1.1.2010 | 13:55
Rúður og grunnstoðir samfélagsins
Rúða er rúða. Dapurlegra er að hugsa til þeirrar fjölskyldna sem þurfa að búa við heimilisofbeldi sem nefnt er eins og aukatriði í þessari frétt en af einhverjum ástæðum skrifar enginn blogg til að hneykslast á slíku. Það að brjóta rúðu í kirkju vekur athygli af því að það er óvenjulegt. Heimilisofbeldi er hins vegar hversdagslegt sem gerir það í raun enn sorglegra.
Oft og iðulega eru rúður brotnar í skólum án þess að nokkur líti á það sem árás á menntun eða lærdóm, hvað þá kennara eða handmennt, líffræði eða bókmenntir. Á miðnætti á áramótum kemur fyrir að menn og jafnvel unglingar séu ekki allsgáðir.
Enginn hugsandi trúleysingi færi að leggja þau spil upp í hendurnar á vælukjóum ríkiskirkjunnar að gera þá að einhverjum fórnarlömbum, því fátt er leiðinlegra en útburðarvæl þeirra við slíkar aðstæður, eins og sjá má í bloggfærslum við þessa frétt.
Biskupinn hefur líka bæst í grátkórinn og segir þetta rúðubrot "vega að grunnstoðum siðaðs samfélags". En rúða er bara rúða og ætli kirkjan sé ekki tryggð svo hún þurfi ekki að ganga á þessar fimm þúsund milljónir sem hún fær árlega frá ríkinu, eða aukasporslur.
Ekki er hægt að kommenta á moggabloggi Vantrúar en ef þið viljið gera athugasemd bendum við á spjallborðið okkar. Svo er alltaf hægt að lesa eitthvað áhugavert á vefsíðu Vantrúar.
24 rúður brotnar í Grensáskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr