Leita í fréttum mbl.is

Kristnir eru í minnihluta

Það er ansi merkilegt að þegar við notum skilgreiningar sem gera trúleysingja og múhameðstrúarmenn ekki að kristnum, þá virðist hlutfall kristinna á Íslandi aldrei ná þeim háu tölum sem kirkjunnar menn koma endalaust með. En þegar við notum skilgreiningar sem greina á milli þessara hópa, þá virðist talan vera einhvers staðar undir helmingi þjóðarinnar. Kristnir virðast raunverulega vera í minnihluta á Íslandi.
Lestu greinina Kristnir eru í minnihluta á Vantrú.is

Munur á réttu og röngu

Því er haldið fram af trúuðum að siðgæði geti ekki staðist nema fyrir tilstilli guðs. Án hans verður siðferðiskennd í besta falli afstæð, guð einn geti gefið algilda mælikvarða. Þessi röksemdafærsla er reyndar til í fleiri útgáfum en við látum nægja að fjalla um þessa, enda hún vinsælust meðal t.d. presta ríkiskirkjunnar og annarra talsmanna trúarbragða.

Það er ekki alveg skýrt hvernig siðferðiskennd kemur frá guði. Annað hvort hefur hann mælt svo fyrir að það skuli vera munur á réttu og röngu eða þessi skilningur streymir einhvern veginn ósjálfrátt frá honum. Það skiptir þó ekki máli hvernig hann opinberast eða hvernig gott og illt varð til fyrir tilstilli guðs.

Lesið greinina Munur á réttu og röngu á Vantrú.is


Andlegt sjálfstæði til sölu

Andlegt sjálfstæðiVantrú býður lesendum sínum að kaupa bókina Andlegt sjálfstæði sem kom út núna fyrir skemmstu. Bókin kostar einungis 2400 með sendingarkostnaði innanlands. Tekið er við pöntunum hjá rbv@raunbervitni.net. Við bendum á að bókina má einnig nálgast í [Bóksölu stúdenta](http://www.boksala.is/EN/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-48244/), Pennanum Austurstræti, Eymundsson Kringlunni, Eymundsson Smáralind, Mál og menningu Laugarvegi og Pennanum Hafnarstræti á Akureyri.

Robert G. Ingersoll (1833-1899) var á sínum tíma einhver þekktasti mælskumaður Bandaríkjanna. Það hefði án efa getað fleygt honum langt í stjórnmálum ef hann hefði ekki notað hæfileika sína til að fjalla um viðhorf sitt til trúarbragða og þá sérstaklega kristni eins og hún birtist í samtíma hans. Orðspor Ingersoll náði fljótt til Íslands og þegar hann lést var hann titlaður „vantrúarpostuli“ á forsíðu tímaritsins Þjóðólfs.

Pjetur G. Guðmundsson (1879-1947) er kunnur fyrir að hafa markað djúp spor í íslenska verkalýðsbaráttu. Því miður hefur framlag hans til trúargagnrýni á íslenskri tungu verið minna þekkt. Árin 1927 og 1931 gaf hann út þýðingar sínar á fjórum erindum Ingersoll undir titlinum Andlegt sjálfstæði. Þær þýðingar hafa, eins og gefur að skilja, verið illfáanlegar í langan tíma. Nokkru seinna, árið 1936, flutti hann síðan útvarpserindið Trú og trúleysi sem síðar var gefið út. Þessum útgáfum Pjeturs hefur nú verið safnað saman í þessa bók ásamt tveimur styttri þýðingum af skrifum Ingersoll.

„Það gefur að skilja, að sumt í þessum ritum sé orðið úrelt. Skoðanir manna á þeim efnum hafa mikið breyst á þessum tíma. Margt af því, sem áður var tekið sem gildur og góður sannleikur almennt, og Ingersoll og Pjetur ráðast harðast á, er nú skoðað í öðru ljósi, bæði af almenningi og kennimönnum kirkjunnar mörgum. Ei að síður er margt í ritunum, sem enn á erindi til almennings og er sígildur sannleikur. Siðbótarstarfi kirkjunnar miðar hægt áfram. Og það er ástæða til að ætla, að því miðaði ekkert, ef ekki væru þar að verki siðbótarmenn, sem standa fyrir utan og ofan kirkjuna, eins og Pjetur G. Guðmundsson og Robert G. Ingersoll.“

Ritstjóri bókarinnar er Óli Gneisti Sóleyjarson, þjóðfræðingur, sem einnig ritar inngang.

Andlegt sjálfstæði er fyrsta bókin í ritröðinni Sígild trúargagnrýni frá Raun ber vitni. 

Sjá einnig á Vantrú.is


Íslam - víti til varnaðar

Lýðræði, frelsi, mannréttindi eru ávinningarnir sem við búum við í dag. Evrópubúar hafa þurft að berjast fyrir þessum ávinningum, þeir hafa barist við konungsvald á 19. öld, kommúnisma og fasisma á þeirri 20. og nú á 21. öldinni þurfum við enn að berjast. Tveir andstæðir heimar takast á, hinn vestræni og hinn íslamski.

Munurinn felst í trúnni. Ekki í því að annar er kristinn og hinn múslímskur. Munurinn felst í því að annar heimurinn hefur losað sig við kæfandi kennivaldi trúarinnar, en hinn ekki.

Lesið greinina Íslam - víti til varnaðar á Vantrú.is


Trúfélagaskráning - áminning

Það er lykilatriði að breyta trúfélagsskráningu fyrir 1. des því sóknargjöld næsta árs miða við trúfélagaskráningu þann dag. Framkvæði þetta strax í dag, ekki fresta ákvörðuninni um einn dag því hann gæti orðið að mörgum mánuðum eða árum. Takið vinina með, kíkið í heimsókn til Þjóðskrár í Borgartúni og farið svo saman út að borða.
Lesið pistilinn Trúfélagaskráning - áminning á Vantrú.is

Skuldum við kirkjunni pening?

benzgl.jpgFyrir stuttu varð ég fyrir þeirri reynslu að sjá þekktan Þjóðkirkjuprest mæta til embættisverka á allra flottustu útgáfu Benz-jeppa, splunkunýjum upp úr kassanum. Ekki er þessi prestur af ríkum ættum, maki hans starfar sem kennari. Eflaust þakkar presturinn guði fyrir bílinn – eða skyldi hann þakka íslensku þjóðinni sem borgar launin hans?

Það er nefnilega svo merkilegt að allir landsmenn, kaþólskir jafnt sem búddistar, trúaðir jafnt sem vantrúaðir – öll tökum við þátt í að greiða laun Benz-prestsins, þessi ofurlaun sem setur guðsorðasölumenn á stall með bankastjórum og verðbréfamiðlurum. En hvernig stendur á því að við almenningur skuli halda Benz-prestum þessa lands uppi?

Lesið greinina Skuldum við kirkjunni pening?  á Vantrú.is


Alkasamfélagið

Þegar ég frétti að bókin Alkasamfélagið, eftir Orra Harðarson, væri á leiðinni varð ég óður og uppvægur að fá að ritdæma hana fyrir Vantrú. Ég sjálfur hef nefnilega gengið í gegnum það sama og Orri. Dómur minn um Alkasamfélagið er því óhjákvæmilega litaður af því. Til að vera alveg hreinskilinn þá er ég búinn að vera að bíða eftir svona bók frá árinu 2003.
Lesið umsögn um bókina Alkasamfélagið á Vantrú.is

Tækifærin í kreppunni

Í leit okkar að sökudólgi fyrir því ástandi sem hefur verið að afhjúpast síðustu viku hafa margir verið tilnefndir og því erfitt að vita hverjum er treystandi til þess að koma okkur á réttan kjöl á ný. En mér verður hugsað til ákveðinnar stofnunar í þessu ástandi, ekki til að tilnefna sem sökudólg, heldur þvert á móti vegna þeirrar staðreyndar að hún er blásaklaus af því að eiga aðild að þessum hörmungum. Ríkiskirkjan er tengd hinni mjög svo ádeildu ríkisstjórn, t.d. í gegnum stjórnskipulag og þar sem bæði biskup og prestar eru ríkisstarfsmenn á ofurlaunum ákvörðuðum af kjararáði (líkt og t.d. laun forseta Íslands, alþingismanna, dómara og ráðherra). Þó ég hafi oft horn í síðu ríkiskirkjunnar þá er það ljóst að þeir eru líklega alsaklausir af núverandi ástandi. En hvað er ég þá nú að fara að hnýta í þá enn og aftur úr því að svo er?

 

Lesið greinina Tækifærin í kreppunni á Vantrú.is


Ranghugmyndir Alisters McGraths

Nýlega kom breski trúvarnarmaðurinn Alister McGrath til landsins. Í lok fyrirlesturs hans í hátíðarsal Háskóla Íslands flykktust guðfræðinemar, prestar og annað kirkjunnar fólk í kringum hann til þess að fá hann til að árita bók eftir hann sem er nýkomin út á íslensku, Ranghugmynd Richards Dawkins. Enn hefur enginn úr þessum hópi sagt frá áliti sínu á þessari bók, þrátt fyrir að það taki ekki langan tíma að lesa allar litlu hundraðogníu blaðsíðurnar. Ástæðan er ef til vill sú að þau hafa lítið gott að segja um bókina, enda inniheldur hún aðallega skrumskælingar, misskilninga og rangfærslur, fyrir utan afskaplega hrokafullan tón.
Lesið greinina Ranghugmyndir Alisters McGraths á Vantrú.is

Himininn er að hrynja!

En undanfarið höfum við fengið að sjá að trúaðir ganga vígdjarfir í smiðju Görings og mála skrattann á vegginn til að þjappa fólki saman um launaseðilinn þeirra. Þeir segja að ef trúleysi nái fótfestu hér blasi við upplausn og hörmungar. Já, gott siðgæði hefur orðið fyrir árás og þeir sem spyrna ekki við fótum skortir ættjarðarást og vilja stofna landinu í hættu!

Fer ég með fleipur?

Lesið greinina Himininn er að hrynja! á Vantrú.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband