Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vantrúarbingó á Austurvelli

Á morgun, föstudaginn langa, klukkan 1300, verður haldið við unga hefð með hinu árlega Vantrúarbingó á Austurvelli.   Brakandi bingóspjöld, rjúkandi heitt kakó og forboðnar, heimabakaðar kleinur. Aðgangur að herlegheitunum er ókeypis og vitaskuld má ekki gleyma að veglegir vinningar verða í boði.

Lesa um Vantrúarbingó á Austurvelli á heimasíðu Vantrúar.


Kaþólsk vika: Af perrum og páfum

Þessa vikuna beinir Vantrú gagnrýni sinni að hinni klikkuðu kaþólsku kirkju.  Moggabloggarar þekkja þá bilun vel enda er einn ötulasti talsmaður þeirrar kirkju hér á landi hinn snarruglaði moggabloggari Jón Valur Jensson.

Í grein dagsins skoðum við perraskap kaþólsku kirkjunnar í gegnum tíðina. 

Græðgi og grimmd var einkenni kaþólsku kirkjunnar á síðmiðöldum. Siðspilling hreiðraði um sig, prestar jafnt sem prelátar tóku það sem þeim sýndist og voru ekkert að fela það. Skipti þá engu hvort það voru jarðneskar eigur fólksins eða líkamar barna þeirra til óeðlilegra afnota.

Lesa greinina Af perrum og páfum á Vantrú. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband