Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Mannréttindi

Harmleikur í Borgarfirði

Svona er ólíðandi á Íslandi. Hvers á vesalings konan að gjalda? Hún lagði á sig langt og strangt háskólanám, hefur (að því við best vitum) alltaf greitt sína skatta, en neyðist þrátt fyrir það til að hírast í íbúð. Íbúð! Þetta er ekki mönnum bjóðandi, hvað þá prestum.
Lesið greinina Harmleikur í Borgarfirði á Vantrú.is
mbl.is Vilja byggja upp í Stafholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúður og grunnstoðir samfélagsins

Rúða er rúða. Dapurlegra er að hugsa til þeirrar fjölskyldna sem þurfa að búa við heimilisofbeldi sem nefnt er eins og aukatriði í þessari frétt en af einhverjum ástæðum skrifar enginn blogg til að hneykslast á slíku. Það að brjóta rúðu í kirkju vekur athygli af því að það er óvenjulegt. Heimilisofbeldi er hins vegar hversdagslegt sem gerir það í raun enn sorglegra.

Oft og iðulega eru rúður brotnar í skólum án þess að nokkur líti á það sem árás á menntun eða lærdóm, hvað þá kennara eða handmennt, líffræði eða bókmenntir. Á miðnætti á áramótum kemur fyrir að menn og jafnvel unglingar séu ekki allsgáðir.

Enginn hugsandi trúleysingi færi að leggja þau spil upp í hendurnar á vælukjóum ríkiskirkjunnar að gera þá að einhverjum fórnarlömbum, því fátt er leiðinlegra en útburðarvæl þeirra við slíkar aðstæður, eins og sjá má í bloggfærslum við þessa frétt.

Biskupinn hefur líka bæst í grátkórinn og segir þetta rúðubrot "vega að grunnstoðum siðaðs samfélags". En rúða er bara rúða og ætli kirkjan sé ekki tryggð svo hún þurfi ekki að ganga á þessar fimm þúsund milljónir sem hún fær árlega frá ríkinu, eða aukasporslur.

Ekki er hægt að kommenta á moggabloggi Vantrúar en ef þið viljið gera athugasemd bendum við á spjallborðið okkar.   Svo er alltaf hægt að lesa eitthvað áhugavert á vefsíðu Vantrúar.


mbl.is 24 rúður brotnar í Grensáskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundasta trúfélagsleiðréttingin

Vésteinn Valgarðsson fyrir framan Þjóðskrá

Á föstudaginn fór ég með umslag á Þjóðskrá, það innihélt bunka af útfylltum trúfélagsskráningareyðublöðum, afraksturinn af haustátaki í trúfélagsleiðréttingarherferð Vantrúar. Því geri ég þetta að umtalsefni, að með þessum eyðublöðum náði herferðin því markmiði að leiðrétta skráningu eittþúsund einstaklinga. Af þessu tilefni langar mig að skrifa smávegis um þessa herferð, tildrög hennar, hugmyndir, markmið og áhrif.

Það var félagi Hjalti Rúnar Ómarsson sem átti upphaflegu hugmyndina á einhverjum Vantrúarhittingi. „Hei,“ sagði hann, „hvað með að halda „skráðu-þig-úr-Þjóðkirkjunni-daginn“ einhvern tímann?“ Augu okkar mættust og við áttuðum okkur báðir á því að hann hafði hitt gersamlega í mark. Við biðum því ekki boðanna.

 

Lestu um Þúsundustu trúfélagsleiðréttinguna á Vantrú.is


Sérréttindi ríkiskirkjunnar óverjanleg

Þegar stjórnarskrá og lög voru samin um sérréttindi ríkiskirkjunnar var það gert á þeirri forsendu að innan hennar væru nær allir landsmenn. Þessu hefur öllu verið snúið við. Nú er innan við 80% þjóðarinnar í ríkiskirkjunni, flestir væntanlega af gömlum vana enda vitum við að þessar tölur eru ekki í samræmi við trúarviðhorf þjóðarinnar, a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar aðhyllist ekki trú.  Þó eru sérréttindi ríkiskirkjunnar óbreytt og hún sogar til sín milljarða úr ríkissjóði á hverju ári. Fækkun í kirkjunni kallar á breytingu á stöðu hennar. Aðskilja þarf ríki og kirkju núna.

Á sama tíma eru ríflega 10% þjóðarinnar sem falla utan þeirra trúfélaga sem ríkið viðurkennir. Þarna er pottur brotinn. Þetta fólk getur hvergi sótt þá þjónustu sem trúfélög veita með styrk úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessi ríflega 10% borga sína skatta en geta ekki sótt þjónustu á við þau sem trúfélögin bjóða varðandi jarðarfarir, hjóna- og manndómsvígslur. Þetta er í raun aðalhlutverk trúfélaga og það er með öllu ólíðandi að stór hluti landsmanna séu talin þriðja flokks borgarar með þessum hætti.

Vantrú fagnar þessari þróun og hvetur alla til að huga að trúfélagsskráningu.

Vantrú.is


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband