Leita í fréttum mbl.is

Aðskiljum ríki og kirkju

Hvernig er hægt að halda því fram að hér sé alvöru aðskilnaður milli ríkis og Þjóðkirkju þegar setning Alþingis hefst með guðþjónustu?  Þetta er blaut tuska í andlit fjórðungs þjóðarinnar sem er trúlaus.  Vissulega er stór hluti þjóðarinnar (82%) skráð í Þjóðkirkjuna, en ekki nema helmingur þess telur sig kristinnar trúar.   Það þarf að byrja á því að leiðrétta trúfélagaskráningu hér á landi, þannig að hún gefi rétt mynd af viðhorfi þjóðarinnar, svo hægt sé að eiga vitrænar umræður um þessi mál.

Árið er 2007.  Það er fáránlegt að Alþingi hefjist með blessun trúarleiðtoga  Sérstaklega í ljósi þess að þessi trúarleiðtogi hefur barist gegn ýmsum framfaramálum eins og nýleg umræða um hjónabönd samkynhneigðra sannar.

Það eru engin rök þó þetta hafi alltaf verið svona, þetta sé hefð og eigi því bara að vera svona áfram.   Slík röksemdarfærsla er ekkert annað en hefðarrökvilla.

Þetta er skammarlegt.

Vantrú.is

(Þessa færslu er einnig hægt að lesa á Vantrú og þar er opið fyrir athugasemdir.)


mbl.is Þingmenn ganga til kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband