Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.8.2008 | 10:09
Boðun trúar í skólum
Undanfarin misseri hefur átt sér stað veruleg viðhorfsbreyting í garð samkrulls skóla og kirkju. Nú sjá flestir að trúboð á ekkert erindi inn í leik- og grunnskóla en menn greinir á um hvað er trúboð og hvað ekki.
12.8.2008 | 15:30
Laun innan hindurvitnageirans
Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um tekjur einstaklinga að undanförnu. Þeir hafa meira að segja tekið saman lista yfir laun bloggara til viðbótar við hefðbundnar stéttir. Einn hópur hefur samt gleymst: miðlar og aðrir hindurvitnaboðendur. Skattateymi Vantrúar fór að dæmi blaðanna í síðustu viku og skoðaði opinberar álögur nítján einstaklinga sem þekktir eru fyrir boðun hindurvitna. Einhverjir á listanum sinna annarri vinnu ásamt kuklinu. Tekjurnar eru reiknaðar út frá uppgefnum útsvarstölum í álagningarskrám í ágústbyrjun 2008. Kærufrestur stendur enn yfir og því gætu tölurnar átt eftir að breytast.
5.7.2008 | 13:05
Ástir samkynhneigðra hjóna-leysa
Hommar og lesbíur hafa um nokkurt skeið getað skráð sig í sambúð hjá Þjóðskrá, en þá heitir hún reyndar staðfest samvist.
Nú hefur Alþingi heimilað trúfélögum að taka við umsóknum um staðfesta samvist sem þau svo skila til Þjóðskrár.
Staðfest samvist samkynhneigðra hefur ekkert breyst, hún er nákvæmlega það sama og sambúð gagnkynhneigðra ekki hjónaband.
Lesa Ástir samkynhneigðra hjóna-leysa á Vantrú.is
Hýrnar yfir kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2008 | 11:07
Frelsið og jafnréttið gleymt?
Á Alþingi gleymir félagshyggjufólk jafnréttishugsjóninni og frjálshyggjumenn frelsishugsjóninni þegar kemur að kristni. Ungliðar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og VG sjá hins vegar óréttlætið og eru þingmönnum sínum til fyrirmyndar.
Það er rétt að ítreka að þetta mál kemur kristinfræðikennslu ekki við eins og reynt hefur verið að ljúga að fólki. Enginn er að berjast gegn slíkri kennslu. Þetta mál snýst fyrst og fremst um að þessi illa orðaða klausa verður án efa notuð til að réttlæta trúboð í skólum um ókomna tíð. Slíkt mun kosta ófrið um starf skóla og enda með málsóknum sem munu staðfesta að þetta stenst ekki mannréttindasáttmála.
Ítarefni á Vantrú.is:
Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2008 | 09:04
Opið bréf til Sigurðar Kára
Kæri Sigurður Kári Kristjánsson
alþingismaður og flokksbróðirÉg get ekki orða bundist yfir þeirri vinnu sem unnin hefur verið í menntamálanefnd. Vegna síðustu atburða langar mig að renna aðeins yfir okkar kristilegu arfleið með frelsið í huga. Kenningar John Stuart Mill um frelsið, mannréttindi og eignaréttinn höfðu mikil áhrif á líf vesturlandabúa á 19. öld. Það skal engan undra en John Stuart Mill var fljótur að sjá mein kristinnar trúar og harðstjórnarinnar sem henni fylgdi. Það var líka ástæðan fyrir því að Mill var ekki kristinn. Þegar Bandaríki Norður Ameríku voru stofnuð undir áhrifum einstaklingsfrelsis og eignaréttar sá Thomas Jefferson nauðsyn þess aðskilja ríki og kirkju. Sá skýri aðskilnaður ríkis og trúar varð svo hluti af stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fyrir vikið var hann ofsóttur af kaþólsku kirkjunni, það skal því engan undra að frelsishetjan Thomas Jefferson var ekki kristinn.
Lesa Opið bréf til Sigurðar Kára á Vantrú.is
20.5.2008 | 17:03
Bréf til alþingismanna vegna grunnskólalaga
Síðasta laugardag sendi Vantrú þingmönnum tölvupóst sem hófst svona:
Í breytingatillögu menntamálanefndar við frumvarp Menntamálaráðherra til leik- og grunnskólalaga er talað um að starfshættir skóla skuli meðal annars mótast af "kristinni arfleifð íslenskrar menningar". Tilgangur breytingatillögunnar er vafalaust sá að koma til móts við þá sem óttuðust um afdrif kristinfræðikennslu þegar felld var út klausa um "kristilegt siðgæði".
Lesa tölvupóst vantrúar til alþingismanna á Vantrú.is
26.2.2008 | 13:53
Trúfélagaskráningin er kolvitlaus
Það blasir við þegar trúfélagaskráning íslendinga er skoðuð að hún er kolvitlaus. Hér á landi eru börn sjálfkrafa skráð í trúfélag móður og fæstir velta skráningunni fyrir sér.
Kannanir sýna fram á að rétt rúmlega 50% þjóðarinnar segjast aðhyllast kristna trú, samt eru 80.6% landsmanna skráðir í Ríkiskirkjuna og rétt rúmlega 90% alls í kristin trúfélög. Íslendingar eru upp til hópa sinnulausir í trúmálum, en í krafti auðs hefur Ríkiskirkjan fáránlega mikil völd og treður sér í leik- og grunnskóla með lygaáróður sinn.
Af hverju í ósköpunu heldur Ríkið skrá yfir trúfélagsaðild þegna landsins? Er ekki mál að linni, látum trúfélög sjá um að halda skrá um sína félagsmenn og innheimta af þeim gjöld.
Vantrú hefur undanfarin ár aðstoðað fólk við að leiðrétta trúfélagaskráningu sína og hefur nú aðstoðað rúmlega sex hundruð manns. Langflestir taka aðstoð fagnandi og hafa verið lengi á leiðinni að skrá sig úr Ríkiskirkjunni - en frestað því.
Við hvetjum ykkur til að leiðrétta skráningu ykkar. Ríkiskirkjan mismunar fólki, takið afstöðu.
0,9% þjóðarinnar skiptu um trúfélag árið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 09:10
Móðir náttúra er ekki vinur okkar
Á um það bil 100 milljón ára fresti rekst loftsteinn á stærð við fjall á jörðina og drepur nánast allt líf á plánetunni. Þetta er ágætis ábending um það hversu litlu flóknar lífverur eins og við skiptum náttúruna. Saga lífsins á þessari plánetu hefur verið saga miskunnarlausrar eyðileggingar og blindrar, linnulausrar endurnýjunar.
Lesa greinina Móðir náttúra er ekki vinur okkar á Vantrú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook
31.5.2007 | 13:53
Aðskiljum ríki og kirkju
Hvernig er hægt að halda því fram að hér sé alvöru aðskilnaður milli ríkis og Þjóðkirkju þegar setning Alþingis hefst með guðþjónustu? Þetta er blaut tuska í andlit fjórðungs þjóðarinnar sem er trúlaus. Vissulega er stór hluti þjóðarinnar (82%) skráð í Þjóðkirkjuna, en ekki nema helmingur þess telur sig kristinnar trúar. Það þarf að byrja á því að leiðrétta trúfélagaskráningu hér á landi, þannig að hún gefi rétt mynd af viðhorfi þjóðarinnar, svo hægt sé að eiga vitrænar umræður um þessi mál.
Árið er 2007. Það er fáránlegt að Alþingi hefjist með blessun trúarleiðtoga Sérstaklega í ljósi þess að þessi trúarleiðtogi hefur barist gegn ýmsum framfaramálum eins og nýleg umræða um hjónabönd samkynhneigðra sannar.
Það eru engin rök þó þetta hafi alltaf verið svona, þetta sé hefð og eigi því bara að vera svona áfram. Slík röksemdarfærsla er ekkert annað en hefðarrökvilla.
Þetta er skammarlegt.
Vantrú.is(Þessa færslu er einnig hægt að lesa á Vantrú og þar er opið fyrir athugasemdir.)
Þingmenn ganga til kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook
7.5.2007 | 19:51
Vatnssölukerling fær viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda
Nýju lögin um hina svokölluðu "græðara" eru mikil afturför fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Þarna hafa bakdyrnar verið opnaðar inn í kerfið fyrir alls kyns kuklara og skottulækna svo að þeir geti í krafti hefðarinnar stundað sín hjáfræði án þess að þurfa að sýna fram á gagnsemi eða virkni þeirra. Hvernig eiga þessir meintu "græðarar" að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu?
Það er viðeigandi að hómópati taki við fyrsta skírteininu þess efnis að nú stundi hann sitt kukl undir vottun ríkisins. Hómópatía er ein af vinsælustu greinum óhefðbundinna lækninga en rannsóknir hafa ítrekað sýnt að nákvæmlega ekkert er á þeim að græða, sjá ítarlega umfjöllun hér. Þær byggjast einfaldlega á því að gefa fólki vatnssopa við hverju því sem hrjáir það. Nánar tiltekið þynningar af hinum ýmsu efnum eins og brennisteini eða bleki úr blekfiskum en þessar þynningar eru oftast svo útþynntar að varla er eftir ein einasta sameind af upphaflega efninu sem þynnt var út.
Ekki er glæsilegur listinn yfir félögin sem hafa fengið skráningu sem félög "græðara". Þarna má t.d. finna Svæðameðferðarfélag Íslands en meðlimir þess trúa því að fótanudd sem þeir kalla svæðanudd sé allra meina bót. Fleiri nuddfélög eru líka þarna á meðal en þó að nudd geti verið þægilegt og slakandi þá má efast um að allir nuddarar eigi heima innan heilbrigðiskerfisins.
Það er hægt að spyrja sig hvernig farið er að því að velja þá úr sem eiga að teljast til græðara. Mega þeir sem reka illa anda út úr fólki vera með í þessum félagsskap? Ef ekki þá hvers vegna? Hvernig er það metið hvaða skottulækningar eru góðar og gildar og hverjar ekki? Það hefur verið sýnt fram á gagnsleysi smáskammtalækninga með vísindalegum tilraunum en það hefur greinilega ekki dugað til.
Að sumu leiti eru "græðarar" réttnefni á þessum félagsskap. Þeir eiga eftir að græða stórar upphæðir á því fólki sem leitar til þeirra, það er alveg bókað.
Fyrsti græðarinn fær skráningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr