Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
25.2.2009 | 14:40
Afhverju gefið þið Guði ekki séns?
Þegar sköpunarsinnar “rökræða” um uppruna heimsins og lífs þá vilja þeir oft meina að það sé argasta þröngsýni af hendi andstæðinga þeirra að útiloka fyrirfram allt sem kallast gæti yfirnáttúra. Þeim þykir það flestum vera stór galli nútíma vísinda að þau séu aldrei tilbúin til að taka yfirnáttúrulegri ívilnun sem gildri tilgátu.Við fyrstu sýn kann þetta að hljóma voðalega skynsamlegt, því ekki viljum við vera þröngsýn og útiloka fyrirfram einhverja möguleika.
En af hverju höldum við þá til streitu þessu prinsipi okkar um að útiloka ávallt yfirnáttúru fyrirfram? Afhverju gefum við “Guði” ekki séns?
Lesið framhald pistilsins á Vantrú.is
23.2.2009 | 12:12
Séra Baldur Kristjánsson og fordómarnir
Fyrir nokkru skrifaði Baldur Kristjánsson prestur eftirfarandi klausu á bloggið sitt:
Það er í tísku að tala niður til starfa presta í bloggheimum. Það gera iðulega ungir kálfar með mikið fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu.
Hér sjáum við ágætlega leið sem hentar þeim sem ekki vilja stunda heiðarlegar rökræður. Andstæðingurinn er tekinn fyrir og búinn til skrípamynd af honum. Augljóslega veit séra Baldur ákaflega lítið um gagnrýnendur sína. Trúleysinginn sem gagnrýnir prestinn er ungur og reynslulaus. Þetta heita fordómar.
Lesið pistilinn um Séra Baldur Kristjánsson og fordómana á Vantrú.is
17.2.2009 | 09:37
Af hverju að takmarka sig við smáskammtalækningar?
En nú liggur beint við að spyrja hómópata: Hvers vegna að einskorða sig við læknisfræði 18. aldar? Af hverju ekki að taka líka upp mataræði 18. aldar (skyr, harðfisk og smjör)? Hvers vegna sér maður ekki fleiri hómópata á hestum? Nú eða í skóm úr steinbítsroði?
12.2.2009 | 16:34
Darwin um trú
Merkasti líffræðingur sögunnar væri tvöhundruð ára í dag ef hann hefði lifað fáránlega lengi. Charles Darwin skrifaði á sínum tíma sjálfsævisögu sem var fyrst og fremst ætluð fjölskyldu hans. Hún var gefin út að honum látnum en því miður voru ákveðnir kaflar klipptir út. Hér á eftir er þýðing á þeim kafla sem varð fyrir mestri ritskoðun en hann fjallar um trúarviðhorf Darwins. Kaflinn er vissulega langur en er fyrirhafnarinnar virði. Fyrstu fjórar málsgreinarnar mynda líka ágæta heild ef lesendur vilja stytta útgáfu. Í kaflanum sjáum við vel að Darwin var ekki trúaður. Hann taldi sjálfan sig agnostískan að því leyti að hann gat ekki útilokað mögulegan frumhreyfil, fyrstu orsök, sem hefði skapað heiminn og lögmál hans en síðan ekki haft nein afskipti af honum. Ef hann hefði lifað til að sjá vísindin afhjúpa fleiri leyndardóma alheimsins hefði hann væntanlega verið nokkrum skrefum nær að kalla sig einfaldlega guðleysingja. Við sjáum líka hvernig kenningar Darwins höfðu áhrif á siðferðisvitund hans sjálfs.
![]() |
Vísindi sem hafa staðist tímans tönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook
12.2.2009 | 15:03
[BREYTT] 10 milljónir gefins?
Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar eru fjórir gjaldflokkar gatnagerðargjalda fyrir mismunandi gerðir húsnæðis.
ALMENNT GATNAGERÐARGJALD
einbýlishús, með eða án tvíbýlisaðstöðu: 22.933kr./ferm.
raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús: 17.276kr./ferm.
fjölbýlishús: 8.256kr./ferm.
annað húsnæði: 14.371kr./ferm.
Búddahofið telst varla til íbúðarhúsnæðis svo eftir stendur sá fjórði. Þetta er frekar einfalt reikningsdæmi:
4.235 ferm. x 14.731 kr./ferm. = 60.861.185 kr.
BREYTING: Skv. frétt í Fréttablaðinu 13. febrúar verður heildarstærð bygginga ekki um 4.000 fm heldur um 600 fm. sem minnkar niðurgreiðsluna niður í tæpar 10 milljónir.
Dálagleg upphæð á samdráttartímum. Greinilegt að áfram verður mulið undir trúfélög þótt verið sé að skera niður í almannaþjónustu. Niðurfelling gatnagerðargjalda er einungis ein af ótal birtingarmyndum fjárhagsaðstoðar við trúfélög (og ekki hvað síst ríkiskirkjuna sem nýtur „sérstakrar“ verndar).
Fyrir skömmu birtist pistillinn Það eru erfiðir tímar á Vantrú með tillögum að breyttri forgangsröðun hjá hinu opinbera. Það er sanngjörn krafa að dregið verði úr niðurgreiðslum til starfsemi trúfélaga á sama hátt og á öðrum sviðum.
![]() |
Búddahof í Hádegismóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 13.2.2009 kl. 15:21 | Slóð | Facebook
3.2.2009 | 08:58
Kafað í barnalauginni: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson
Fyrir jól kom út bókin María Magdalena: Vegastjarna eða vændiskona eftir séra Þórhall Heimisson. Í kynningu á bókinni kemur fram að í henni sé "[...] kafað í forn handrit sem mörg hver hafa ekki komið út á íslensku eins og guðspjall Maríu, Filipusarguðsjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri." Ég ákvað að kynna mér bókina aðeins og sjá hve djúpa fræðimennsku Þórhallur hefði ástundað og tók þá Nornahamarinn sem dæmi.
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr