Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Rökleysur sköpunartrúmanna

Sköpunartrúin hefur hafið innreið sína til Íslands og hafa aðventistar m.a. haldið fyrirlestra með erlendum fyrirlesurum um hvernig útskýra má Nóaflóðið út frá kenningum jarðvísindanna og hvernig renna megi „vísindalegum“ stoðum undir ungan aldur jarðar skv. tímatali Biblíunnar.

Hér eru tvær greinar sem taka á sköpunartrú sem birst hafa á Vantru.is:

Sköpunarsagan snýr aftur

og svo önnur í gamansamari dúr:

Hvernig skal rökræða við sköpunarsinna

Fleiri greinar um vísindi og trúmál má finna undir flokknum „Vísindi og trú“ á Vantrúarvefnum.


Grænsápubiblían

Það er ljóst að í nýju þjóðkirkjuþýðingunni, hinni svokölluðu Grænsápubiblíu, mun Þjóðkirkjan breyta hlutum sem fara fyrir brjóstið á henni. Til dæmis mun Jesús ekki lengur segja :

"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn." (Lk 14:26)

Nei, þetta getur ekki passað við fjölskyldistefnu Þjóðkirkjunnar. Þess vegna segir Jesús núna:

"Enginn getur komið til mín og orðið lærisveinn minn nema hann taki mig fram yfir föður og móður, maka og börn, bræður og systur og enda yfir eigið líf."

Vantrú hefur ákveðið að hjálpa Þjóðkirkjunni við að "leiðrétta" biblíuna enn meir, til dæmis leggjum við til að þessi orð Jesús:

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. (Mt 25:41)

Verði breytt í:

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, elskurnar mínar, í þá eilífu myndrænu líkingu á aðskilnaði frá Guði, sem búin er táknrænni myndlíkingu hins illa og árum hennar.


mbl.is „Biblía 21. aldarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

María Sigurðardóttir miðill - Besti svikamiðill á Íslandi?

Við viljum vekja athygli á grein dagsins þar sem Vantrú flettir ofan af Maríu Sigurðardóttur sem margir vilja meina að sé besti miðill Íslands.  Ef þið lesið bara eina grein á netinu í dag,lesið þá þessa.  Látið orðið ganga.

Vantrú.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband