Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
28.11.2008 | 09:08
Trúarbrögðin "okkar"
Nýverið gaf Námsgagnastofnun út bókina Trúarbrögðin okkar eftir Hrund Hlöðversdóttur. Ég las bókina sem ætluð er yngstu bekkjum grunnskóla og var ekki hrifinn.
24.11.2008 | 09:27
Að herja á lítil leikskólabörn
Það eru ekki bara skæðar pestir sem herja á lítil leikskólabörn, skæðir prestar gera það líka.
Margir gera sér ekki grein fyrir því að sókn presta í leikskóla hefur aukist gríðarlega mikið undanfarin ár. Nú er svo komið að prestar mæta reglulega í leikskóla og boða kristna trú, kenna börnum að tala við Gvuð og fullyrða að hindurvitni kristindóms séu forsenda góðra verka.
Skæðar pestir herja á lítil leikskólabörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 21:57
Aftarlega á merinni hér
Þetta þjóðfélag okkar er aftarlega á merinni í mörgu tilliti.
Burt með krossana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook
23.11.2008 | 21:35
Skráðu þig úr ríkiskirkjunni fyrir mánaðarmót
Vantrú hefur undanfarin ár aðstoðað rúmlega sjöhundruð íslendinga við að leiðrétta trúfélagaskráningu.
Munið að leiðrétta skráningu fyrir mánaðarmót því sóknargjöldum er úthlutað miðað við skráningu í trúfélög 1. des.
Vantrú: Skráðu þig úr ríkiskirkjunni
Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 10:35
Ítarleg umfjöllun um málið
Það er ítarleg umfjöllun um þetta mál á Vantrú.is í dag. Þar kemur fram að nefndin vísar málinu frá en hafnar ekki kröfum föðurs eins og segir í frétt mbl. Einnig er ekki rétt að nefndin sjái ekki ástæðu til að grípa til aðgerða, hið rétta er að nefndin getur ekki gripið til aðgerða.
Presturinn breytti ekki siðferðilega rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook
18.11.2008 | 09:59
Moggabloggsprestur sekur um siðferðisbrot
Presturinn vissi að móðir og barn voru skráð í kaþólska söfnuðinn og mæltist til að móðirin skipti um trúfélag. Hann hélt að breytti móðirin trúfélagaskráningu sinni fylgdi barnið sjálfkrafa með og yrði því aðili að þjóðkirkjunni við skírnina. Hann spurði móðurina um afstöðu föðurins til skírnar og var tjáð að honum væri mjög í nöp við Þjóðkirkjuna en finndist að barnið ætti að ráða þessu, sjö ára gamalt! Prestinum var barátta föðursins við kirkjuna vel kunn en þó gerði hann enga tilraun til að staðfesta þessa undarlegu og meintu afstöðu hans til skírnarinnar.
17.11.2008 | 14:16
Áfram Jesús
Ég dáist mjög að Jesú og mörgu sem haft er eftir honum. Helvíti hefur hann verið kaldur og mikið óskaplega bætti hann geldar hugmyndir samtímamanna sinna. Að vísu flaskaði hann á guðshugmyndinni en hann átti fína spretti, sér í lagi þegar aðstæður hans og bakgrunnur er hafður í huga.
14.11.2008 | 11:27
Kristnir eru í minnihluta
Það er ansi merkilegt að þegar við notum skilgreiningar sem gera trúleysingja og múhameðstrúarmenn ekki að kristnum, þá virðist hlutfall kristinna á Íslandi aldrei ná þeim háu tölum sem kirkjunnar menn koma endalaust með. En þegar við notum skilgreiningar sem greina á milli þessara hópa, þá virðist talan vera einhvers staðar undir helmingi þjóðarinnar. Kristnir virðast raunverulega vera í minnihluta á Íslandi.
12.11.2008 | 12:02
Munur á réttu og röngu
Því er haldið fram af trúuðum að siðgæði geti ekki staðist nema fyrir tilstilli guðs. Án hans verður siðferðiskennd í besta falli afstæð, guð einn geti gefið algilda mælikvarða. Þessi röksemdafærsla er reyndar til í fleiri útgáfum en við látum nægja að fjalla um þessa, enda hún vinsælust meðal t.d. presta ríkiskirkjunnar og annarra talsmanna trúarbragða.
Það er ekki alveg skýrt hvernig siðferðiskennd kemur frá guði. Annað hvort hefur hann mælt svo fyrir að það skuli vera munur á réttu og röngu eða þessi skilningur streymir einhvern veginn ósjálfrátt frá honum. Það skiptir þó ekki máli hvernig hann opinberast eða hvernig gott og illt varð til fyrir tilstilli guðs.
Lesið greinina Munur á réttu og röngu á Vantrú.is
11.11.2008 | 11:25
Andlegt sjálfstæði til sölu
Vantrú býður lesendum sínum að kaupa bókina Andlegt sjálfstæði sem kom út núna fyrir skemmstu. Bókin kostar einungis 2400 með sendingarkostnaði innanlands. Tekið er við pöntunum hjá rbv@raunbervitni.net. Við bendum á að bókina má einnig nálgast í [Bóksölu stúdenta](http://www.boksala.is/EN/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-48244/), Pennanum Austurstræti, Eymundsson Kringlunni, Eymundsson Smáralind, Mál og menningu Laugarvegi og Pennanum Hafnarstræti á Akureyri.
Robert G. Ingersoll (1833-1899) var á sínum tíma einhver þekktasti mælskumaður Bandaríkjanna. Það hefði án efa getað fleygt honum langt í stjórnmálum ef hann hefði ekki notað hæfileika sína til að fjalla um viðhorf sitt til trúarbragða og þá sérstaklega kristni eins og hún birtist í samtíma hans. Orðspor Ingersoll náði fljótt til Íslands og þegar hann lést var hann titlaður vantrúarpostuli á forsíðu tímaritsins Þjóðólfs.
Pjetur G. Guðmundsson (1879-1947) er kunnur fyrir að hafa markað djúp spor í íslenska verkalýðsbaráttu. Því miður hefur framlag hans til trúargagnrýni á íslenskri tungu verið minna þekkt. Árin 1927 og 1931 gaf hann út þýðingar sínar á fjórum erindum Ingersoll undir titlinum Andlegt sjálfstæði. Þær þýðingar hafa, eins og gefur að skilja, verið illfáanlegar í langan tíma. Nokkru seinna, árið 1936, flutti hann síðan útvarpserindið Trú og trúleysi sem síðar var gefið út. Þessum útgáfum Pjeturs hefur nú verið safnað saman í þessa bók ásamt tveimur styttri þýðingum af skrifum Ingersoll.
Það gefur að skilja, að sumt í þessum ritum sé orðið úrelt. Skoðanir manna á þeim efnum hafa mikið breyst á þessum tíma. Margt af því, sem áður var tekið sem gildur og góður sannleikur almennt, og Ingersoll og Pjetur ráðast harðast á, er nú skoðað í öðru ljósi, bæði af almenningi og kennimönnum kirkjunnar mörgum. Ei að síður er margt í ritunum, sem enn á erindi til almennings og er sígildur sannleikur. Siðbótarstarfi kirkjunnar miðar hægt áfram. Og það er ástæða til að ætla, að því miðaði ekkert, ef ekki væru þar að verki siðbótarmenn, sem standa fyrir utan og ofan kirkjuna, eins og Pjetur G. Guðmundsson og Robert G. Ingersoll.
Ritstjóri bókarinnar er Óli Gneisti Sóleyjarson, þjóðfræðingur, sem einnig ritar inngang.
Andlegt sjálfstæði er fyrsta bókin í ritröðinni Sígild trúargagnrýni frá Raun ber vitni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr