Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Efast á kránni í kvöld

Það er rík hefð fyrir því í útlöndum að trúleysingjar og efahyggjufólk hittist einu sinni í mánuði og spjalli saman. Þetta er kallað "Skeptics in the pub" þarna úti og hefur dreift sig frá Bretlandi til Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada.

Það er engin ástæða fyrir því að þetta gæti ekki virkað á Íslandi og verður fyrsta kvöldið á eftir, þriðjudaginn, 25. ágúst á efri hæð Highlander, Lækjargötu 10. Gamanið byrjar klukkan 20:00

Allt efahyggjufólk er velkomið.


Jesús og skoðanaleysið

Séra Þórhallur HeimissonÞað er ákaflega gömul hefð hjá prestum að reyna að finna út hvaða álit Jesús hafði á hinum ýmsustu málum. Yfirleitt eru rökin frekar langsótt en líklega hafa fáir náð sömu hæðum og Þórhallur Heimisson í nýlegum pistli um samkynhneigð.

Rök Þórhalls eru í stuttu máli þau að Jesús hafi án efa þekkt til samkynhneigðar en minnist þó ekki á hana í Nýja testamentinu. Ályktunin sem hann dregur er svona:

Þannig að það hvort menn væru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir hefur ekki legið þungt á honum. Honum var slétt sama.

 

 

Lestu greinina Jesús og skoðanaleysið á Vantrú.is


Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn

Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarið farið mikinn í umræðum á bloggsíðu sinni. Þar er ótalmargt sem vert er að benda á og við munum gera það á næstunni. Við ætlum hins vegar að byrja á ummælum hans í okkar garð.

Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.

Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.

Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.

Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.

Lestu greinina Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn á Vantrú.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband