Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Íslendingar eru vantrúaðri á tilvist himnaríkis en Svisslendingar

Mogginn slær upp þessari frétt undir þeirri fyrirsögn að Svisslendingar trúi ekki lengur á tilvist himnaríkis. Sama hlýtur að eiga við um Íslendinga þar sem einungis 8.1% þeirra segjast trúa því að maðurinn rísi upp til samfélags við guð. Þetta kom fram m.a. í frétt hér á mbl.is og var fjallað um þetta fyrr á þessu ári á Vantrú.is.

Það er ánægjuleg þróun sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir og vonandi heldur hún áfram á þessari braut.


mbl.is Svisslendingar trúa ekki lengur á tilvist himnaríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt heimsmynd kaþólskra

Nú hafa "sérfræðingar" Páfagarðs komist að þeirri djúpvitru niðurstöðu að líklega er Limbó ekki til. Hlýtur að vera undarlegt að lifa í þessum ævintýraheimi kaþólskunnar þar sem menn skálda upp veruleikann eftir hentisemi. Hvernig ætli "sérfræðingarnir" hafi komist að þessari niðurstöðu? Líklega hafa þeir lesið í gömlum skruddum eftir aðra "sérfræðinga" og túlkað þær upp á nýtt, ef ég þekki þessa mennsku steingervinga rétt. 


mbl.is Páfagarður íhugar að leggja niður ,,limbó"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnað á altari trúarinnar

Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hvað fær fullorðna menn til að höggva niður fíkjutré vegna orðróms um að það hafi haft yfirnáttúrulega krafta. Svona menn hafa stundum verið kallaðir ömmumúslimar, vegna þess hversu nærri sér þeir taka allt sem gæti móðgað trú þeirra.


mbl.is Hjuggu niður 100 ára gamalt tré vegna meintra ofurkrafta þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krosslausi fáninn

En allavega höfðu Grænlendingar vit á að sleppa krossinum úr fána sínum.  Það er aðdáunarvert.

Minnir á ljóð sem Helgi Hóseasson skrifaði um málið: Já, - sko þá! 


mbl.is Segir grænlenska fánann virðast ættaðan frá dönskum siglingaklúbbi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til alþingismanna

Í tilefni af setningu Alþingis hefur Vantrú sent þingmönnum áskorun þess efnis að þeir sniðgangi hina hefðbundnu guðsþjónustu við upphaf þingsetningar.


mbl.is Alþingi sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpaði páfinn við að hylma yfir með barnaníðingum?

Breska ríkissjónvarpið BBC er þekkt af góðu einu fyrir vandaðar heimildamyndir sínar. Nú hafa þeir upplýst um hlut Benedikts páfa í því að hylma yfir kynferðisbrot kaþólskra presta gegn börnum. Barnaníð er einhver sá viðbjóðslegasti glæpur sem hægt er að fremja og hefur lagt líf fjölmargra í rúst. Að æðstu menn innan kaþólsku kirkjunnar séu í samkrulli við að fela glæpi hjá barnaníðingum innan kirkjunnar er grafalvarlegt.

Það var kannski ástæða fyrir því að hann bað til guðs um að vera ekki kjörinn páfi, með þessa fortíð á bakinu.


mbl.is Saka BBC um „fordómafulla atlögu“ að Benedikt páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband