Leita í fréttum mbl.is

Darwin um trú

Merkasti líffræðingur sögunnar væri tvöhundruð ára í dag ef hann hefði lifað fáránlega lengi. Charles Darwin skrifaði á sínum tíma sjálfsævisögu sem var fyrst og fremst ætluð fjölskyldu hans. Hún var gefin út að honum látnum en því miður voru ákveðnir kaflar klipptir út. Hér á eftir er þýðing á þeim kafla sem varð fyrir mestri ritskoðun en hann fjallar um trúarviðhorf Darwins. Kaflinn er vissulega langur en er fyrirhafnarinnar virði. Fyrstu fjórar málsgreinarnar mynda líka ágæta heild ef lesendur vilja stytta útgáfu. Í kaflanum sjáum við vel að Darwin var ekki trúaður. Hann taldi sjálfan sig agnostískan að því leyti að hann gat ekki útilokað mögulegan frumhreyfil, fyrstu orsök, sem hefði skapað heiminn og lögmál hans en síðan ekki haft nein afskipti af honum. Ef hann hefði lifað til að sjá vísindin afhjúpa fleiri leyndardóma alheimsins hefði hann væntanlega verið nokkrum skrefum nær að kalla sig einfaldlega guðleysingja. Við sjáum líka hvernig kenningar Darwins höfðu áhrif á siðferðisvitund hans sjálfs.
 

mbl.is Vísindi sem hafa staðist tímans tönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband