Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Athafnavani

Líkt og með stóran hluta Íslendinga var ég alinn upp á heimili sem ekki gerði mikið úr trú og trúarbrögðum en var samt algjörlega fast í menningu hefðarkristninnar, sem er svo sterk á Íslandi. Alls staðar í kring um mig sé ég eins fjölskyldur. Fjölskyldur sem teljast til dyggra meðlima þjóðkirkjunnar en eru í rauninni trúlausir þjónar hefðarkristninnar.

Þegar ég á við hefðarkristni á ég við að fjölskyldan er skráð í Þjóðkirkjuna en er samt ekki trúuð. Trúir sem sagt ekki á yfirnáttúrulegar verur eins og til dæmis þríeinan guð. Sækir ekki guðsþjónustur reglulega og iðkar ekki trú á neinn á hátt heima við né annars staðar en er samt sem áður pikkföst í athafnavana kirkjunnar.

Lesið greinina Athafnavani á Vantrú.is


Morðóður andstæðingur manntals drepur 70.000

Frá þessum ótrúlega atburði er sagt í víðlesinni skáldsögu sem gefin var út fyrir stuttu í nýrri íslenskri þýðingu. Efnislega fjallar skáldsagan um það þegar ólánsöm hirðingjaþjóð lendir í klónum á gírugu goðmagni og er samskiptum þeirra fylgt eftir um þúsunda ára skeið.

Goðmagnið, Jahve, tekur nokkrum breytingum eftir því sem á líður söguna. Í fyrstu er hann alvaldur guð sköpunar, fjarlægur og hulinn mannkyni, en vaknar einn daginn upp við vondan draum og kemst að því að enginn man lengur eftir honum. Hann móðgast svo mjög að hann ákveður að þurrka út mannkynið, eða því sem næst – af áætluðum 100 milljónum jarðarbúa á síðsteinöld bjargast aðeins 0,000008%.

Lesa greinina Morðóður andstæðingur manntals drepur 70.000 á Vantrú.is


Ofstæki og hatur

Ég er búinn að fá mig fullsaddan af helgislepju, hatursáróðri, heimsku og lygum kirkjunnar manna og ætla að berjast gegn forheimskun minna barna og annarra á opinberum vettvangi. Ég vil ekki að menn komist upp með rangfærslur, óbilgirni, ósannsögli og ósanngirni í nafni heilags sannleika.
Lesið greinina Ofstæki og hatur á Vantrú.is

Fimm mínútna biblían

Þjóðkirkjuprestar reyna að varpa þeirri mynd á stofnunina sína að hún sé forsvarsmaður hófsamrar trúar og fræðilegrar umfjöllunar um biblíuna. Að ógleymdum málflutningi þeirra sjálfra, þá gefa bækurnar sem Skálholtsútgáfan, útgáfufélag ríkiskirkjunnar, einnig sterklega til kynna að svo er raunin alls ekki. Ein af þessum bókum er Fimm mínútna biblían, en hún er full af barnalegum biblíutúlkunum, vanþekkingu á biblíunni og trúarviðhorfum sem flokkast hæglega sem öfgatrú.

 

Lesið um Fimm mínútna biblíuna á Vantrú.is


Vér fúndamentalistar

Trúleysingjar hafa minna fyrir því að fá á sig öfgastimpilinn og reyndar virðist stundum nægilegt að gagnrýna trúarbrögð opinberlega. Kannski telja einhverjir að nóg sé að hópur sé fámennur til að skilgreina megi hann öfgafullan, að meirihlutinn sé ávallt hógvær en þeir sem gagnrýna ríkjandi ástand séu óalandi öfgamenn.
Lesið greinina Vér fúndamentalistar á Vantrú.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband