Færsluflokkur: Vísindi og fræði
30.5.2012 | 09:09
Hvað með akademíska ábyrgð?
Fólk getur haft mismunandi skoðanir á kvörtun Vantrúar. Við teljum eðlilegt að benda á að kennslan hafi verið einhliða og gefið villandi mynd af félaginu. Til þess að fá niðurstöðu í þetta mál, hefði siðanefnd þurft að hafa vinnufrið.
Á endanum snýst þetta mál ekki um að hefta akademískt frelsi, eins og haldið er fram í sífellu, heldur um það sem kalla mætti akademíska ábyrgð, enda fylgir öllu frelsi ábyrgð. Glærur Bjarna Randvers eru nánast hættar að skipta nokkru máli í umfjölluninni, en þær voru þó upphafleg ástæða þess að Vantrú sendi erindi inn til siðanefndar. Hópur háskólafólks hefur þyrlað upp miklu moldviðri í kringum þetta mál, ráðist að Vantrú og siðanefnd, svo aldrei hefur í raun tekist að fjalla um sjálft umkvörtunarefnið. Ef ekkert er að glærunum, af hverju fékk siðanefnd ekki að kafa ofan í saumana á málinu?
Um "Heilagt stríð" og "einelti" Vantrúar
Og hvað með þátt Péturs Péturssonar? Það er ómerkilegt af félaginu að ráðast á siðanefnd en láta eins og Pétur hafi ekkert haft með þetta að gera.
Akademískt frelsi kennarans ekki virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook
24.6.2010 | 14:21
James Randi í kvöld
Við minnum á að fyrirlestur James Randi er í kvöld.
- Staður: Háskólatorg, salur 105
- Tími: 20-21
- Aðgangseyrir: Eitt þúsund krónur greiðist við inngang. Ekki er tekið við greiðslukortum en hraðbanki er á svæðinu.
25.8.2009 | 10:19
Jesús og skoðanaleysið
Það er ákaflega gömul hefð hjá prestum að reyna að finna út hvaða álit Jesús hafði á hinum ýmsustu málum. Yfirleitt eru rökin frekar langsótt en líklega hafa fáir náð sömu hæðum og Þórhallur Heimisson í nýlegum pistli um samkynhneigð.Rök Þórhalls eru í stuttu máli þau að Jesús hafi án efa þekkt til samkynhneigðar en minnist þó ekki á hana í Nýja testamentinu. Ályktunin sem hann dregur er svona:
Þannig að það hvort menn væru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir hefur ekki legið þungt á honum. Honum var slétt sama.
Lestu greinina Jesús og skoðanaleysið á Vantrú.is
27.7.2009 | 14:07
Það gerist (ekki) í kvöld
Margir telja sig sjá inn í framtíðina og tala gjarna um að þeim sé sýnt eitthvað (væntanlega að handan). Hvað svo sem veldur þessum ranghugmyndum fólks er það oftar en ekki óhrætt við að skýra heiminum frá þessum þönkum, aðeins til þess að verða uppvíst að því að hafa haft rangt fyrir sér þegar ekkert gengur eftir.
Lestu greinina Það gerist (ekki) í kvöld á Vantrú.is
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 17:07
Siðlausir sölumenn
Kristniboð er siðlaust. Vestrænir sölufulltrúar kristinna safnaða berjast um sálir í ríkjum þriðja heimsins.
Til þess er ekki einungis notast við vopn trúarinnar heldur afurðir vísinda. Sölumennirnir koma færandi hendi, byggja brunna og afhenda lyf. Ávexti tækni og vísinda.
En böggull fylgir skammrifi. Það fylgir nefnilega ekki sögunni að um afrakstur vísinda sé að ræða heldur er tæknin notuð til að selja saklausu fólki tiltekin hinurvitni.
Kannski má færa rök fyrir því að þessi nýju hindurvitni séu skárri en þau sem fyrir voru en væri ekki best að mennta þetta fólk betur? Til hvers að ljúga að fólki um illa anda og góða? Af hverju að skipta út einni galdratrú fyrir aðra í stað þess að fræða fólk um raunveruleikann? Getur verið að í starfi kristniboða séu fólgnir fordómar gegn því fólki sem verið er að hjálpa? Að kristniboðarnir treysti fólkinu ekki til að sleppa galdratrú?
Kristniboð er siðlaust og kristniboðar eru siðlausir sölumenn. Krisniboð er ekki hjálparstarf. Þeir sem eru mótfallnir kristniboð er á engan hátt á móti hjálparstarfi.
Fáeinar greinar um kristniboð á Vantrú.
Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook
15.4.2009 | 12:06
Af páfum og perrum
Kaþólska kirkjan var eitt sinn einhver voldugasta stofnun veraldar. Þeir feðgar Pippin III og Karlamagnús beittu henni fyrir sér á 8. öld og gerðu að frankversku stjórnsýslutæki, notuðu trúarlegt vald hennar til að réttlæta útþenslustefnu sína og kennivald til að styrkja innlenda stjórnsýslu. Að Karlamagnúsi látnum frestaðist draumurinn um sameinaða Evrópu í nær 1000 ár en kirkjan nýtti sér stöðu sína og gerðist æ frekari til fjár og valda.
Á 11. öld náðu páfarnir því sem þeir höfðu sóst eftir, að gera kaþólsku kirkjuna að sjálfstæðri stofnun óháð veraldlegu valdi, stofnun sem fylgdi eigin lögum og reglum en seildist sífellt lengra og lengra í að sölsa undir sig veraldlegar eigur.
Páfinn varð ríkastur og voldugastur Evrópubúa svo um munaði og eins og svo oft þá leiðir vald og auður til algjörrar spillingar.
Lesið greinina Af páfum og perrum á Vantrú.is
Að sjálfsögðu er upprisan helgisögn.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 11:57
Reis Jesús virkilega frá dauðum?
Það hafa verið gefnar margar ástæður fyrir því að efast um þessa staðhæfingu, en samhljóma álit gagnrýninna fræðimanna nú til dags virðist vera að sagan sé goðsögn. Hin upprunalega saga sem byrjaði á því að Jesús, alveg eins og amma, dó og fór til himna óx á þeim 60-70 árum sem liðu þar til guðspjöllin voru samin og endaði á ævintýralegri frásögn trúmanna síðari kynslóða sem innihélt jarðskjálfta, engla, sólmyrkva, lík sem lifnaði við og stórfenglega uppstigningu til himna.
Fyrstu kristnu trúmennirnir trúðu á andlega upprisu Jesú. Sagan þróaðist með tímanum í líkamlega upprisu.
Lesið greinina Reis Jesús virkilega frá dauðum? á Vantrú.is
Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 14:40
Afhverju gefið þið Guði ekki séns?
Þegar sköpunarsinnar rökræða um uppruna heimsins og lífs þá vilja þeir oft meina að það sé argasta þröngsýni af hendi andstæðinga þeirra að útiloka fyrirfram allt sem kallast gæti yfirnáttúra. Þeim þykir það flestum vera stór galli nútíma vísinda að þau séu aldrei tilbúin til að taka yfirnáttúrulegri ívilnun sem gildri tilgátu.Við fyrstu sýn kann þetta að hljóma voðalega skynsamlegt, því ekki viljum við vera þröngsýn og útiloka fyrirfram einhverja möguleika.
En af hverju höldum við þá til streitu þessu prinsipi okkar um að útiloka ávallt yfirnáttúru fyrirfram? Afhverju gefum við Guði ekki séns?
Lesið framhald pistilsins á Vantrú.is
17.2.2009 | 09:37
Af hverju að takmarka sig við smáskammtalækningar?
En nú liggur beint við að spyrja hómópata: Hvers vegna að einskorða sig við læknisfræði 18. aldar? Af hverju ekki að taka líka upp mataræði 18. aldar (skyr, harðfisk og smjör)? Hvers vegna sér maður ekki fleiri hómópata á hestum? Nú eða í skóm úr steinbítsroði?
3.2.2009 | 08:58
Kafað í barnalauginni: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson
Fyrir jól kom út bókin María Magdalena: Vegastjarna eða vændiskona eftir séra Þórhall Heimisson. Í kynningu á bókinni kemur fram að í henni sé "[...] kafað í forn handrit sem mörg hver hafa ekki komið út á íslensku eins og guðspjall Maríu, Filipusarguðsjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri." Ég ákvað að kynna mér bókina aðeins og sjá hve djúpa fræðimennsku Þórhallur hefði ástundað og tók þá Nornahamarinn sem dæmi.
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr