Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Skuldum við kirkjunni pening?

benzgl.jpgFyrir stuttu varð ég fyrir þeirri reynslu að sjá þekktan Þjóðkirkjuprest mæta til embættisverka á allra flottustu útgáfu Benz-jeppa, splunkunýjum upp úr kassanum. Ekki er þessi prestur af ríkum ættum, maki hans starfar sem kennari. Eflaust þakkar presturinn guði fyrir bílinn – eða skyldi hann þakka íslensku þjóðinni sem borgar launin hans?

Það er nefnilega svo merkilegt að allir landsmenn, kaþólskir jafnt sem búddistar, trúaðir jafnt sem vantrúaðir – öll tökum við þátt í að greiða laun Benz-prestsins, þessi ofurlaun sem setur guðsorðasölumenn á stall með bankastjórum og verðbréfamiðlurum. En hvernig stendur á því að við almenningur skuli halda Benz-prestum þessa lands uppi?

Lesið greinina Skuldum við kirkjunni pening?  á Vantrú.is


Alkasamfélagið

Þegar ég frétti að bókin Alkasamfélagið, eftir Orra Harðarson, væri á leiðinni varð ég óður og uppvægur að fá að ritdæma hana fyrir Vantrú. Ég sjálfur hef nefnilega gengið í gegnum það sama og Orri. Dómur minn um Alkasamfélagið er því óhjákvæmilega litaður af því. Til að vera alveg hreinskilinn þá er ég búinn að vera að bíða eftir svona bók frá árinu 2003.
Lesið umsögn um bókina Alkasamfélagið á Vantrú.is

Tækifærin í kreppunni

Í leit okkar að sökudólgi fyrir því ástandi sem hefur verið að afhjúpast síðustu viku hafa margir verið tilnefndir og því erfitt að vita hverjum er treystandi til þess að koma okkur á réttan kjöl á ný. En mér verður hugsað til ákveðinnar stofnunar í þessu ástandi, ekki til að tilnefna sem sökudólg, heldur þvert á móti vegna þeirrar staðreyndar að hún er blásaklaus af því að eiga aðild að þessum hörmungum. Ríkiskirkjan er tengd hinni mjög svo ádeildu ríkisstjórn, t.d. í gegnum stjórnskipulag og þar sem bæði biskup og prestar eru ríkisstarfsmenn á ofurlaunum ákvörðuðum af kjararáði (líkt og t.d. laun forseta Íslands, alþingismanna, dómara og ráðherra). Þó ég hafi oft horn í síðu ríkiskirkjunnar þá er það ljóst að þeir eru líklega alsaklausir af núverandi ástandi. En hvað er ég þá nú að fara að hnýta í þá enn og aftur úr því að svo er?

 

Lesið greinina Tækifærin í kreppunni á Vantrú.is


Ranghugmyndir Alisters McGraths

Nýlega kom breski trúvarnarmaðurinn Alister McGrath til landsins. Í lok fyrirlesturs hans í hátíðarsal Háskóla Íslands flykktust guðfræðinemar, prestar og annað kirkjunnar fólk í kringum hann til þess að fá hann til að árita bók eftir hann sem er nýkomin út á íslensku, Ranghugmynd Richards Dawkins. Enn hefur enginn úr þessum hópi sagt frá áliti sínu á þessari bók, þrátt fyrir að það taki ekki langan tíma að lesa allar litlu hundraðogníu blaðsíðurnar. Ástæðan er ef til vill sú að þau hafa lítið gott að segja um bókina, enda inniheldur hún aðallega skrumskælingar, misskilninga og rangfærslur, fyrir utan afskaplega hrokafullan tón.
Lesið greinina Ranghugmyndir Alisters McGraths á Vantrú.is

Himininn er að hrynja!

En undanfarið höfum við fengið að sjá að trúaðir ganga vígdjarfir í smiðju Görings og mála skrattann á vegginn til að þjappa fólki saman um launaseðilinn þeirra. Þeir segja að ef trúleysi nái fótfestu hér blasi við upplausn og hörmungar. Já, gott siðgæði hefur orðið fyrir árás og þeir sem spyrna ekki við fótum skortir ættjarðarást og vilja stofna landinu í hættu!

Fer ég með fleipur?

Lesið greinina Himininn er að hrynja! á Vantrú.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband