Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Í fótspor falsspámanns

Um daginn var sagt frá því að átta ára stúlka í Jemen hafi fengið að skilja frá tuttuguogátta ára eiginmanni sínum. Flestum þykir það eflaust ógeðslegt að það skuli tíðkast að gifta stúlkur svona ungar, en þetta vandamál á sér að einhverju leyti trúarlegar rætur.

Fyrir um fjórtán öldum síðan giftist maður á sextugsaldri sex ára stelpu og svaf hjá henni þegar hún var níu ára gömul [1]. Ef til vill hefði verið fyrir bestu ef að þetta hjónaband hefði aldrei komist á spjöld sögunnar, því að gamlinginn var enginn annar en Múhameð, stofnandi múhameðstrúar.

Lesa greinina Í fótspor falsspámanns á Vantrú.is


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aprílgabb Vantrúar

Mbl.is "gleymir" að segja frá aprílgabbi Vantrúar sem heppnaðist vel þetta árið.  Vefsíðan andkristni.net var stofnuð og búin til frásögn af því að félagið hefði klofnað vegna ágreinings um áherslur.   Háværar deilur urðu svo milli þessa klofningshóps og annarar vantrúarmeðlima.

vantrú.is


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband