Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Lærðu að fljúga, lærðu að ljúga

Væntanlega er forsvarsmönnum TM sama hvort peningarnir koma til þeirra frá David Lynch eða nýjum íslenskum meðlimum költsins. Það er meira en lítið sorglegt ef svona margir ætla að falla fyrir vitleysunni.

Á Vantrú hafa eftirfarnar greinar verið skrifaðar um fyrirbærið:


mbl.is David Lynch styrkir íhugunarnám Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hans heilagleiki herra Lama

Ef við trúum því bókstaflega að Dalai Lama* sé endurholdgun fyrri manna sem báru þennan titil þá verður ferill hans áhugaverður. Hann ber þá persónulega ábyrgð á þeim voðaverkum sem voru framin í Tíbet á stjórnartímum forvera sinna. Við vitum augljóslega að hann er bara einhver náungi sem fæddist á heppilegum tíma miðað við andlát fyrri Dalai Lama en samkvæmt hans eigin trúarkerfi er ábyrgðin á höndum hans. Íslenskir blaðamenn mættu gjarnan lesa sér til um sögu Tíbet og spyrja hann hvers vegna honum þótti áður fyrr allt í lagi að höggva líkamsparta af fólki í refsingarskyni.

Lesið greinina Hans heilagleiki herra Lama á Vantrú.is

 



mbl.is Dalai Lama heiðursborgari í Varsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af páfum og perrum

Kaþólska kirkjan var eitt sinn einhver voldugasta stofnun veraldar. Þeir feðgar Pippin III og Karlamagnús beittu henni fyrir sér á 8. öld og gerðu að frankversku stjórnsýslutæki, notuðu trúarlegt vald hennar til að réttlæta útþenslustefnu sína og kennivald til að styrkja innlenda stjórnsýslu. Að Karlamagnúsi látnum frestaðist draumurinn um sameinaða Evrópu í nær 1000 ár en kirkjan nýtti sér stöðu sína og gerðist æ frekari til fjár og valda.

Á 11. öld náðu páfarnir því sem þeir höfðu sóst eftir, að gera kaþólsku kirkjuna að sjálfstæðri stofnun óháð veraldlegu valdi, stofnun sem fylgdi eigin lögum og reglum en seildist sífellt lengra og lengra í að sölsa undir sig veraldlegar eigur.

Páfinn varð ríkastur og voldugastur Evrópubúa svo um munaði og eins og svo oft þá leiðir vald og auður til algjörrar spillingar.

Lesið greinina Af páfum og perrum á Vantrú.is

 

Að sjálfsögðu er upprisan helgisögn.

 

Vantrú.is


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf og dauði

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fólk getur dáið á hvaða aldri sem er, að meðaltali verðum við Íslendingar þó manna elstir. En lífslíkur eru þó enn innan við ein öld. Ein öld er ekki langur tími í sögu þjóðar eða siðmenningar, enn styttri í sögu tegundar, styttri enn í sögu jarðar en stystur þó í sögu alheimsins.

Þeir sem ná háum aldri deyja þó oftar en ekki saddir lífdaga, kannski vegna þess að þeir hafa horft á eftir svo mörgum, heilsan er þrotin eða þrekið. En menn dreymir marga um eilíft líf og oftar en ekki er það grunnstefið eða hryggjarstykkið í trúarbrögðunum. Skandínavar segja þó að allir vilji til himna en enginn vilji deyja. Og að vestan kemur setningin: “Many people seek eternity who don’t know what to do with themselves on a rainy afternoon.”

Lesið greinina Líf og dauði á Vantrú.is


Andlegt sjálfstæði til sölu

Andlegt sjálfstæðiVantrú býður lesendum sínum að kaupa bókina Andlegt sjálfstæði sem kom út núna fyrir skemmstu. Bókin kostar einungis 2400 með sendingarkostnaði innanlands. Tekið er við pöntunum hjá rbv@raunbervitni.net. Við bendum á að bókina má einnig nálgast í [Bóksölu stúdenta](http://www.boksala.is/EN/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-48244/), Pennanum Austurstræti, Eymundsson Kringlunni, Eymundsson Smáralind, Mál og menningu Laugarvegi og Pennanum Hafnarstræti á Akureyri.

Robert G. Ingersoll (1833-1899) var á sínum tíma einhver þekktasti mælskumaður Bandaríkjanna. Það hefði án efa getað fleygt honum langt í stjórnmálum ef hann hefði ekki notað hæfileika sína til að fjalla um viðhorf sitt til trúarbragða og þá sérstaklega kristni eins og hún birtist í samtíma hans. Orðspor Ingersoll náði fljótt til Íslands og þegar hann lést var hann titlaður „vantrúarpostuli“ á forsíðu tímaritsins Þjóðólfs.

Pjetur G. Guðmundsson (1879-1947) er kunnur fyrir að hafa markað djúp spor í íslenska verkalýðsbaráttu. Því miður hefur framlag hans til trúargagnrýni á íslenskri tungu verið minna þekkt. Árin 1927 og 1931 gaf hann út þýðingar sínar á fjórum erindum Ingersoll undir titlinum Andlegt sjálfstæði. Þær þýðingar hafa, eins og gefur að skilja, verið illfáanlegar í langan tíma. Nokkru seinna, árið 1936, flutti hann síðan útvarpserindið Trú og trúleysi sem síðar var gefið út. Þessum útgáfum Pjeturs hefur nú verið safnað saman í þessa bók ásamt tveimur styttri þýðingum af skrifum Ingersoll.

„Það gefur að skilja, að sumt í þessum ritum sé orðið úrelt. Skoðanir manna á þeim efnum hafa mikið breyst á þessum tíma. Margt af því, sem áður var tekið sem gildur og góður sannleikur almennt, og Ingersoll og Pjetur ráðast harðast á, er nú skoðað í öðru ljósi, bæði af almenningi og kennimönnum kirkjunnar mörgum. Ei að síður er margt í ritunum, sem enn á erindi til almennings og er sígildur sannleikur. Siðbótarstarfi kirkjunnar miðar hægt áfram. Og það er ástæða til að ætla, að því miðaði ekkert, ef ekki væru þar að verki siðbótarmenn, sem standa fyrir utan og ofan kirkjuna, eins og Pjetur G. Guðmundsson og Robert G. Ingersoll.“

Ritstjóri bókarinnar er Óli Gneisti Sóleyjarson, þjóðfræðingur, sem einnig ritar inngang.

Andlegt sjálfstæði er fyrsta bókin í ritröðinni Sígild trúargagnrýni frá Raun ber vitni. 

Sjá einnig á Vantrú.is


Laun innan hindurvitnageirans

Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um tekjur einstaklinga að undanförnu. Þeir hafa meira að segja tekið saman lista yfir laun bloggara til viðbótar við hefðbundnar stéttir. Einn hópur hefur samt gleymst: miðlar og aðrir hindurvitnaboðendur. Skattateymi Vantrúar fór að dæmi blaðanna í síðustu viku og skoðaði opinberar álögur nítján einstaklinga sem þekktir eru fyrir boðun hindurvitna. Einhverjir á listanum sinna annarri vinnu ásamt kuklinu. Tekjurnar eru reiknaðar út frá uppgefnum útsvarstölum í álagningarskrám í ágústbyrjun 2008. Kærufrestur stendur enn yfir og því gætu tölurnar átt eftir að breytast.
 
Lesið um laun innan hindurvitnageirans á Vantrú.is.

Bull í bítið

Á Hvítasunnudag sýndi Ríkissjónvarpið frá tónleikum Hvítasunnusafnaðirns Fíladelfíu á besta tíma eins og undanfarin ár. Ég var staddur í bústað og horfði á útsendinguna með öðru auga. Ekki get ég sagt að þessi tegund tónlistar veki áhuga minn og hann eykst ekki þegar hlustað er á textana. Ég mæli með því að gospelfólkið prófi að semja örlítið fjölbreyttari texta. Já, við vitum að Jesús er frelsarinn og ykkur finnst máttur hans mikill, við náðum því. Það komst til skila í fyrstu fjóru lögunum.

Ég tuðaði dálítið við konuna útaf þessari trúardagskrá í Ríkissjónvarpinu en verð að játa með dálítilli skömm að ég nennti ekki að gera veður útaf þessu.

Lesa pistilinn Bull í bítið á Vantrú.is


Glútamanía: MSG og Kínamatarheilkennið

msg-crystals Flestir kannast við að hafa heyrt MSG einhvern tímann getið, sem á íslensku hefur einnig verið nefnt "þriðja kryddið". Algengt er líka að tengja það við eitthvað hættulegt eða óæskilegt. Hvers vegna væru sum matvæli annars merkt "Án MSG" á umbúðunum?

En hvað er þetta MSG og hví er verið setja þetta í matinn okkar, öllum okkar til ógnar og skelfingar ? Getur nokkuð verið að öll þessi hræðsla við þetta efni sé einfaldlega byggð á hjátrú og efnafóbíu, líkt og sætuefnið aspartam sem hefur þurft að berjast við svipaða fordóma ?

Lesa greinina Glútamanía: MSG og Kínamatarheilkennið á Vantrú.is


Móðir náttúra er ekki vinur okkar

walkintheforest Eins og svo margir aðrir treysti ég einu sinni á visku náttúrunnar. Ég hugsaði mér að það væru mörk milli hins náttúrulega og hins manngerða, milli einnar dýrategundar og annarrar, og ég hélt að með genafikti kölluðum við yfir okkur ósköp ein. Nú er ég þeirrar skoðunar að þetta rómantíska viðhorf til náttúrunnar sé bæði heimskuleg og hættuleg mýta.

Á um það bil 100 milljón ára fresti rekst loftsteinn á stærð við fjall á jörðina og drepur nánast allt líf á plánetunni. Þetta er ágætis ábending um það hversu litlu flóknar lífverur eins og við skiptum náttúruna. Saga lífsins á þessari plánetu hefur verið saga miskunnarlausrar eyðileggingar og blindrar, linnulausrar endurnýjunar.

Lesa greinina Móðir náttúra er ekki vinur okkar á Vantrú


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband