Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
27.8.2008 | 13:54
Fölsun Guðna og Alþingis
Einhvern tímann hefur verið sagt að orð skuli standa. Í tilfelli formanns Framsóknarflokksins þá á þetta greinilega ekki við. Í umræðunum á Alþingi í vetur lét Guðni Ágústsson ærumeiðandi ummæli falla um þá sem aðhyllast aðrar trúarskoðanir en kristni en hefur nú látið þurrka þau út af vef Alþingis.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook
25.8.2008 | 14:21
„Hvers vegna er eitthvað til fremur en ekkert?“ Gunnar Jóhannesson og heimsfræðirökin
Í kjölfar prýðilegra pistla heimspekingsins Þórdísar Helgadóttur, sem hún las í Ríkisútvarpinu og birtust með góðfúslegu leyfi hennar hér á Vantrú (1,2,3), spannst mikil umræða og meðal þeirra sem tóku þátt í henni var Gunnar Jóhannesson. Hann flutti stuttan pistil í útvarpinu1 þar sem hann reifaði rök sín fyrir tilvist Guðs. Gunnar þessi, sem mér skilst reyndar að sé prestur, virðist vera dálítill áhugamaður um heimspeki enda voru rök hans af einhverju sem mætti kalla heimspekilegum toga. Nú er ég líka, eins og Gunnar, dálítill áhugamaður um heimspeki og vil þess vegna fá að að leggja nokkur orð í belg og segja mína skoðun á pistli Gunnars.
24.8.2008 | 18:00
Vantrúin fimm ára
Fyrir fimm árum voru nokkrir trúleysingjar búnir að vera að tjá sig hér og þar á netinu. Á spjallborðum og bloggum sérstaklega. Birgir Baldursson fékk þá stórgóðu hugmynd að stofna vefrit þar sem sjónarmið trúleysingja væru í fyrirrúmi.
15.8.2008 | 10:09
Boðun trúar í skólum
Undanfarin misseri hefur átt sér stað veruleg viðhorfsbreyting í garð samkrulls skóla og kirkju. Nú sjá flestir að trúboð á ekkert erindi inn í leik- og grunnskóla en menn greinir á um hvað er trúboð og hvað ekki.
12.8.2008 | 15:30
Laun innan hindurvitnageirans
Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um tekjur einstaklinga að undanförnu. Þeir hafa meira að segja tekið saman lista yfir laun bloggara til viðbótar við hefðbundnar stéttir. Einn hópur hefur samt gleymst: miðlar og aðrir hindurvitnaboðendur. Skattateymi Vantrúar fór að dæmi blaðanna í síðustu viku og skoðaði opinberar álögur nítján einstaklinga sem þekktir eru fyrir boðun hindurvitna. Einhverjir á listanum sinna annarri vinnu ásamt kuklinu. Tekjurnar eru reiknaðar út frá uppgefnum útsvarstölum í álagningarskrám í ágústbyrjun 2008. Kærufrestur stendur enn yfir og því gætu tölurnar átt eftir að breytast.
12.8.2008 | 13:24
Geir Jón undir fullu tungli
Yfirlögregluþjónninn á Höfuðborgarsvæðinu segir frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan spari stórfé á því að Menningarnótt sé ekki haldin undir fullu tungli.
11.8.2008 | 10:09
Gröðrúrbat
Gröðrúrbat (enskt heiti Geriniol eða Gerin Oil) er áhrifaríkt og kröftugt lyf sem virkar beint á miðtaugakerfið og framkallar mörg og ólík viðbrögð. Oft tengjast þessi viðbrögð andfélagslegri hegðun og hafa oft og tíðum sjálfseyðandi áhrif. Sé Gröðrúrbat gefið börnum hefur það langavarandi áhrif á heilastarfsemina þegar kemur á fullorðinsár t.d ranghugmyndir sem erfitt getur verið að lækna. Allir flugræningjarnir 19 í hinum dauðadæmdu flugvélum þann 11. September árið 2001 voru undir verulegum áhrifum Gröðrúrbats.
1.8.2008 | 18:32
Ættbálkinum til verndar
Karl messar og blessar þegar höfðinginn hefur nýtt valdatímabil. Ef menn bara væru til í að leggja hefðirnar og vanahugsunina aðeins til hliðar og reyna að sjá hlutina í sínu rétta samhengi yrði þeim ljóst hvílík forneskja þarna er í gangi. Og þá erum við ekki bara að tala um miðaldirnar með öllum sínum geðbiluðu ranghugmyndum og mannfjandsamlegri forheimskun, heldur er þetta fullkomin samsvörun við töfralækninn sem hristir maracas yfir hausamótunum á veiðimönnunum áður en þeir halda út á gresjuna að færa björg í bú.
Reynið að sjá fyrir ykkur Karl Sigurbjörnsson í strápilsi með andlitsmálningu og kókóshnetur á skafti fylltar hrísgrjónum, dansandi í djöfulmóð fram og aftur um altarið, þá vitið þið hvað átt er við.
Reynið að sjá fyrir ykkur Karl Sigurbjörnsson í strápilsi með andlitsmálningu og kókóshnetur á skafti fylltar hrísgrjónum, dansandi í djöfulmóð fram og aftur um altarið, þá vitið þið hvað átt er við.
![]() |
Forsetinn settur í embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr