Færsluflokkur: Trúmál
29.10.2009 | 14:29
Tengdasonur biskups fékk stöðuna
Það vantar að nefna það í þessari frétt að sá sem fékk stöðuna var séra Sigurður Arnarson tengdasonur biskups.
Nýlega hefur þessi staða í London verið lögð niður og þá vildi svo heppilega til að tengdasonurinn var ráðinn prestur í Kársnesprestakalli í Kópavogi þrátt fyrir að hæfari umsækjendur hafi sótt um starfið. Það má því spá öðru dómsmáli innan tíðar.
ps.Minnum á þúsundustu trúfélagsleiðréttingu Vantrúar.
.
Prestur fær dæmdar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2009 | 12:52
Til hamingju Ísland
Með þessu starfi styrkir Vantrú ríkissjóð um tæpar þrettán milljónir á næsta ári og hverju ári þar á eftir. Geri aðrir betur.
- Á vefsíðu Vantrúar er grein um þúsundustu trúfélagsskráninguna.
- Auk þess birtum við áhugavert viðtal við Gurrí Haralds sem var númer þúsund.
- Ef ykkur vantar aðstoð við að leiðrétta trúfélagsskráningu eru nánari upplýsingar hér.
Þúsund hafa breytt um trúfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2009 | 19:03
Skráið ykkur úr ríkiskirkjunni
Af viðbrögðum á bloggsíðum og öðrum miðlum virðast margir hneykslaðir á því að séra Gunnari verði svo ríkulega launað fyrir að þukla á ungum stúlkum. 20-30 milljónir eru samt ekki nema dropi í hafið þegar tillit er tekið til þess að ríkiskirkjan fær um fimm milljarða á ári frá hinu opinbera.
Vantrú hvetur fólk til að sýna óánægju sína í verki og skrá sig úr ríkiskirkjunni. Það er einfalt, þið sækið einfaldlega eyðublaðið (pdf skjal), prentið, fyllið út og komið til Þjóðskrár. Hægt er að senda eyðublaðið með símbréfi (s. 569 2949), pósti eða skila því til Þjóðskrár - Borgartúni 24 (Afgreiðslutími er frá 8:30 til 16:00)
Vantrú fagnar því um þessar mundir að hafa aðstoðað eitt þúsund manns við að leiðrétta trúfélagsskráningu. Bætist í hópinn.
Gunnari boðinn starfslokasamningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2009 | 18:21
Svarthöfði hefur sést áður
Það er ekki langt síðan Svarthöfði mætti á prestastefnu. Það er óhætt að segja að sú uppákoma hafi vakið lukku og hafa hundruðir þúsunda séð myndband á því á netinu. Mynd af því atviki var t.d. valin spaugilegasta fréttaljósmyndin það árið.
Þess má geta að nú fagnar Vantrú því að hafa aðstoðað þúsund einstaklinga við að leiðrétta trúfélagsskráningu. Því fagnar að sjálfsögðu allt gott fólk.
Svarthöfði og Sinfó á CNN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2009 | 11:13
Þúsundasta trúfélagsleiðréttingin
Á föstudaginn fór ég með umslag á Þjóðskrá, það innihélt bunka af útfylltum trúfélagsskráningareyðublöðum, afraksturinn af haustátaki í trúfélagsleiðréttingarherferð Vantrúar. Því geri ég þetta að umtalsefni, að með þessum eyðublöðum náði herferðin því markmiði að leiðrétta skráningu eittþúsund einstaklinga. Af þessu tilefni langar mig að skrifa smávegis um þessa herferð, tildrög hennar, hugmyndir, markmið og áhrif.
Það var félagi Hjalti Rúnar Ómarsson sem átti upphaflegu hugmyndina á einhverjum Vantrúarhittingi. Hei, sagði hann, hvað með að halda skráðu-þig-úr-Þjóðkirkjunni-daginn einhvern tímann? Augu okkar mættust og við áttuðum okkur báðir á því að hann hafði hitt gersamlega í mark. Við biðum því ekki boðanna.
Lestu um Þúsundustu trúfélagsleiðréttinguna á Vantrú.is
21.10.2009 | 10:06
Þröngsýni og dýrkun
Um daginn átti ég áhugavert spjall við kunningja sem vildi spyrjast fyrir um vantrúarmenn og skoðanir þeirra. Umræðuefnið var í fyrstu fullyrðingar sumra um meinta skaðsemi bólusetninga.
Auðvitað gat ég ekkert fullyrt um skoðanir allra vantrúarmanna en taldi líklegt að meginþorri þeirra teldi þessar hugmyndir um skaðsemi bólusetninga hæpnar, svo ekki sé meira sagt. Kunninginn taldi líklegt að vantrúarmenn vísuðu í rannsóknir sem sýndu fram á að skaðsemin væri smávægileg miðað við þann hag sem af bólusetningu hlýst.
Lestu greinina Þröngsýni og dýrkun á Vantrú.is
19.10.2009 | 20:38
Það sem er gott
Ég sjálfur hef tekið þátt í þessu átaki og fór á gamals aldri í appelsínugulan bol merktan Vantrúnni góðu, vopnaður eyðublöðum frá Þjóðskrá og gaf mig á tal við fólk og kynnti fyrir því átakið.
Það er skemmst frá því að segja að ég þurfti eiginlega ekki að ýta þessu að fólki með fagurgala. Fólk bara kom til mín. Sumir voru forvitnir að vita hvað væri í gangi meðan aðrir vissu alveg hvað ég var að gera.
Lesið greinina Það sem er gott á Vantrú.is
1.9.2009 | 14:02
Ráðum frekar tvær löggur
Væri ekki nær að ráða tvær löggur frekar en (enn) einn prest? Eins og Vantrú benti á í gær eru löggur ekki bara gagnlegri en prestar heldur líka töluvert hagkvæmari.
Átta sóttu um prestsembætti í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 10:19
Jesús og skoðanaleysið
Það er ákaflega gömul hefð hjá prestum að reyna að finna út hvaða álit Jesús hafði á hinum ýmsustu málum. Yfirleitt eru rökin frekar langsótt en líklega hafa fáir náð sömu hæðum og Þórhallur Heimisson í nýlegum pistli um samkynhneigð.Rök Þórhalls eru í stuttu máli þau að Jesús hafi án efa þekkt til samkynhneigðar en minnist þó ekki á hana í Nýja testamentinu. Ályktunin sem hann dregur er svona:
Þannig að það hvort menn væru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir hefur ekki legið þungt á honum. Honum var slétt sama.
Lestu greinina Jesús og skoðanaleysið á Vantrú.is
24.8.2009 | 10:18
Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn
Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarið farið mikinn í umræðum á bloggsíðu sinni. Þar er ótalmargt sem vert er að benda á og við munum gera það á næstunni. Við ætlum hins vegar að byrja á ummælum hans í okkar garð.
Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.
Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.
Lestu greinina Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn á Vantrú.is
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr