón undir fullu tungli á Vantrú.is

Gröđrúrbat

Gröđrúrbat (enskt heiti Geriniol eđa Gerin Oil) er áhrifaríkt og kröftugt lyf sem virkar beint á miđtaugakerfiđ og framkallar mörg og ólík viđbrögđ. Oft tengjast ţessi viđbrögđ andfélagslegri hegđun og hafa oft og tíđum sjálfseyđandi áhrif. Sé Gröđrúrbat gefiđ börnum hefur ţađ langavarandi áhrif á heilastarfsemina ţegar kemur á fullorđinsár t.d ranghugmyndir sem erfitt getur veriđ ađ lćkna. Allir flugrćningjarnir 19 í hinum dauđadćmdu flugvélum ţann 11. September áriđ 2001 voru undir verulegum áhrifum Gröđrúrbats.
Lesiđ greinina Gröđrúrbat á Vantrú.is

Ćttbálkinum til verndar

Karl messar og blessar ţegar höfđinginn hefur nýtt valdatímabil. Ef menn bara vćru til í ađ leggja hefđirnar og vanahugsunina ađeins til hliđar og reyna ađ sjá hlutina í sínu rétta samhengi yrđi ţeim ljóst hvílík forneskja ţarna er í gangi. Og ţá erum viđ ekki bara ađ tala um miđaldirnar međ öllum sínum geđbiluđu ranghugmyndum og mannfjandsamlegri forheimskun, heldur er ţetta fullkomin samsvörun viđ töfralćkninn sem hristir maracas yfir hausamótunum á veiđimönnunum áđur en ţeir halda út á gresjuna ađ fćra björg í bú.

Reyniđ ađ sjá fyrir ykkur Karl Sigurbjörnsson í strápilsi međ andlitsmálningu og kókóshnetur á skafti fylltar hrísgrjónum, dansandi í djöfulmóđ fram og aftur um altariđ, ţá vitiđ ţiđ hvađ átt er viđ.
mbl.is Forsetinn settur í embćtti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband