Leita í fréttum mbl.is

Bizzaróveröld sköpunarsinnans

Á bloggi sínu birtir sköpunarsinninn Mofi myndbrot úr Dilbert teiknimyndaþáttunum þar sem gert er grín að umræðunni um þróunarkenninguna og sér í þessu stuðning við sinn málstað. Við sjáum okkur tilneydd að verja Scott Adams, höfund Dilberts, sem er á margan hátt skoðanabróðir okkar í Vantrú.

Á sinn týpíska öfugsnúna hátt nær Mofi að túlka brandarann þannig að það sé verið að gera grín að þróunarkenningunni. Þetta er reyndar ekkert skrýtið því hann sér heiminn með sínum sköpunarsinna gleraugum. Sem betur fer er mjög auðvelt að vita hver meiningin á bak við brandarann er þar sem Scott Adams hefur ítrekað bloggað um sköpunarsinna og þróunarkenninguna á þann hátt að augljóst er hvorum megin borðsins hann er.

Evolution is a scientific fact. Science sets the standard for what qualifies as a fact, and the theory of evolution satisfies that standard with plenty of room to spare.*
Þetta er afgreitt. Heimsmynd sköpunarsinnans er nógu öfugsnúinn til að hann sjái stuðning við ranghumyndum sínum í hverju horni.
 
Við mælum síðan með bloggi Scott Adams sem er að finna hér.

mbl.is Dilbert kveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband