Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Frelsið og jafnréttið gleymt?

Á Alþingi gleymir félagshyggjufólk jafnréttishugsjóninni og frjálshyggjumenn frelsishugsjóninni þegar kemur að kristni. Ungliðar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og VG sjá hins vegar óréttlætið og eru þingmönnum sínum til fyrirmyndar.

Það er rétt að ítreka að þetta mál kemur kristinfræðikennslu ekki við eins og reynt hefur verið að ljúga að fólki. Enginn er að berjast gegn slíkri kennslu. Þetta mál snýst fyrst og fremst um að þessi illa orðaða klausa verður án efa notuð til að réttlæta trúboð í skólum um ókomna tíð. Slíkt mun kosta ófrið um starf skóla og enda með málsóknum sem munu staðfesta að þetta stenst ekki mannréttindasáttmála.

Ítarefni á Vantrú.is:

 



mbl.is Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Sigurðar Kára

Kæri Sigurður Kári Kristjánsson
alþingismaður og flokksbróðir

Ég get ekki orða bundist yfir þeirri vinnu sem unnin hefur verið í menntamálanefnd. Vegna síðustu atburða langar mig að renna aðeins yfir okkar kristilegu arfleið með frelsið í huga. Kenningar John Stuart Mill um frelsið, mannréttindi og eignaréttinn höfðu mikil áhrif á líf vesturlandabúa á 19. öld. Það skal engan undra en John Stuart Mill var fljótur að sjá mein kristinnar trúar og harðstjórnarinnar sem henni fylgdi. Það var líka ástæðan fyrir því að Mill var ekki kristinn. Þegar Bandaríki Norður Ameríku voru stofnuð undir áhrifum einstaklingsfrelsis og eignaréttar sá Thomas Jefferson nauðsyn þess aðskilja ríki og kirkju. Sá skýri aðskilnaður ríkis og trúar varð svo hluti af stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fyrir vikið var hann ofsóttur af kaþólsku kirkjunni, það skal því engan undra að frelsishetjan Thomas Jefferson var ekki kristinn.

Lesa Opið bréf til Sigurðar Kára á Vantrú.is 


Bréf til alþingismanna vegna grunnskólalaga

Síðasta laugardag sendi Vantrú þingmönnum tölvupóst sem hófst svona:

Í breytingatillögu menntamálanefndar við frumvarp Menntamálaráðherra til leik- og grunnskólalaga er talað um að starfshættir skóla skuli meðal annars mótast af "kristinni arfleifð íslenskrar menningar". Tilgangur breytingatillögunnar er vafalaust sá að koma til móts við þá sem óttuðust um afdrif kristinfræðikennslu þegar felld var út klausa um "kristilegt siðgæði".

Lesa tölvupóst vantrúar til alþingismanna á Vantrú.is 

 


Vantrú í bítið

Matthías Ásgeirsson formaður Vantrúar ræddi við Heimi, Kollu og Þráinn um trúarbrögð í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

Upptaka af samtali þeirra og ítarefni er á vefsíðu Vantrúar


Bull í bítið

Á Hvítasunnudag sýndi Ríkissjónvarpið frá tónleikum Hvítasunnusafnaðirns Fíladelfíu á besta tíma eins og undanfarin ár. Ég var staddur í bústað og horfði á útsendinguna með öðru auga. Ekki get ég sagt að þessi tegund tónlistar veki áhuga minn og hann eykst ekki þegar hlustað er á textana. Ég mæli með því að gospelfólkið prófi að semja örlítið fjölbreyttari texta. Já, við vitum að Jesús er frelsarinn og ykkur finnst máttur hans mikill, við náðum því. Það komst til skila í fyrstu fjóru lögunum.

Ég tuðaði dálítið við konuna útaf þessari trúardagskrá í Ríkissjónvarpinu en verð að játa með dálítilli skömm að ég nennti ekki að gera veður útaf þessu.

Lesa pistilinn Bull í bítið á Vantrú.is


Fagmennska Þjóðkirkjunnar

Á Íslandi teljast menn saklausir uns sekt er sönnuð og það á líka við í þessu máli. Skyldi það ekki vera tilhneiging hjá Þjóðkirkjunni að vilja sneiða hjá neikvæðri umfjöllun og hneykslismálum, líkt og hjá systurkirkjum hennar erlendis? Getum við treyst því að hagsmunir fórnarlambsins ráði einir för hjá djáknanum eða guðfræðingnum sem gegnir hlutverki „talsmanns“ þess fyrir hönd kirkjunnar? Auðvitað ekki.

Ef eitthvað af þeim málum sem hafa borist á borð „Fagráðsins“ snerta börn án þess að slíkt hafi verið tilkynnt barnaverndaryfirvöldum er það hneyksli og lögbrot. Ef presturinn er sekur um kynferðislega áreitni, misnotkun eða ofbeldi er það auðvitað hneyksli og lögbrot. Heggur þá sá er hlífa skyldi. En sé hann sekur hefur hann nú aukið enn á sekt sína með því að neita að horfast í augu við gjörðir sínar og viðurkenna þær. Sé hann sekur er það frámunalegur hroki að saka fórnarlömb sín um misskilning og skáka í skjóli þess hvað hann sé hlýr maður.

Lesa greinina Fagmennska Þjóðkirkjunnar á Vantrú.is

 


mbl.is Þriðja stúlkan kærir sóknarprestinn á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband