Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Að vita ekki betur

Þegar nýsettur bandaríkjaforseti var vígður inn í embætti fyrir nokkrum dögum síðan þá varð mér hugsað til sjálfrar mín í sveitakirkjunni forðum daga. Á ákveðnum tímapunkti þá lutu allir höfði í bæn í innsetningarræðunni. Eldri dóttir Obama hins vegar gerði það sama og ég fyrir þessum ótölulega fjölda ára. Hún laut ekki höfði. Hún lokaði ekki augunum. Það var líka hlutur sem ég átti alltaf erfitt með.
Lestu greinina Að vita ekki betur á Vantrú.is

Líf og dauði

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fólk getur dáið á hvaða aldri sem er, að meðaltali verðum við Íslendingar þó manna elstir. En lífslíkur eru þó enn innan við ein öld. Ein öld er ekki langur tími í sögu þjóðar eða siðmenningar, enn styttri í sögu tegundar, styttri enn í sögu jarðar en stystur þó í sögu alheimsins.

Þeir sem ná háum aldri deyja þó oftar en ekki saddir lífdaga, kannski vegna þess að þeir hafa horft á eftir svo mörgum, heilsan er þrotin eða þrekið. En menn dreymir marga um eilíft líf og oftar en ekki er það grunnstefið eða hryggjarstykkið í trúarbrögðunum. Skandínavar segja þó að allir vilji til himna en enginn vilji deyja. Og að vestan kemur setningin: “Many people seek eternity who don’t know what to do with themselves on a rainy afternoon.”

Lesið greinina Líf og dauði á Vantrú.is


Sérréttindi ríkiskirkjunnar óverjanleg

Þegar stjórnarskrá og lög voru samin um sérréttindi ríkiskirkjunnar var það gert á þeirri forsendu að innan hennar væru nær allir landsmenn. Þessu hefur öllu verið snúið við. Nú er innan við 80% þjóðarinnar í ríkiskirkjunni, flestir væntanlega af gömlum vana enda vitum við að þessar tölur eru ekki í samræmi við trúarviðhorf þjóðarinnar, a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar aðhyllist ekki trú.  Þó eru sérréttindi ríkiskirkjunnar óbreytt og hún sogar til sín milljarða úr ríkissjóði á hverju ári. Fækkun í kirkjunni kallar á breytingu á stöðu hennar. Aðskilja þarf ríki og kirkju núna.

Á sama tíma eru ríflega 10% þjóðarinnar sem falla utan þeirra trúfélaga sem ríkið viðurkennir. Þarna er pottur brotinn. Þetta fólk getur hvergi sótt þá þjónustu sem trúfélög veita með styrk úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessi ríflega 10% borga sína skatta en geta ekki sótt þjónustu á við þau sem trúfélögin bjóða varðandi jarðarfarir, hjóna- og manndómsvígslur. Þetta er í raun aðalhlutverk trúfélaga og það er með öllu ólíðandi að stór hluti landsmanna séu talin þriðja flokks borgarar með þessum hætti.

Vantrú fagnar þessari þróun og hvetur alla til að huga að trúfélagsskráningu.

Vantrú.is


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing trúleysingja

Mér finnst það ákaflega skrítið árið 2009, á þessum tímum upplýsinga, þekkingar og vísinda að þurfa að rökstyðja sérstaklega trúleysi mitt meðan hverskonar trú þykir “eðlileg”.
Lesið hugleiðingu trúleysingja á Vantrú.is

Bjarni Harðar og fyrirgefningin

Við erum best, aðrir eru aumingjar. Þannig hljómar boðskapur margra hálf-kristinna sem hafa á einhvern furðulegan hátt blandað saman trúarboðskap kirkjunnar og senofóbíu þjóðernishyggjunnar.

Einn slíkur er Bjarni Harðarson, yfirlýstur trúleysingi sem hælir kristnu siðgæði í bak og fyrir. Tilgangur Bjarna virðist einmitt vera að gera lítið úr þeim menningarheimi sem ekki telst kristinn. Boðskapurinn er einfaldur: Meðlimir hinna kristnu samfélaga (les: Vesturlandabúar) eru bestir, hinir eru aumingjar og ef ekki réttdræpir þá alla vega getum við sofið rótt þótt þeir séu drepnir í okkar nafni.

Lesið greinina Bjarni Harðar og fyrirgefningin á Vantrú.is


Sirkus trúarbragðanna

Á þrettándanum birtist ágæt grein Gunnars Hersveins um tilgangsleysi stríðs vegna hörmunganna í Palestínu. Undir grein Gunnars birtist grein Alberts Jensen um trúmál þar sem hann þakkar meðal annars Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra fyrir að hafa „ógilt fyrir borgarbúum fjandsamlega úthlutun á lóð fyrir mosku í Elliðaárdalnum“. Albert mærir fyrrverandi múslimakonur fyrir að benda meðal annars á kvennakúgun í löndum múslima og vitnar í þau orð þeirra að nauðsynlegt sé að gagnrýna trúarbrögð.

 

Lesið greinina Sirkus trúarbragðanna á Vantrú.is


Þeir sem læra ekki af sögunni

Og erum við virkilega ekki komin lengra árið 2009 en að þurfa enn að burðast með heila stétt manna sem þykist vera fulltrúar guðs á jörðu? Getur það verið? Þurfa Íslendingar virkilega að verja fimm eða sex þúsund milljónum árlega í að halda æðri mætti góðum eða segja honum fyrir verkum, byggja honum hús og hallir?
 Lesið greinina Þeir sem læra ekki af sögunni á Vantrú.is

Illskuvandamálið og réttlátur Guð

Í kristninni er Guð hins vegar skilgreining réttlætis, miskunnsemi og góðvildar. Ef Guð gerir eitthvað sem okkur virðist vera ranglátt, grimmilegt eða illskulegt, þá höfum við rangt fyrir okkur, því samkvæmt skilgreiningu hefur Guð alltaf rétt fyrir sér.
Lesið greinina Illskuvandamálið og réttlátur Guð á Vantrú.is

Ágæt byrjun

Vantrú tekur undir með UVG, það er fagnaðarefni að það sé skorið niður um 400 milljónir hjá ríkiskirkjunni.  Þess má þó geta að ríkiskirkjan mun fá jafn mikið í krónum talið frá ríkinu árið 2009 og árið 2008, niðurskurðurinn er frá fyrra fjárlagafrumvarpi.  Vissulega þarf að taka tillit til verðhækkana þegar fjárframlög eru borin saman milli ára en það er örugglega skorið meira niður hjá sumum öðrum ríkisstofnunum.

Við minnum á að prestar eru enn á þokkalegum launum, byrjunarlaun þeirra eru 530.000 og margir prestar eru með 7-800.000 í laun á mánuði frá ríkinu.

Það eru erfiðir tímar framundan, hættum að ausa fé í ríkiskirkju og látum hana sjá um sig sjálfa.

Vantrú.is


 


mbl.is Ung vinstri græn fagna niðurskurði við þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annáll 2008

Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt,
og glóandi birtuna lagði yfir allt-
og aldirnar gegnum mér glóa hún virtist,
sem gegnsæ þýðing mér heimurinn birtist.

Árið 2008 var ansi tíðindamikið ár í trúmálum á landinu. Áður óþekktur trúarhiti í ýmsum stjórnmálamönnum gerði vart við sig - sumir sem síðar sögðu af sér - þegar umræðan um ný grunnskólalög áttu sér stað á Alþingi.

Ríkiskirkjuprestar og -biskup héldu áfram að reyna hamra á því bölvaða og skammarlega rugli að án trúar sé fólk því sem næst tilfinningalaust (það getur bara hatað býst ég við) en þannig málflutningur er aðeins til smánar og minnkunar. Einn hatrammasti verndari og haturspostuli kristna siðsins á landinu féll frá í lok ágúst. Ýmis mál komu upp sem skóku innviði ríkiskirkjunnar. Fólk hélt áfram að segja sig úr ríkiskirkjunni. Og Vantrú varð fimm ára.

Í þessum annál verður reynt að stikla á stóru með því að vekja athygli á því helsta sem henti síðasta ár, vísa í valdar og góðar greinar sem voru skrifaðar, benda á hvað Vantrú hafðist fyrir í fyrra og reyna krydda þennan vaðal með einhverju léttu og skemmtilegu efni.

En byrjum á Vantrú.

Lesið framhaldið af Annál 2008 á Vantrú.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband