Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að takmarka sig við smáskammtalækningar?

En nú liggur beint við að spyrja hómópata: Hvers vegna að einskorða sig við læknisfræði 18. aldar? Af hverju ekki að taka líka upp mataræði 18. aldar (skyr, harðfisk og smjör)? Hvers vegna sér maður ekki fleiri hómópata á hestum? Nú eða í skóm úr steinbítsroði?
 Lesið greinina á Vantrú.is

Darwin um trú

Merkasti líffræðingur sögunnar væri tvöhundruð ára í dag ef hann hefði lifað fáránlega lengi. Charles Darwin skrifaði á sínum tíma sjálfsævisögu sem var fyrst og fremst ætluð fjölskyldu hans. Hún var gefin út að honum látnum en því miður voru ákveðnir kaflar klipptir út. Hér á eftir er þýðing á þeim kafla sem varð fyrir mestri ritskoðun en hann fjallar um trúarviðhorf Darwins. Kaflinn er vissulega langur en er fyrirhafnarinnar virði. Fyrstu fjórar málsgreinarnar mynda líka ágæta heild ef lesendur vilja stytta útgáfu. Í kaflanum sjáum við vel að Darwin var ekki trúaður. Hann taldi sjálfan sig agnostískan að því leyti að hann gat ekki útilokað mögulegan frumhreyfil, fyrstu orsök, sem hefði skapað heiminn og lögmál hans en síðan ekki haft nein afskipti af honum. Ef hann hefði lifað til að sjá vísindin afhjúpa fleiri leyndardóma alheimsins hefði hann væntanlega verið nokkrum skrefum nær að kalla sig einfaldlega guðleysingja. Við sjáum líka hvernig kenningar Darwins höfðu áhrif á siðferðisvitund hans sjálfs.
 

mbl.is Vísindi sem hafa staðist tímans tönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

[BREYTT] 10 milljónir gefins?

Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar eru fjórir gjaldflokkar gatnagerðargjalda fyrir mismunandi gerðir húsnæðis.

ALMENNT GATNAGERÐARGJALD

einbýlishús, með eða án tvíbýlisaðstöðu: 22.933kr./ferm.
raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús: 17.276kr./ferm.
fjölbýlishús: 8.256kr./ferm.
annað húsnæði: 14.371kr./ferm.

Búddahofið telst varla til íbúðarhúsnæðis svo eftir stendur sá fjórði. Þetta er frekar einfalt reikningsdæmi:

4.235 ferm. x 14.731 kr./ferm. = 60.861.185 kr.

BREYTING: Skv. frétt í Fréttablaðinu 13. febrúar verður heildarstærð bygginga ekki um 4.000 fm heldur um 600 fm. sem minnkar niðurgreiðsluna niður í tæpar 10 milljónir.

Dálagleg upphæð á samdráttartímum. Greinilegt að áfram verður mulið undir trúfélög þótt verið sé að skera niður í almannaþjónustu. Niðurfelling gatnagerðargjalda er einungis ein af ótal birtingarmyndum fjárhagsaðstoðar við trúfélög (og ekki hvað síst ríkiskirkjuna sem nýtur „sérstakrar“ verndar).

Fyrir skömmu birtist pistillinn Það eru erfiðir tímar á Vantrú með tillögum að breyttri forgangsröðun hjá hinu opinbera. Það er sanngjörn krafa að dregið verði úr niðurgreiðslum til starfsemi trúfélaga á sama hátt og á öðrum sviðum.


mbl.is Búddahof í Hádegismóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kafað í barnalauginni: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson

Fyrir jól kom út bókin María Magdalena: Vegastjarna eða vændiskona eftir séra Þórhall Heimisson. Í kynningu á bókinni kemur fram að í henni sé "[...] kafað í forn handrit sem mörg hver hafa ekki komið út á íslensku eins og guðspjall Maríu, Filipusarguðsjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri." Ég ákvað að kynna mér bókina aðeins og sjá hve djúpa fræðimennsku Þórhallur hefði ástundað og tók þá Nornahamarinn sem dæmi.
Lesið greinina Kafað í barnalauginni: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson á Vantrú.is

Að vita ekki betur

Þegar nýsettur bandaríkjaforseti var vígður inn í embætti fyrir nokkrum dögum síðan þá varð mér hugsað til sjálfrar mín í sveitakirkjunni forðum daga. Á ákveðnum tímapunkti þá lutu allir höfði í bæn í innsetningarræðunni. Eldri dóttir Obama hins vegar gerði það sama og ég fyrir þessum ótölulega fjölda ára. Hún laut ekki höfði. Hún lokaði ekki augunum. Það var líka hlutur sem ég átti alltaf erfitt með.
Lestu greinina Að vita ekki betur á Vantrú.is

Líf og dauði

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fólk getur dáið á hvaða aldri sem er, að meðaltali verðum við Íslendingar þó manna elstir. En lífslíkur eru þó enn innan við ein öld. Ein öld er ekki langur tími í sögu þjóðar eða siðmenningar, enn styttri í sögu tegundar, styttri enn í sögu jarðar en stystur þó í sögu alheimsins.

Þeir sem ná háum aldri deyja þó oftar en ekki saddir lífdaga, kannski vegna þess að þeir hafa horft á eftir svo mörgum, heilsan er þrotin eða þrekið. En menn dreymir marga um eilíft líf og oftar en ekki er það grunnstefið eða hryggjarstykkið í trúarbrögðunum. Skandínavar segja þó að allir vilji til himna en enginn vilji deyja. Og að vestan kemur setningin: “Many people seek eternity who don’t know what to do with themselves on a rainy afternoon.”

Lesið greinina Líf og dauði á Vantrú.is


Sérréttindi ríkiskirkjunnar óverjanleg

Þegar stjórnarskrá og lög voru samin um sérréttindi ríkiskirkjunnar var það gert á þeirri forsendu að innan hennar væru nær allir landsmenn. Þessu hefur öllu verið snúið við. Nú er innan við 80% þjóðarinnar í ríkiskirkjunni, flestir væntanlega af gömlum vana enda vitum við að þessar tölur eru ekki í samræmi við trúarviðhorf þjóðarinnar, a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar aðhyllist ekki trú.  Þó eru sérréttindi ríkiskirkjunnar óbreytt og hún sogar til sín milljarða úr ríkissjóði á hverju ári. Fækkun í kirkjunni kallar á breytingu á stöðu hennar. Aðskilja þarf ríki og kirkju núna.

Á sama tíma eru ríflega 10% þjóðarinnar sem falla utan þeirra trúfélaga sem ríkið viðurkennir. Þarna er pottur brotinn. Þetta fólk getur hvergi sótt þá þjónustu sem trúfélög veita með styrk úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessi ríflega 10% borga sína skatta en geta ekki sótt þjónustu á við þau sem trúfélögin bjóða varðandi jarðarfarir, hjóna- og manndómsvígslur. Þetta er í raun aðalhlutverk trúfélaga og það er með öllu ólíðandi að stór hluti landsmanna séu talin þriðja flokks borgarar með þessum hætti.

Vantrú fagnar þessari þróun og hvetur alla til að huga að trúfélagsskráningu.

Vantrú.is


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing trúleysingja

Mér finnst það ákaflega skrítið árið 2009, á þessum tímum upplýsinga, þekkingar og vísinda að þurfa að rökstyðja sérstaklega trúleysi mitt meðan hverskonar trú þykir “eðlileg”.
Lesið hugleiðingu trúleysingja á Vantrú.is

Bjarni Harðar og fyrirgefningin

Við erum best, aðrir eru aumingjar. Þannig hljómar boðskapur margra hálf-kristinna sem hafa á einhvern furðulegan hátt blandað saman trúarboðskap kirkjunnar og senofóbíu þjóðernishyggjunnar.

Einn slíkur er Bjarni Harðarson, yfirlýstur trúleysingi sem hælir kristnu siðgæði í bak og fyrir. Tilgangur Bjarna virðist einmitt vera að gera lítið úr þeim menningarheimi sem ekki telst kristinn. Boðskapurinn er einfaldur: Meðlimir hinna kristnu samfélaga (les: Vesturlandabúar) eru bestir, hinir eru aumingjar og ef ekki réttdræpir þá alla vega getum við sofið rótt þótt þeir séu drepnir í okkar nafni.

Lesið greinina Bjarni Harðar og fyrirgefningin á Vantrú.is


Sirkus trúarbragðanna

Á þrettándanum birtist ágæt grein Gunnars Hersveins um tilgangsleysi stríðs vegna hörmunganna í Palestínu. Undir grein Gunnars birtist grein Alberts Jensen um trúmál þar sem hann þakkar meðal annars Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra fyrir að hafa „ógilt fyrir borgarbúum fjandsamlega úthlutun á lóð fyrir mosku í Elliðaárdalnum“. Albert mærir fyrrverandi múslimakonur fyrir að benda meðal annars á kvennakúgun í löndum múslima og vitnar í þau orð þeirra að nauðsynlegt sé að gagnrýna trúarbrögð.

 

Lesið greinina Sirkus trúarbragðanna á Vantrú.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband