Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Séra Baldur Kristjánsson og fordómarnir

Fyrir nokkru skrifaði Baldur Kristjánsson prestur eftirfarandi klausu á bloggið sitt:

Það er í tísku að tala niður til starfa presta í bloggheimum. Það gera iðulega ungir kálfar með mikið fjör og mjóa leggi en litla reynslu af lífinu.

Hér sjáum við ágætlega leið sem hentar þeim sem ekki vilja stunda heiðarlegar rökræður. Andstæðingurinn er tekinn fyrir og búinn til skrípamynd af honum. Augljóslega veit séra Baldur ákaflega lítið um gagnrýnendur sína. Trúleysinginn sem gagnrýnir prestinn er ungur og reynslulaus. Þetta heita fordómar.

Lesið pistilinn um Séra Baldur Kristjánsson og fordómana á Vantrú.is


Að vita ekki betur

Þegar nýsettur bandaríkjaforseti var vígður inn í embætti fyrir nokkrum dögum síðan þá varð mér hugsað til sjálfrar mín í sveitakirkjunni forðum daga. Á ákveðnum tímapunkti þá lutu allir höfði í bæn í innsetningarræðunni. Eldri dóttir Obama hins vegar gerði það sama og ég fyrir þessum ótölulega fjölda ára. Hún laut ekki höfði. Hún lokaði ekki augunum. Það var líka hlutur sem ég átti alltaf erfitt með.
Lestu greinina Að vita ekki betur á Vantrú.is

Sérréttindi ríkiskirkjunnar óverjanleg

Þegar stjórnarskrá og lög voru samin um sérréttindi ríkiskirkjunnar var það gert á þeirri forsendu að innan hennar væru nær allir landsmenn. Þessu hefur öllu verið snúið við. Nú er innan við 80% þjóðarinnar í ríkiskirkjunni, flestir væntanlega af gömlum vana enda vitum við að þessar tölur eru ekki í samræmi við trúarviðhorf þjóðarinnar, a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar aðhyllist ekki trú.  Þó eru sérréttindi ríkiskirkjunnar óbreytt og hún sogar til sín milljarða úr ríkissjóði á hverju ári. Fækkun í kirkjunni kallar á breytingu á stöðu hennar. Aðskilja þarf ríki og kirkju núna.

Á sama tíma eru ríflega 10% þjóðarinnar sem falla utan þeirra trúfélaga sem ríkið viðurkennir. Þarna er pottur brotinn. Þetta fólk getur hvergi sótt þá þjónustu sem trúfélög veita með styrk úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessi ríflega 10% borga sína skatta en geta ekki sótt þjónustu á við þau sem trúfélögin bjóða varðandi jarðarfarir, hjóna- og manndómsvígslur. Þetta er í raun aðalhlutverk trúfélaga og það er með öllu ólíðandi að stór hluti landsmanna séu talin þriðja flokks borgarar með þessum hætti.

Vantrú fagnar þessari þróun og hvetur alla til að huga að trúfélagsskráningu.

Vantrú.is


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing trúleysingja

Mér finnst það ákaflega skrítið árið 2009, á þessum tímum upplýsinga, þekkingar og vísinda að þurfa að rökstyðja sérstaklega trúleysi mitt meðan hverskonar trú þykir “eðlileg”.
Lesið hugleiðingu trúleysingja á Vantrú.is

Bjarni Harðar og fyrirgefningin

Við erum best, aðrir eru aumingjar. Þannig hljómar boðskapur margra hálf-kristinna sem hafa á einhvern furðulegan hátt blandað saman trúarboðskap kirkjunnar og senofóbíu þjóðernishyggjunnar.

Einn slíkur er Bjarni Harðarson, yfirlýstur trúleysingi sem hælir kristnu siðgæði í bak og fyrir. Tilgangur Bjarna virðist einmitt vera að gera lítið úr þeim menningarheimi sem ekki telst kristinn. Boðskapurinn er einfaldur: Meðlimir hinna kristnu samfélaga (les: Vesturlandabúar) eru bestir, hinir eru aumingjar og ef ekki réttdræpir þá alla vega getum við sofið rótt þótt þeir séu drepnir í okkar nafni.

Lesið greinina Bjarni Harðar og fyrirgefningin á Vantrú.is


Sirkus trúarbragðanna

Á þrettándanum birtist ágæt grein Gunnars Hersveins um tilgangsleysi stríðs vegna hörmunganna í Palestínu. Undir grein Gunnars birtist grein Alberts Jensen um trúmál þar sem hann þakkar meðal annars Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra fyrir að hafa „ógilt fyrir borgarbúum fjandsamlega úthlutun á lóð fyrir mosku í Elliðaárdalnum“. Albert mærir fyrrverandi múslimakonur fyrir að benda meðal annars á kvennakúgun í löndum múslima og vitnar í þau orð þeirra að nauðsynlegt sé að gagnrýna trúarbrögð.

 

Lesið greinina Sirkus trúarbragðanna á Vantrú.is


Þeir sem læra ekki af sögunni

Og erum við virkilega ekki komin lengra árið 2009 en að þurfa enn að burðast með heila stétt manna sem þykist vera fulltrúar guðs á jörðu? Getur það verið? Þurfa Íslendingar virkilega að verja fimm eða sex þúsund milljónum árlega í að halda æðri mætti góðum eða segja honum fyrir verkum, byggja honum hús og hallir?
 Lesið greinina Þeir sem læra ekki af sögunni á Vantrú.is

Ágæt byrjun

Vantrú tekur undir með UVG, það er fagnaðarefni að það sé skorið niður um 400 milljónir hjá ríkiskirkjunni.  Þess má þó geta að ríkiskirkjan mun fá jafn mikið í krónum talið frá ríkinu árið 2009 og árið 2008, niðurskurðurinn er frá fyrra fjárlagafrumvarpi.  Vissulega þarf að taka tillit til verðhækkana þegar fjárframlög eru borin saman milli ára en það er örugglega skorið meira niður hjá sumum öðrum ríkisstofnunum.

Við minnum á að prestar eru enn á þokkalegum launum, byrjunarlaun þeirra eru 530.000 og margir prestar eru með 7-800.000 í laun á mánuði frá ríkinu.

Það eru erfiðir tímar framundan, hættum að ausa fé í ríkiskirkju og látum hana sjá um sig sjálfa.

Vantrú.is


 


mbl.is Ung vinstri græn fagna niðurskurði við þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun presta

Byrjunarlauns presta eru um 530.000,- á mánuði. Margir prestar eru með 7-800.000,- í mánaðarlaun.

Séra Karl ætti auðvitað að vita þetta. Hugsanlega finnst honum þetta ekki há laun en að okkar mati eru það fáránlega laun fyrir óþarft starf. Boðun hindurvitna ætti að vera áhugamál sérvitringa, ekki hálaunastarf hjá hinu opinbera.

 

Vantrú.is


mbl.is Stenst launalækkun á RÚV lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúfélagalöggjöf brýtur gegn félagafrelsi og persónuvernd

Eins og flestir vita starfar íslenska þjóðkirkjan í skjóli 62. greinar stjórnarskrárinnar. Það að eitt trúfélag öðrum fremur skuli njóta sérstakrar verndar ríkisins er nokkuð sem oft hefur verið gagnrýnt. Löggjöf um starfsemi trúfélaga almennt og þjóðkirkju sérstaklega byggir á ákvæðum stjórnarskrár en virðast um leið brjóta gegn tveimur grundvallaratriðum mannréttinda sem lögtekin hafa verið hér á landi: félagafrelsi og persónufrelsi.
 Lesið alla greinina á Vantrú.is

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband