Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.10.2009 | 20:38
Það sem er gott
Ég sjálfur hef tekið þátt í þessu átaki og fór á gamals aldri í appelsínugulan bol merktan Vantrúnni góðu, vopnaður eyðublöðum frá Þjóðskrá og gaf mig á tal við fólk og kynnti fyrir því átakið.
Það er skemmst frá því að segja að ég þurfti eiginlega ekki að ýta þessu að fólki með fagurgala. Fólk bara kom til mín. Sumir voru forvitnir að vita hvað væri í gangi meðan aðrir vissu alveg hvað ég var að gera.
Lesið greinina Það sem er gott á Vantrú.is
1.9.2009 | 14:02
Ráðum frekar tvær löggur
Væri ekki nær að ráða tvær löggur frekar en (enn) einn prest? Eins og Vantrú benti á í gær eru löggur ekki bara gagnlegri en prestar heldur líka töluvert hagkvæmari.
Átta sóttu um prestsembætti í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 10:18
Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn
Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarið farið mikinn í umræðum á bloggsíðu sinni. Þar er ótalmargt sem vert er að benda á og við munum gera það á næstunni. Við ætlum hins vegar að byrja á ummælum hans í okkar garð.
Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.
Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.
Lestu greinina Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn á Vantrú.is
5.7.2009 | 17:07
Siðlausir sölumenn
Kristniboð er siðlaust. Vestrænir sölufulltrúar kristinna safnaða berjast um sálir í ríkjum þriðja heimsins.
Til þess er ekki einungis notast við vopn trúarinnar heldur afurðir vísinda. Sölumennirnir koma færandi hendi, byggja brunna og afhenda lyf. Ávexti tækni og vísinda.
En böggull fylgir skammrifi. Það fylgir nefnilega ekki sögunni að um afrakstur vísinda sé að ræða heldur er tæknin notuð til að selja saklausu fólki tiltekin hinurvitni.
Kannski má færa rök fyrir því að þessi nýju hindurvitni séu skárri en þau sem fyrir voru en væri ekki best að mennta þetta fólk betur? Til hvers að ljúga að fólki um illa anda og góða? Af hverju að skipta út einni galdratrú fyrir aðra í stað þess að fræða fólk um raunveruleikann? Getur verið að í starfi kristniboða séu fólgnir fordómar gegn því fólki sem verið er að hjálpa? Að kristniboðarnir treysti fólkinu ekki til að sleppa galdratrú?
Kristniboð er siðlaust og kristniboðar eru siðlausir sölumenn. Krisniboð er ekki hjálparstarf. Þeir sem eru mótfallnir kristniboð er á engan hátt á móti hjálparstarfi.
Fáeinar greinar um kristniboð á Vantrú.
Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook
9.5.2009 | 10:54
Hvað með orgelið?
Grafarvogssöfnuður skuldar hálfan milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 13:04
Kraftaverk í lögreglufylgd
það vakti athygli vantrúarseggja að lögreglan var áberandi á svæðinu og fylgdi skrúðgöngunni. Tveir vaskir menn á mótorhjólum lokuðu götunni svo ekki yrði ekið yfir hersinguna og tveir aðrir röltu meðfram og höfðu gætur á göngumönnum. Himinhár laganna vörður fylgdi biskup alla leið að kirkjunni og gaf saklausum trúleysingjum illt auga þar sem þeir stóðu álengdar og tóku ljósmyndir.
Lesið greinina Lögreglustjóri vor, frelsa oss frá illu á Vanrú.is
Vantrú.is
Gangandi kraftaverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook
24.4.2009 | 15:13
Ríkiskirkjuprestur
Prestar Þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn enda er Þjóðkirkjan ríkiskirkja. Þessi frétt er enn ein staðfesting á því.
Presturinn kemur kjörseðlum heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 12:02
Skráið ykkur úr ríkiskirkjunni
Þeir sem eru ósáttir við að séra Gunnar Björnsson mæti aftur til starfa sem sóknarprestur í Selfossprestakalli geta sýnt óánægju sína í verki með því að skrá sig úr ríkiskirkjunni.
Sækið eyðublað (pdf skjal með hvítum bakgrunni), prentið út, fyllið út og sendið til Þjóðskrár, annað hvort í pósti [Þjóðskrá | Borgartúni 24 | 150 Reykjavík], með símbréfi (faxi) í síma 5692949 eða afhendið á skrifstofu Þjóðskrár. Ef foreldrar vilja breyta trúfélagsskráningu barns undir 16 þarf að sækja sérstakt eyðublað (vísun á eyðublað neðst á síðu) og báðir forráðamenn að skrifa undir.
Vantrú hefur nú aðstoðað næstum 800 manns við að leiðrétta trúfélagsskráningu sína.
Gunnar tekur við 1. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook
17.3.2009 | 23:06
Þórhallur tilnefndur til Ágústínusarverðlauna Vantrúar
Þórhallur Heimisson er ekki einungis í framboði til Alþingis heldur er hann einnig meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru til Ágústínusarverðlauna Vantrúar fyrir árið 2008.
L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook
13.3.2009 | 14:52
Notum skattaskýrsluna
Samkvæmt könnunum er rétt um 50% þjóðarinnar kristinn og um 20-30% þjóðarinnar guð- og/eða trúlaus. Rétt er þó að taka fram að trúað fólk er, skv. Gallup, líklegra til að svara könnunum um trúarviðhorf heldur en þeir sem eru trúlitlir eða trúlausir.
Túlkun blaðamanns á flokknum "Óskráð trúfélög og ótilgreind" er ansi vafasöm enda vitum við lítið um þennan hóp. Þjóðskrá heldur ekki utan um skráningu þessa fólks. Við sem höfum séð hvernig fólk fyllir inn í þennan reit vitum að hér hefur fólk meðal annars skrifað Múmínálfafélagið og Siðmennt. Hvorugt telst trúfélag. Því er rangt að segja að um 97% þjóðarinnar sé í trúfélögum.
Við vitum að í gegnum tíðina hefur margt fólk verið skráð í þjóðkirkjuna án vitundar sinnar eins og má sjá hér á bloggfærslu Más Örlygssonar. Það er því rétt að hvetja fólk til að hringja í Þjóðskrá og athuga hvort skráning þeirra og fjölskyldumeðlima sé rétt.
Vantrú telur eðlilegast að skráning í trúfélög sé sett á skattaskýrslu einstaklinga. Þar gæti fólk leiðrétt skráningu sína ef þörf krefur. Um leið ætti að taka upp á þeirri nýbreytni að þeir einir sem eru í trúfélagi greiði sóknargjöld.
Ekki sjálfgefið að trúin sé meðfædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook
Eldri færslur
- September 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Ágúst 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- Febrúar 2013
- Maí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
RSS-straumar
Bloggvinir
- 1962
- astan
- bjorndarri
- elly
- finnurtg
- fraedingur
- frisk
- gussi
- hjaltirunar
- isleifure
- jensgud
- jevbmaack
- johannpall
- jonsigurjonsson
- killjoker
- krizziuz
- loopman
- maggadora
- malacai
- nerdumdigitalis
- orvitinn
- rafurmagnad
- svanurmd
- svartfugl
- vefritid
- vest1
- woland
- aring
- apalsson
- fsfi
- graceperla
- minos
- eyfeld
- andmenning
- legopanda
- omnivore
- dosi88
- styrmirr