9.1.2009 | 14:44
Þeir sem læra ekki af sögunni
Og erum við virkilega ekki komin lengra árið 2009 en að þurfa enn að burðast með heila stétt manna sem þykist vera fulltrúar guðs á jörðu? Getur það verið? Þurfa Íslendingar virkilega að verja fimm eða sex þúsund milljónum árlega í að halda æðri mætti góðum eða segja honum fyrir verkum, byggja honum hús og hallir?
7.1.2009 | 09:08
Illskuvandamálið og réttlátur Guð
Í kristninni er Guð hins vegar skilgreining réttlætis, miskunnsemi og góðvildar. Ef Guð gerir eitthvað sem okkur virðist vera ranglátt, grimmilegt eða illskulegt, þá höfum við rangt fyrir okkur, því samkvæmt skilgreiningu hefur Guð alltaf rétt fyrir sér.
5.1.2009 | 11:00
Ágæt byrjun
Vantrú tekur undir með UVG, það er fagnaðarefni að það sé skorið niður um 400 milljónir hjá ríkiskirkjunni. Þess má þó geta að ríkiskirkjan mun fá jafn mikið í krónum talið frá ríkinu árið 2009 og árið 2008, niðurskurðurinn er frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Vissulega þarf að taka tillit til verðhækkana þegar fjárframlög eru borin saman milli ára en það er örugglega skorið meira niður hjá sumum öðrum ríkisstofnunum.
Við minnum á að prestar eru enn á þokkalegum launum, byrjunarlaun þeirra eru 530.000 og margir prestar eru með 7-800.000 í laun á mánuði frá ríkinu.
Það eru erfiðir tímar framundan, hættum að ausa fé í ríkiskirkju og látum hana sjá um sig sjálfa.
Ung vinstri græn fagna niðurskurði við þjóðkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook
5.1.2009 | 00:54
Annáll 2008
Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt,
og glóandi birtuna lagði yfir allt-
og aldirnar gegnum mér glóa hún virtist,
sem gegnsæ þýðing mér heimurinn birtist.Árið 2008 var ansi tíðindamikið ár í trúmálum á landinu. Áður óþekktur trúarhiti í ýmsum stjórnmálamönnum gerði vart við sig - sumir sem síðar sögðu af sér - þegar umræðan um ný grunnskólalög áttu sér stað á Alþingi.
Ríkiskirkjuprestar og -biskup héldu áfram að reyna hamra á því bölvaða og skammarlega rugli að án trúar sé fólk því sem næst tilfinningalaust (það getur bara hatað býst ég við) en þannig málflutningur er aðeins til smánar og minnkunar. Einn hatrammasti verndari og haturspostuli kristna siðsins á landinu féll frá í lok ágúst. Ýmis mál komu upp sem skóku innviði ríkiskirkjunnar. Fólk hélt áfram að segja sig úr ríkiskirkjunni. Og Vantrú varð fimm ára.
Í þessum annál verður reynt að stikla á stóru með því að vekja athygli á því helsta sem henti síðasta ár, vísa í valdar og góðar greinar sem voru skrifaðar, benda á hvað Vantrú hafðist fyrir í fyrra og reyna krydda þennan vaðal með einhverju léttu og skemmtilegu efni.
En byrjum á Vantrú.
Lesið framhaldið af Annál 2008 á Vantrú.is
21.12.2008 | 18:39
Vetrarsólstöður 2008
Sólin er lífgjafi jarðar eins og menn hafa vitað í árþúsund. Nú er dagur stystur á norðurhveli og við finnum rækilega fyrir því á Íslandi. Árleg hringrás ljóss og myrkurs, lífs og dauða er meginstefið í trúarbrögðum mannkyns og engin tilviljun að nú höldum við hátíð ljóssins og lífsins. Í því sambandi geta menn deilt um hvort orðið jól er skylt orðinu sól eða hjól.
18.12.2008 | 21:40
Laun presta
Byrjunarlauns presta eru um 530.000,- á mánuði. Margir prestar eru með 7-800.000,- í mánaðarlaun.
Séra Karl ætti auðvitað að vita þetta. Hugsanlega finnst honum þetta ekki há laun en að okkar mati eru það fáránlega laun fyrir óþarft starf. Boðun hindurvitna ætti að vera áhugamál sérvitringa, ekki hálaunastarf hjá hinu opinbera.
Stenst launalækkun á RÚV lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook
15.12.2008 | 12:49
Einföld leið í plús
Er ríkisvaldið hættir að skipta sér af trúarlífi landsmanna
má spara hálfan fimmta milljarð sbr. fjárlög 2008
(allar upphæðir í milljónum):
06-701 Þjóðkirkjan
Almennur rekstur:
1.01 Biskup Íslands 1.500,9 (Já, eitt þúsund og fimm hundruð milljónir!)
Stofnkostnaður:
6.21 Skálholtsstaður 11,4
6.22 Hallgrímskirkja 17,8
6.23 Hóladómkirkja 5,0
6.25 Dómkirkjan í Reykjavík 5,4
6.28 Þingeyraklausturskirkja 3,0
Stofnkostnaður samtals 42,6
Gjöld samtals 1.543,5
Gjöld umfram tekjur 1.474,4
Sértekjur -69,1
Sértekjur:
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 1.474,4
06-705 Kirkjumálasjóður
Almennur rekstur:
1.10 Kirkjumálasjóður 283,9
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 89 m.kr.
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 283,9
06-707 KristnisjóðurAlmennur rekstur:
1.10 Kristnisjóður 89,7
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 89,7
06-735 Sóknargjöld
Almennur rekstur:
1.10 Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar 1.986,0
1.20 Sóknargjöld til annarra trúfélaga 234,0
Almennur rekstur samtals 2.220,0
Gjöld samtals 2.220,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 2.220,0
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Almennur rekstur:
1.10 Jöfnunarsjóður sókna 367,4
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 367,4
Í mínus en ekki í plús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook
15.12.2008 | 09:40
Hefðbundin jól
Þar sem ég er bæði fæddur og uppalinn á kristnu íslensku heimili hélt ég mín jólahátíðarhöld samkvæmt kristinni venju fyrstu átján ár ævi minnar eða þar til ég flutti úr foreldrahúsum og fór að halda mín eigin jól sem ég hef gert síðan. Í helstu atriðum var það þannig að fram að jólum stunduðu bæði foreldrar og börn vinnu og nám, skreyttu eins og siður var og undirbjuggu með bakstri og þrifum.
12.12.2008 | 09:24
Trúfélagalöggjöf brýtur gegn félagafrelsi og persónuvernd
Eins og flestir vita starfar íslenska þjóðkirkjan í skjóli 62. greinar stjórnarskrárinnar. Það að eitt trúfélag öðrum fremur skuli njóta sérstakrar verndar ríkisins er nokkuð sem oft hefur verið gagnrýnt. Löggjöf um starfsemi trúfélaga almennt og þjóðkirkju sérstaklega byggir á ákvæðum stjórnarskrár en virðast um leið brjóta gegn tveimur grundvallaratriðum mannréttinda sem lögtekin hafa verið hér á landi: félagafrelsi og persónufrelsi.
11.12.2008 | 10:20
Jóna Hrönn Bolladóttir, heilindi ríkiskirkjuprests
Óþarfi er að kynna Vinaleiðina fyrir lesendum Vantrúar en hér er gerð grein fyrir þætti Jónu Hrannar Bolladóttur í þeim skollaleik.
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr