Leita í fréttum mbl.is

Vantrúarbingó á Austurvelli

Á morgun, föstudaginn langa, klukkan 1300, verður haldið við unga hefð með hinu árlega Vantrúarbingó á Austurvelli.   Brakandi bingóspjöld, rjúkandi heitt kakó og forboðnar, heimabakaðar kleinur. Aðgangur að herlegheitunum er ókeypis og vitaskuld má ekki gleyma að veglegir vinningar verða í boði.

Lesa um Vantrúarbingó á Austurvelli á heimasíðu Vantrúar.


Kaþólsk vika: Af perrum og páfum

Þessa vikuna beinir Vantrú gagnrýni sinni að hinni klikkuðu kaþólsku kirkju.  Moggabloggarar þekkja þá bilun vel enda er einn ötulasti talsmaður þeirrar kirkju hér á landi hinn snarruglaði moggabloggari Jón Valur Jensson.

Í grein dagsins skoðum við perraskap kaþólsku kirkjunnar í gegnum tíðina. 

Græðgi og grimmd var einkenni kaþólsku kirkjunnar á síðmiðöldum. Siðspilling hreiðraði um sig, prestar jafnt sem prelátar tóku það sem þeim sýndist og voru ekkert að fela það. Skipti þá engu hvort það voru jarðneskar eigur fólksins eða líkamar barna þeirra til óeðlilegra afnota.

Lesa greinina Af perrum og páfum á Vantrú. 


Glútamanía: MSG og Kínamatarheilkennið

msg-crystals Flestir kannast við að hafa heyrt MSG einhvern tímann getið, sem á íslensku hefur einnig verið nefnt "þriðja kryddið". Algengt er líka að tengja það við eitthvað hættulegt eða óæskilegt. Hvers vegna væru sum matvæli annars merkt "Án MSG" á umbúðunum?

En hvað er þetta MSG og hví er verið setja þetta í matinn okkar, öllum okkar til ógnar og skelfingar ? Getur nokkuð verið að öll þessi hræðsla við þetta efni sé einfaldlega byggð á hjátrú og efnafóbíu, líkt og sætuefnið aspartam sem hefur þurft að berjast við svipaða fordóma ?

Lesa greinina Glútamanía: MSG og Kínamatarheilkennið á Vantrú.is


Trúfélagaskráningin er kolvitlaus

Það blasir við þegar trúfélagaskráning íslendinga er skoðuð að hún er kolvitlaus.  Hér á landi eru börn sjálfkrafa skráð í trúfélag móður og fæstir velta skráningunni fyrir sér.

Kannanir sýna fram á að rétt rúmlega 50% þjóðarinnar segjast aðhyllast kristna trú, samt eru 80.6% landsmanna skráðir í Ríkiskirkjuna og rétt rúmlega 90% alls í kristin trúfélög.  Íslendingar eru upp til hópa sinnulausir í trúmálum, en í krafti auðs hefur Ríkiskirkjan fáránlega mikil völd og treður sér í leik- og grunnskóla með lygaáróður sinn.

Af hverju í ósköpunu heldur Ríkið skrá yfir trúfélagsaðild þegna landsins?  Er ekki mál að linni, látum trúfélög sjá um að halda skrá um sína félagsmenn og innheimta af þeim gjöld. 

Vantrú hefur undanfarin ár aðstoðað fólk við að leiðrétta trúfélagaskráningu sína og hefur nú aðstoðað rúmlega sex hundruð manns.  Langflestir taka aðstoð fagnandi og hafa verið lengi á leiðinni að skrá sig úr Ríkiskirkjunni - en frestað því.

Við hvetjum ykkur til að leiðrétta skráningu ykkar.  Ríkiskirkjan mismunar fólki, takið afstöðu.

Vantrú.is


mbl.is 0,9% þjóðarinnar skiptu um trúfélag árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðir náttúra er ekki vinur okkar

walkintheforest Eins og svo margir aðrir treysti ég einu sinni á visku náttúrunnar. Ég hugsaði mér að það væru mörk milli hins náttúrulega og hins manngerða, milli einnar dýrategundar og annarrar, og ég hélt að með genafikti kölluðum við yfir okkur ósköp ein. Nú er ég þeirrar skoðunar að þetta rómantíska viðhorf til náttúrunnar sé bæði heimskuleg og hættuleg mýta.

Á um það bil 100 milljón ára fresti rekst loftsteinn á stærð við fjall á jörðina og drepur nánast allt líf á plánetunni. Þetta er ágætis ábending um það hversu litlu flóknar lífverur eins og við skiptum náttúruna. Saga lífsins á þessari plánetu hefur verið saga miskunnarlausrar eyðileggingar og blindrar, linnulausrar endurnýjunar.

Lesa greinina Móðir náttúra er ekki vinur okkar á Vantrú


Þegar lögin byggja á trú í stað skynsemi

Eins og flestir vita eru þegnar Sádi Arabíu guðræknir með afbrigðum. Réttarfarið þar grundvallast á Sharía-lagakerfinu sem aftur byggist á Kóraninum og öðrum helgiritum ásamt túlkunum á þeim. Engan skyldi því undra þótt að nornir skuli dæmdar til dauða í slíku ríki trúarinnar. Fyrir nokkrum öldum gekk mikið galdrafár yfir hinn kristna heim þar sem óheyrilegur fjöldi manna var tekinn af lífi fyrir galdraiðkun. Allt sprettur þetta upp af þeirri hjátrú að til séu galdramenn og að guði almáttugum sé af einhverjum ástæðum meinilla við slíkt fólk.

Vesturlönd urðu fyrir þeirri gæfu að ganga í gegnum tímabil Upplýsingar á 18. öld þar sem kreddum trúarbragðanna var að mestu ýtt til hliðar og vald þeirra skertist til muna. Hinn íslamski heimur á enn eftir að ganga í gegnum þetta ferli eins og dæmið í þessari frétt sýnir fram á. 

Við vonum að þessum dauðadómi verði aflétt af vesalings konunni sem fyrst. Of mörgum hefur verið fórnað á þessu altari heimskunnar sem kallast í daglegu máli trúarbrögð. Mál er að linni.


mbl.is Sádi-arabísk kona bíður aftöku fyrir galdra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslamistar með afslætti

Íslamistar og naívistar - Íslam með afslætti Nýlega hafa tvær bækur um Íslam komið út hér á landi. Fyrir jól kom út bókin Íslamistar og naívistar og í janúar gaf Nýhil út bókina Íslam með afslætti.

Það mætti segja að bækurnar standi fyrir sitthvora hlið umræðunnar um Íslam, annars vegar hlið þeirra sem hafa efasemdir um ágæti Íslam og útbreiðslu þeirra trúarbragða á vesturlöndum og hins vegar sjónarmið fólks sem finnst umræðan um Íslam einkennast af fordómum og rangfærslum.

 

Lesa Íslamistar með afslætti á Vantrú.is


Kærleikur, mildi og miskunnsemi

Mér hefur lengi blöskrað skilningsleysi og fordómar margra landa minna og Vesturlandabúa almennt í garð Íslam og múslima. Myndin sem við gerum okkur af hvoru tveggja er tengd órofa böndum hryðjuverkum og kvennakúgun. Þessi tenging er ekki ástæðulaus, en hún er einföldun.

Lesa greinina Kærleikur, mildi og miskunnsemi á Vantrú.is


FAQ: Af hverju skrifið þið ekki meira um múslima?

Vantrú er nú að sigla inn í sitt fimmta starfsár og hefur allt frá upphafi tekið fyrir margvísleg hindurvitni og það kjaftæði sem plagar okkar ágætu veröld. Kristni hefur hér verið fyrirferðarmikil af skiljanlegum orsökum þar sem þau trúarbrögð eru allsráðandi í okkar litla samfélagi og yfirgangur kirkjunnar ískyggilega mikill. Oft höfum við verið spurðir hvers vegna við fjöllum ekki meira um önnur trúarbrögð og sérstaklega virðist manni að nokkur eftirspurn sé eftir gagnrýnni umfjöllun um íslam. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að lítið er fjallað um önnur trúarbrögð en kristni hér og þær helstu eru tíundaðar hér.
Lesa FAQ: Af hverju skrifið þið ekki meira um múslima? á Vantrú.

Ágústínusarverðlaun Vantrúar 2007

Vantrú hefur nú í tvö ár veitt verðlaun fyrir framfarir í kristilegum guðvísindum sem prestar og aðrir trúmenn láta útúr sér á hverju ári sem fengið hefur nafnið Ágústínusarverðlaunin. Til stendur að gera þetta að veglegri hátíð í framtíðinni þar sem verðlaunahöfum verða veitt glæsilegt og innrammað viðurkenningaskjal fyrir ívíð kærleiksríkan og kristilegan málflutning. Árið 2007 komu vissulega ýmis gullkorn frá pontum og bloggum trúaðra guðfræðinga rétt einsog árið 2006 og 2005, og vonandi verður engin skortur á viðlíka guðfræðilegum afrekum þetta árið.

Lesa Ágústínusarverðlaun Vantrúar á Vantrú.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband