Leita í fréttum mbl.is

Undarlegur samanburður?

Af hverju er ríkiskirkjufólkið alltaf að bera framlög til ríkiskirkjunnar saman við framlög til stofnana innanríkisráðuneytisins? Það mætti halda að ríkiskirkjan væri bara enn ein stofnun innanríkisráðuneytisins. Hún er það auðvitað, en kirkjufólk vill sjaldan kannast við þá staðreynd.

En ef kirkjan er ósátt við upphæð framlags ríkisins í formi sóknargjalda, þá er til afskaplega einföld lausn á fjárhagsvanda ríkiskirkjunnar: taka upp félagsgjöld. Stjórnendur ríkiskirkjunnar vilja það ekki, af því að þeir vita að þá myndu fækka all-verulega í ríkiskirkjunni.


mbl.is Prestum hefur fækkað um 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír mánuðir á Íslandi

Það væri gaman ef íslensk stjórnvöld gætu fordæmt þetta, en því miður er guðlast líka glæpur á Íslandi. Hann hefði þó bara getað fengið 3 mánuði fyrir þenann hræðilega glæp ef hann væri Íslendingur.

Hægt er að fræðast meira um guðlast á Íslandi á guðlastssvæði Vantrú.is


mbl.is Tíu ára fangelsi fyrir tíst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparar ríkinu mikinn pening

Ein frábær ástæða fyrir því að skrá sig úr ríkiskirkjunni er sú að svona getur maður minnkað útgjöld ríkisins (fyrir utan aðrar ástæður, eins og t.d. þá að með því er maður að styðja aðskilnað ríkis og kirkju).

Ef maður gerir ráð fyrir því að 375 manns skrái sig úr ríkiskirkjunni og fari utan trúfélaga, þá minnka útgjöld ríkisins um ~4,1 milljónir. Á hverju ári.


mbl.is 375 sögðu sig úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langtum hærri framlög

Ef maður skoðar fjárlögin, þá sér maður að framlögin til ríkiskirkjunnar eru miklu hærri en 1.474 milljónir króna. Á blaðsíðu 361 á fjárlögunum er til dæmis þessi tafla:

 Fjárlög

Ef framlag vegna kirkjugarða og sóknargjöld til annarra trúfélaga eru tekin frá (287 milljónir) þá sést að heildarframlag til ríkiskirkjunnar er um það bil 3.950 milljónir.

Ef þú vilt lækka þessa tölu, þá geturðu gert það með því að skrá þig úr ríkiskirkjunni.


mbl.is Framlög til þjóðkirkjunnar hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristnu gildin eru þarna enn

Það er einungis fellt út að lagasetning skuli taka mið af kristnum gildum.  Enn er talað um að:

Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi. Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkju Íslands samkvæmt stjórnarskrá.

Landsfundur telur mikilvægt að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.  

 

Sjálfstæðisflokkurinn kýs semsagt ríkisafskipti af trúmálum og einhver óljós kristin gildi.  Ríkið innheimtir engin félagsgjöld.

Vantrú: Kristilegi Sjálfstæðisfokkurinn 


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristilegi Sjálfstæðisflokkurinn

Þessi ályktun kemur ekki eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Síðustu ár hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks verið í forsvari þeirra sem verja ríkiskirkjuna og kristni á Alþingi. Árni Johnsen mætti með Biblíuna í púltið þegar reyna átti að hafa leik- og grunnskólalög veraldleg, Þorgerður Katrín hefur verið iðin við að berjast gegn því að lífsskoðunarfélög fái sömu réttindi og trúfélög og Bjarni Benediktsson mætti fyrir nokkrum mánuðum í útvarpsþáttinn Harmageddon og varði hin kristilegu gildi. Ef stjórnmálaflokkur daðrar ítrekað við djöfulinn þarf varla að koma á óvart þegar fjandinn mætir á fund og hefur betur.
 
Sjá nánar á Vantrú.is: Kristilegi Sjálfstæðisflokkurinn 
mbl.is Kristin gildi ráði við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með akademíska ábyrgð?

Fólk getur haft mismunandi skoðanir á kvörtun Vantrúar. Við teljum eðlilegt að benda á að kennslan hafi verið einhliða og gefið villandi mynd af félaginu. Til þess að fá niðurstöðu í þetta mál, hefði siðanefnd þurft að hafa vinnufrið.

Á endanum snýst þetta mál ekki um að hefta akademískt frelsi, eins og haldið er fram í sífellu, heldur um það sem kalla mætti „akademíska ábyrgð“, enda fylgir öllu frelsi ábyrgð. Glærur Bjarna Randvers eru nánast hættar að skipta nokkru máli í umfjölluninni, en þær voru þó upphafleg ástæða þess að Vantrú sendi erindi inn til siðanefndar. Hópur háskólafólks hefur þyrlað upp miklu moldviðri í kringum þetta mál, ráðist að Vantrú og siðanefnd, svo aldrei hefur í raun tekist að fjalla um sjálft umkvörtunarefnið. Ef ekkert er að glærunum, af hverju fékk siðanefnd ekki að kafa ofan í saumana á málinu?

Um "Heilagt stríð" og "einelti" Vantrúar

 

Og hvað með þátt Péturs Péturssonar?  Það er ómerkilegt af félaginu að ráðast á siðanefnd en láta eins og Pétur hafi ekkert haft með þetta að gera.


mbl.is Akademískt frelsi kennarans ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristin arfleifð Snorra í Betel

Samkvæmt grunnskólalögum, eiga starfshættir grunnskóla að mótast af “kristinni arfleifð íslenskrar menningar”. Ein af arfleifðum kristninnar er sú skoðun að samkynhneigð sé synd, enda er trúarrit kristinna manna ekki beint jákvætt í garð þess.

Nánar í greininni Kristin arfleifð Snorra í Betel á Vantrú.is.


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1789

Hið rétta er að það fækkaði um 1789 í ríkiskirkjunni á síðasta ári, ekki 1589 eins og fram kemur í frétt mbl.is

Nánar er fjallað um málið á Vantrú.is.

Vantrú


mbl.is Enn fækkar í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndað einelti

Morgunblaðið hefur undanfarið verið í herferð gegn félaginu Vantrú með afar einhliða og villandi umfjöllun um erindi félagsins til siðanefndar HÍ. Það hlýtur að vekja athygli þegar bloggfærsla Jóns Ólafssonar er talin fréttaefni á mbl.is en ekki aðrar bloggfærslur, eins og t.d. bloggfærsla Egils Helgasonar. Hvernig stendur á því?

Í grein dagsins á Vantrú er fjallað um þetta meinta "einelti" sem Morgunblaðið fullyrti að Vantrú stæði fyrir. Hvernig tengist Roy Hogdson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, því máli eiginlega?

Vantrú: Ímyndað einelti


mbl.is Málið snýst um inngrip í kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband