Færsluflokkur: Trúmál
14.4.2009 | 12:02
Skráið ykkur úr ríkiskirkjunni
Þeir sem eru ósáttir við að séra Gunnar Björnsson mæti aftur til starfa sem sóknarprestur í Selfossprestakalli geta sýnt óánægju sína í verki með því að skrá sig úr ríkiskirkjunni.
Sækið eyðublað (pdf skjal með hvítum bakgrunni), prentið út, fyllið út og sendið til Þjóðskrár, annað hvort í pósti [Þjóðskrá | Borgartúni 24 | 150 Reykjavík], með símbréfi (faxi) í síma 5692949 eða afhendið á skrifstofu Þjóðskrár. Ef foreldrar vilja breyta trúfélagsskráningu barns undir 16 þarf að sækja sérstakt eyðublað (vísun á eyðublað neðst á síðu) og báðir forráðamenn að skrifa undir.
Vantrú hefur nú aðstoðað næstum 800 manns við að leiðrétta trúfélagsskráningu sína.
Gunnar tekur við 1. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2009 | 13:54
Trúboð í leikskólum
Það verður forvitnilegt að vita hvort sr. Ólafur Jóhann heldur áfram því starfi sem hann vann með forvera sínum að boða trú í leikskólum Seljahverfis.
Það er ótrúlega lágt lagst þegar prestar mæta í leikskólana til að kenna börnum að fara með bænir. Vissulega geta foreldrar sem ekki vilja láta börn sín sitja undir trúboðinu tekið þau úr starfinu, en leikskólatrúboð er í raun ekkert val.
Vonandi hættir sr. Ólafur Jóhann þessu siðleysi og einbeitir sér að því að troða hindurvitnum í börn í æskulýðsstarfi kirkjunnar og Sunnudagaskólanum.
Látið skólana í friði.
Valinn prestur í Seljaprestakalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 23:06
Þórhallur tilnefndur til Ágústínusarverðlauna Vantrúar
Þórhallur Heimisson er ekki einungis í framboði til Alþingis heldur er hann einnig meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru til Ágústínusarverðlauna Vantrúar fyrir árið 2008.
L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 14:52
Notum skattaskýrsluna
Samkvæmt könnunum er rétt um 50% þjóðarinnar kristinn og um 20-30% þjóðarinnar guð- og/eða trúlaus. Rétt er þó að taka fram að trúað fólk er, skv. Gallup, líklegra til að svara könnunum um trúarviðhorf heldur en þeir sem eru trúlitlir eða trúlausir.
Túlkun blaðamanns á flokknum "Óskráð trúfélög og ótilgreind" er ansi vafasöm enda vitum við lítið um þennan hóp. Þjóðskrá heldur ekki utan um skráningu þessa fólks. Við sem höfum séð hvernig fólk fyllir inn í þennan reit vitum að hér hefur fólk meðal annars skrifað Múmínálfafélagið og Siðmennt. Hvorugt telst trúfélag. Því er rangt að segja að um 97% þjóðarinnar sé í trúfélögum.
Við vitum að í gegnum tíðina hefur margt fólk verið skráð í þjóðkirkjuna án vitundar sinnar eins og má sjá hér á bloggfærslu Más Örlygssonar. Það er því rétt að hvetja fólk til að hringja í Þjóðskrá og athuga hvort skráning þeirra og fjölskyldumeðlima sé rétt.
Vantrú telur eðlilegast að skráning í trúfélög sé sett á skattaskýrslu einstaklinga. Þar gæti fólk leiðrétt skráningu sína ef þörf krefur. Um leið ætti að taka upp á þeirri nýbreytni að þeir einir sem eru í trúfélagi greiði sóknargjöld.
Ekki sjálfgefið að trúin sé meðfædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 14:40
Afhverju gefið þið Guði ekki séns?
Þegar sköpunarsinnar rökræða um uppruna heimsins og lífs þá vilja þeir oft meina að það sé argasta þröngsýni af hendi andstæðinga þeirra að útiloka fyrirfram allt sem kallast gæti yfirnáttúra. Þeim þykir það flestum vera stór galli nútíma vísinda að þau séu aldrei tilbúin til að taka yfirnáttúrulegri ívilnun sem gildri tilgátu.Við fyrstu sýn kann þetta að hljóma voðalega skynsamlegt, því ekki viljum við vera þröngsýn og útiloka fyrirfram einhverja möguleika.
En af hverju höldum við þá til streitu þessu prinsipi okkar um að útiloka ávallt yfirnáttúru fyrirfram? Afhverju gefum við Guði ekki séns?
Lesið framhald pistilsins á Vantrú.is
23.2.2009 | 12:12
Séra Baldur Kristjánsson og fordómarnir
Fyrir nokkru skrifaði Baldur Kristjánsson prestur eftirfarandi klausu á bloggið sitt:
Það er í tísku að tala niður til starfa presta í bloggheimum. Það gera iðulega ungir kálfar með mikið fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu.
Hér sjáum við ágætlega leið sem hentar þeim sem ekki vilja stunda heiðarlegar rökræður. Andstæðingurinn er tekinn fyrir og búinn til skrípamynd af honum. Augljóslega veit séra Baldur ákaflega lítið um gagnrýnendur sína. Trúleysinginn sem gagnrýnir prestinn er ungur og reynslulaus. Þetta heita fordómar.
Lesið pistilinn um Séra Baldur Kristjánsson og fordómana á Vantrú.is
17.2.2009 | 09:37
Af hverju að takmarka sig við smáskammtalækningar?
En nú liggur beint við að spyrja hómópata: Hvers vegna að einskorða sig við læknisfræði 18. aldar? Af hverju ekki að taka líka upp mataræði 18. aldar (skyr, harðfisk og smjör)? Hvers vegna sér maður ekki fleiri hómópata á hestum? Nú eða í skóm úr steinbítsroði?
3.2.2009 | 08:58
Kafað í barnalauginni: Nornahamarinn og Þórhallur Heimisson
Fyrir jól kom út bókin María Magdalena: Vegastjarna eða vændiskona eftir séra Þórhall Heimisson. Í kynningu á bókinni kemur fram að í henni sé "[...] kafað í forn handrit sem mörg hver hafa ekki komið út á íslensku eins og guðspjall Maríu, Filipusarguðsjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri." Ég ákvað að kynna mér bókina aðeins og sjá hve djúpa fræðimennsku Þórhallur hefði ástundað og tók þá Nornahamarinn sem dæmi.
27.1.2009 | 18:55
Að vita ekki betur
Þegar nýsettur bandaríkjaforseti var vígður inn í embætti fyrir nokkrum dögum síðan þá varð mér hugsað til sjálfrar mín í sveitakirkjunni forðum daga. Á ákveðnum tímapunkti þá lutu allir höfði í bæn í innsetningarræðunni. Eldri dóttir Obama hins vegar gerði það sama og ég fyrir þessum ótölulega fjölda ára. Hún laut ekki höfði. Hún lokaði ekki augunum. Það var líka hlutur sem ég átti alltaf erfitt með.
26.1.2009 | 11:40
Líf og dauði
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fólk getur dáið á hvaða aldri sem er, að meðaltali verðum við Íslendingar þó manna elstir. En lífslíkur eru þó enn innan við ein öld. Ein öld er ekki langur tími í sögu þjóðar eða siðmenningar, enn styttri í sögu tegundar, styttri enn í sögu jarðar en stystur þó í sögu alheimsins.
Þeir sem ná háum aldri deyja þó oftar en ekki saddir lífdaga, kannski vegna þess að þeir hafa horft á eftir svo mörgum, heilsan er þrotin eða þrekið. En menn dreymir marga um eilíft líf og oftar en ekki er það grunnstefið eða hryggjarstykkið í trúarbrögðunum. Skandínavar segja þó að allir vilji til himna en enginn vilji deyja. Og að vestan kemur setningin: Many people seek eternity who dont know what to do with themselves on a rainy afternoon.
Lesið greinina Líf og dauði á Vantrú.is
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr