Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
14.1.2010 | 11:09
Sanntrúaður maður
Óhætt er að segja að Pat Robertson er sanntrúaður maður, hann trúir því sem Biblían segir. Þess vegna er undarlegt að sjá "kristna" menn fordæma svona útlistingar.
Forsenda skírnar ungbarna skv. Þjóðkirkju er til dæmis þessi: "Öll börn fæðast með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda."
Er þetta ekki sami grautur í sömu skál?
Greinar sem nefna Robertson á Vantrú:
http://www.vantru.is/2005/05/14/14.33/
http://www.vantru.is/2005/08/24/03.40/
http://www.vantru.is/2007/04/02/08.00/
Haíti-búar sömdu við djöfulinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook
10.1.2010 | 23:54
Fróðlegt fréttamat Morgunblaðsins
Það er áhugavert að Morgunblaðið sjá tilefni til þess að flytja frétt af þessari prédikun og vísar um leið á vef ríkiskirkjunnar, trú.is. Var innihaldið virkilega svona fréttnæmt eða er þetta greiði við ríkiskirkjuna?
Má vænta þess að Morgunblaðið birti fréttir af greinarskrifum á Vantrú.is og vísi á pistla sem þar birtast?
Það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.
Við erum líka týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2010 | 13:55
Rúður og grunnstoðir samfélagsins
Rúða er rúða. Dapurlegra er að hugsa til þeirrar fjölskyldna sem þurfa að búa við heimilisofbeldi sem nefnt er eins og aukatriði í þessari frétt en af einhverjum ástæðum skrifar enginn blogg til að hneykslast á slíku. Það að brjóta rúðu í kirkju vekur athygli af því að það er óvenjulegt. Heimilisofbeldi er hins vegar hversdagslegt sem gerir það í raun enn sorglegra.
Oft og iðulega eru rúður brotnar í skólum án þess að nokkur líti á það sem árás á menntun eða lærdóm, hvað þá kennara eða handmennt, líffræði eða bókmenntir. Á miðnætti á áramótum kemur fyrir að menn og jafnvel unglingar séu ekki allsgáðir.
Enginn hugsandi trúleysingi færi að leggja þau spil upp í hendurnar á vælukjóum ríkiskirkjunnar að gera þá að einhverjum fórnarlömbum, því fátt er leiðinlegra en útburðarvæl þeirra við slíkar aðstæður, eins og sjá má í bloggfærslum við þessa frétt.
Biskupinn hefur líka bæst í grátkórinn og segir þetta rúðubrot "vega að grunnstoðum siðaðs samfélags". En rúða er bara rúða og ætli kirkjan sé ekki tryggð svo hún þurfi ekki að ganga á þessar fimm þúsund milljónir sem hún fær árlega frá ríkinu, eða aukasporslur.
Ekki er hægt að kommenta á moggabloggi Vantrúar en ef þið viljið gera athugasemd bendum við á spjallborðið okkar. Svo er alltaf hægt að lesa eitthvað áhugavert á vefsíðu Vantrúar.
24 rúður brotnar í Grensáskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr