Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Rangfærslur ráðherra

Ætla menn að banna litlu jólin og afnema jólafrí og páskafrí?

Siðmennt hefur ekki farið fram á að hætt verði að halda litlu jólin.  Enginn hefur krafist þess að jóla- og páskafrí verði afnumin.

En það er sjálfsagt að auka réttindi og trúfrelsi landsmanna og leyfa þeim sjálfum að ákveða hvað þeir gera á þessum hátíðum.  Það er einnig sjálfsögð krafa að trúboð sé ekki stundað í leikskólum og grunnskólum landsins.

Vantrú talar ekki fyrir hönd Siðmenntar en það gengur ekki að umræðan um þessi mál einkennist af rangfærslum eða lygum.  Reynum að ræða þetta málefnalega og hættum að gera fólki upp skoðanir.

Vantrúargrein dagsins fjallar um þennan minnihlutahóp trúleysingja sem kúgar trúfólkið svona ofsalega.

Vantrú.is 


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið að leiðrétta trúfélagaskráningu fyrir mánaðarmót

Þann 1. des næstkomandi verður ákveðið hvernig sóknargjöldum er úthlutað næsta árið. Þín skráning skiptir máli því með skráningu þinni ertu að styrkja ákveðið félag fjárhagslega.

Sóknargjöld þeirra sem ekki eru skráðir í trúfélag rennur í Háskólasjóð.

Eyðublað til að breyta trúfélagsskráningu má nálgast á heimasíðu Þjóðskrár [pdf skjal] og hægt er að senda það sem símbréf (s. 569 2949) eða skila á skrifstofu Þjóðskrár Borgartúni 24.

Nánar á Vantrú.is 


Hefur ekki áhrif á trúfélagsskráningu barnsins

Fólk sem ákveður að skíra ekki barnið sitt verður að muna það að skírn hefur ekkert með trúfélagsskráningu barnsins að gera. Við fæðingu er barnið sjálfkrafa skráð í trúfélag móður.

Til þess að skrá barnið utan trúfélaga er nauðsynlegt að skila inn eyðublaði til Þjóðskrár um skráningu barns utan trúfélags. Hérna (*.pdf) er eyðublaðið.

Trúfélagsskráning ákveður hvert sóknargjöld viðkomandi aðila enda.  


mbl.is Börnum sem fá nafn við skírn í þjóðkirkju fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og? Ætlarðu að grenja yfir því?

Trúmaður: Trúir þú því ekki að það sé til Guð?

Ég: Nei

Trúmaður: En ef Guð er ekki til þá er enginn endanlegur tilgangur með lífinu.

Ég: Og? Ætlarðu að grenja yfir því?

Lesa Og? Ætlarðu að grenja yfir því? á Vantrú.is


Vísindi og nýöld - bólusetningar eða blómadropar

Við vekjum athygli á fyrirlestri sem félagið Res Extensa stendur fyrir í kvöld.

Vísindi og nýöld - bólusetningar eða blómadropar

 Miðvikudagskvöldið 21. nóvember klukkan 20:00 mun Svanur Sigurbjörnsson læknir halda fyrirlesturinn Vísindi og nýöld –bólusetningar eða blómadropa í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.
Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um um bólusetningar og áhrif þeirra. Þá mun hann sérstaklega taka fyrir þá gagnrýni sem fram hefur komið á  bólusetningar og tengsl þeirra við alvarlega kvilla, svo sem einhverfu. Áætlaður tími eru 25-30 mín en að honum loknum verður fyrirspurnatími.
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Res Extensa, félags um hug, heila og hátterni (www.resextensa.org).
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsalnum (stofu 132) í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, og hefst kl. 20:00, miðvikudaginn 21. nóvember. Allir velkomnir.


Stefán Einar mistúlkar skrif ákveðins hóps manna hérlendis

Um daginn birti guðfræðineminn Stefán Einar Stefánsson grein þar sem hann talar um meinta hræðilega orðræðu „ákveðins hóps manna hérlendis“ og segir að þessi hópur mistúlki orð Páls Skúlasonar um að ekki beri að virða skoðanir annarra.

Lesa meira um það hvernig Stefán Einar mistúlkar skrif ákveðins hóps manna hérlendis


Skaðsemi trúarhugmynda

Þetta er enn eitt dæmið um skaðsemi trúarhugmynda.  Hér eru nokkur önnur dæmi.  Bann votta við að þiggja blóð er síðasta atriði listans.

Mælum einnig með greininni um bann votta við að þiggja blóðgjafir

Vantrú.is 


mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hveitigras og spekin við að borða ensím og blaðgrænu

Á mbl.is um daginn rak ég augun í stutta grein og myndskeið nefnt Grænn heilsubótardrykkur byggður upp eins og blóð.

hveitigras.jpg

Þetta vakti athygli mína.

Um er að ræða hveitigras sem gróðrarstöðin Lambhagi ræktar og pressar safa úr og selur sem heilsudrykk. Hægt er víst að kaupa hveitigrasskot í dag á stöðum eins og Manni Lifandi, Heilsuhúsinu og World Class. Þetta á skv. umfjölluninni að vera allra meina bót.

Því miður er það svo að þegar málið er skoðað að maður fari að efast um að hér sé raunverulega eitthvað merkilegt á ferðinni.

 

Lesa meira um Hveitigras og spekina við að borða ensím og blaðgrænu


mbl.is Grænn heilsubótardrykkur byggður upp eins og blóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband